Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2018 09:40 Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum Vísir „Það er ávallt þannig þegar leitað er framlengingar á gæsluvarðhaldi þá heldur hinn fyrri úrskurður gildi sínu þangað til dómari hefur úrskurðað um nýja kröfu. Ég tel að lögin séu algjörlega skýr um þetta og ofan á það bætist að þetta er viðtekin venja og hefur verið alla mína tíð.“ Þetta segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um þá afstöðu Sindra Þórs Stefánssonar strokufanga þess efnis að hann hafi verið þvingaður til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að hann færi ekki úr landi á meðan dómari tæki sér sólarhringsfrest varðandi kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Gæsluvarðhald yfir Sindra Þór rann út á mánudaginn klukkan 16. Lögregla fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald og var Sindri leiddur fyrir dómara í héraðsdómis. Sá ákvað að taka sér umhugsunarfrest varðandi frekara gæsluvarðhald en Sindri hafði þá verið í gæslu í tíu vikur. Lengst af í fangelsinu á Hólmsheiði en síðustu tíu dagana í opnu fangelsi á Sogni. Þaðan strauk hann út um glugga klukkan 01 aðfaranótt þriðjudags og var komin í flugvél Icelandair á leið til Svíþjóðar nokkrum klukkustundum síðar. Ólafur Helgi var til viðtals í Morgunútvarpinu í morgun. Í yfirlýsingu Sindra Þórs sem birtist í Fréttablaðinu í morgun segir hann að unnið sé að því að semja við lögregluna um að hann verði ekki handtekinn erlendis heldur fái að koma til landsins fljótlega. „Ef hann finnst erlendis þá liggur það ljóst fyrir að það er til handtökuskipun á hann og því verður ekki breytt. Það liggur ljóst fyrir að hann yrði fluttur til Íslands. Hvað varðar viðurlög fangelsisins get ég ekkert sagt um en hitt fer til héraðssaksóknara til ákvörðunar.“ Engar viðræður hafi átt sér stað við Sindra. Það komi honum mjög á óvart það sem Sindri haldi fram. Lögregla hafi ekki verið í neinu sambandi við Sindra og engar haldbærar sannanir fyrir því hvar Sindra væri að finna. Grunur væri uppi um að hann væri á Spáni þar sem lögregla telur að samverkamenn hans dvelji. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
„Það er ávallt þannig þegar leitað er framlengingar á gæsluvarðhaldi þá heldur hinn fyrri úrskurður gildi sínu þangað til dómari hefur úrskurðað um nýja kröfu. Ég tel að lögin séu algjörlega skýr um þetta og ofan á það bætist að þetta er viðtekin venja og hefur verið alla mína tíð.“ Þetta segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um þá afstöðu Sindra Þórs Stefánssonar strokufanga þess efnis að hann hafi verið þvingaður til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að hann færi ekki úr landi á meðan dómari tæki sér sólarhringsfrest varðandi kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald. Gæsluvarðhald yfir Sindra Þór rann út á mánudaginn klukkan 16. Lögregla fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald og var Sindri leiddur fyrir dómara í héraðsdómis. Sá ákvað að taka sér umhugsunarfrest varðandi frekara gæsluvarðhald en Sindri hafði þá verið í gæslu í tíu vikur. Lengst af í fangelsinu á Hólmsheiði en síðustu tíu dagana í opnu fangelsi á Sogni. Þaðan strauk hann út um glugga klukkan 01 aðfaranótt þriðjudags og var komin í flugvél Icelandair á leið til Svíþjóðar nokkrum klukkustundum síðar. Ólafur Helgi var til viðtals í Morgunútvarpinu í morgun. Í yfirlýsingu Sindra Þórs sem birtist í Fréttablaðinu í morgun segir hann að unnið sé að því að semja við lögregluna um að hann verði ekki handtekinn erlendis heldur fái að koma til landsins fljótlega. „Ef hann finnst erlendis þá liggur það ljóst fyrir að það er til handtökuskipun á hann og því verður ekki breytt. Það liggur ljóst fyrir að hann yrði fluttur til Íslands. Hvað varðar viðurlög fangelsisins get ég ekkert sagt um en hitt fer til héraðssaksóknara til ákvörðunar.“ Engar viðræður hafi átt sér stað við Sindra. Það komi honum mjög á óvart það sem Sindri haldi fram. Lögregla hafi ekki verið í neinu sambandi við Sindra og engar haldbærar sannanir fyrir því hvar Sindra væri að finna. Grunur væri uppi um að hann væri á Spáni þar sem lögregla telur að samverkamenn hans dvelji.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30