65 milljarða yfirtaka í pípunum þvert á vilja stærsta hluthafans Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. apríl 2018 06:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. Brim Útgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og eigandi Brims, segist vonast til þess að sem flestir hluthafar verði áfram í HB Granda. Lög um verðbréfaviðskipti kveða skýrt á um að hafi hluthafi samanlagt eignast að minnsta kosti 30 pró- sent atkvæðisréttar í félagi sem skráð er í Kauphöll skuli sá hinn sami gera öðrum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð. Það er, tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu. Fjármálaeftirlitið hefur málið til skoðunar. Guðmundur segist ekki vilja að Brim taki HB Granda yfir. „Við þurfum að gera yfirtökutilboð innan fjögurra vikna, en við höfum hug á að halda HB Granda á markaði.“„Okkur langar ekki til að gera þetta tilboð, en það er skylda. Okkar von er að núverandi hluthafar verði áfram í félaginu.“ Aðspurður segist Guðmundur ekki hafa klárað fjármögnunina alla, en geta selt hluta af eignum Brims til að tryggja fjármagn ef til yfirtöku kemur. „Maður má ekki bara kaupa og borga ekki upp.“ Brim skuldaði um 32 milljarða samkvæmt ársreikningi 2016, en eigið fé var um 22 milljarðar. Ársreikningur ársins 2017 hefur ekki verið birtur. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti skal verð það sem sett er fram í yfirtökutilboði vera að lágmarki jafnhátt og síðasta viðskiptaverð hluta í viðkomandi félagi áður en tilboðsskylda myndaðist. Kaupverðið yrði því um 65 milljarðar, miðað við að kaupverðið sé 35 krónur á hvern hlut líkt og í viðskiptum með bréf félagsins í vikunni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kristján Loftsson og tengdir selja rúmlega þriðjungshlut í HB Granda Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. 19. apríl 2018 10:30 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Útgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og eigandi Brims, segist vonast til þess að sem flestir hluthafar verði áfram í HB Granda. Lög um verðbréfaviðskipti kveða skýrt á um að hafi hluthafi samanlagt eignast að minnsta kosti 30 pró- sent atkvæðisréttar í félagi sem skráð er í Kauphöll skuli sá hinn sami gera öðrum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð. Það er, tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu. Fjármálaeftirlitið hefur málið til skoðunar. Guðmundur segist ekki vilja að Brim taki HB Granda yfir. „Við þurfum að gera yfirtökutilboð innan fjögurra vikna, en við höfum hug á að halda HB Granda á markaði.“„Okkur langar ekki til að gera þetta tilboð, en það er skylda. Okkar von er að núverandi hluthafar verði áfram í félaginu.“ Aðspurður segist Guðmundur ekki hafa klárað fjármögnunina alla, en geta selt hluta af eignum Brims til að tryggja fjármagn ef til yfirtöku kemur. „Maður má ekki bara kaupa og borga ekki upp.“ Brim skuldaði um 32 milljarða samkvæmt ársreikningi 2016, en eigið fé var um 22 milljarðar. Ársreikningur ársins 2017 hefur ekki verið birtur. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti skal verð það sem sett er fram í yfirtökutilboði vera að lágmarki jafnhátt og síðasta viðskiptaverð hluta í viðkomandi félagi áður en tilboðsskylda myndaðist. Kaupverðið yrði því um 65 milljarðar, miðað við að kaupverðið sé 35 krónur á hvern hlut líkt og í viðskiptum með bréf félagsins í vikunni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kristján Loftsson og tengdir selja rúmlega þriðjungshlut í HB Granda Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. 19. apríl 2018 10:30 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Kristján Loftsson og tengdir selja rúmlega þriðjungshlut í HB Granda Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. 19. apríl 2018 10:30