Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2018 18:09 Frá blaðamannafundi Netanyahu. Vísir/AFP Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. Sú vinna hafi ekki endilega hætt eftir að Íran skrifaði undir kjarnorkusamkomulagið svokallaða og samþykkti að láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni í skiptum fyrir það að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Íran yrði hætt. Forsætisráðherrann boðaði til blaðamannafundar nú í dag þar sem hann byrjaði á því að spila yfirlýsingar frá hæst settu embættismönnum Íran þar sem þeir sögðu ríkið aldrei hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna. Þá sýndi hann skjöl og myndefni sem hann sagði sanna að yfirvöld Íran hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu svokallaða í laumi. Leyniþjónusta íran mun hafa öðlast þessi gögn frá Íran. Hann sagði Ísrael hafa deilt umræddu efni með Bandaríkjunum og að yfirvöld Bandaríkjanna myndu staðfesta að það væri raunverulegt. Þá sagðist Netanyahu tilbúinn til að útvega fleiri ríkjum gögnin og til stæði að koma þeim til Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.Project Amad Netanyahu sagði yfirvöld Ísrael hafa um árabil vitað af leynilegu verkefni Írana sem bæri nafnið „Project Amad“. Það verkefni sneri að þróun kjarnorkuvopna. „Við getum nú sannað að Project Amad var umfangsmikið verkefni sem snerist um það að þróa, byggja og prófa kjarnorkuvopn,“ sagði Netanyahu. „Við getum einnig sannað að Íran hefur geymt öll gögn úr þessu verkefni til að nota þau til að þróa kjarnorkuvopn þegar þeim hentar.“ Forsætisráðherrann sýndi glæru sem hann sagði vera úr kynningu yfirvalda Íran og fjallaði um markmið Amad-verkefnisins. Það væri að þróa, framleiða og prófa fimm, tíu kílótonna kjarnorkuvopn og þróa leiðir til að koma þeim á eldflaugar. Netanyahu sýndi þó ekki fram á að yfirvöld Íran hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. þar að auki felur samkomulagið ekki í sér að Íran megi ekki eiga gömul gögn um kjarnorkuvopnaþróun. Hann sagði að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, myndi „taka rétta ákvörðun“ um kjarnorkusamkomulagið. Trump hefur ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við samkomulagið og gefið í skyn að hann muni slíta Bandaríkin frá því. Eftir blaðamannafund Netanyahu sagði Trump við blaðamenn að það væri til marks um það að hann hefði haft rétt fyrir sér varðandi samkomulagið. Hann sagðist ætla að taka ákvörðun fyrir 12. maí. Sjá má blaðamannafund Netanyahu hér að neðan. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Íranir hafa engan áhuga á að breyta kjarnorkusamningnum Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands hafa sagst vinna að nýjum og breyttum samningi um kjarnorkufrmaleiðslu Írana. 25. apríl 2018 14:54 Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. Sú vinna hafi ekki endilega hætt eftir að Íran skrifaði undir kjarnorkusamkomulagið svokallaða og samþykkti að láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni í skiptum fyrir það að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Íran yrði hætt. Forsætisráðherrann boðaði til blaðamannafundar nú í dag þar sem hann byrjaði á því að spila yfirlýsingar frá hæst settu embættismönnum Íran þar sem þeir sögðu ríkið aldrei hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna. Þá sýndi hann skjöl og myndefni sem hann sagði sanna að yfirvöld Íran hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu svokallaða í laumi. Leyniþjónusta íran mun hafa öðlast þessi gögn frá Íran. Hann sagði Ísrael hafa deilt umræddu efni með Bandaríkjunum og að yfirvöld Bandaríkjanna myndu staðfesta að það væri raunverulegt. Þá sagðist Netanyahu tilbúinn til að útvega fleiri ríkjum gögnin og til stæði að koma þeim til Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.Project Amad Netanyahu sagði yfirvöld Ísrael hafa um árabil vitað af leynilegu verkefni Írana sem bæri nafnið „Project Amad“. Það verkefni sneri að þróun kjarnorkuvopna. „Við getum nú sannað að Project Amad var umfangsmikið verkefni sem snerist um það að þróa, byggja og prófa kjarnorkuvopn,“ sagði Netanyahu. „Við getum einnig sannað að Íran hefur geymt öll gögn úr þessu verkefni til að nota þau til að þróa kjarnorkuvopn þegar þeim hentar.“ Forsætisráðherrann sýndi glæru sem hann sagði vera úr kynningu yfirvalda Íran og fjallaði um markmið Amad-verkefnisins. Það væri að þróa, framleiða og prófa fimm, tíu kílótonna kjarnorkuvopn og þróa leiðir til að koma þeim á eldflaugar. Netanyahu sýndi þó ekki fram á að yfirvöld Íran hefðu brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. þar að auki felur samkomulagið ekki í sér að Íran megi ekki eiga gömul gögn um kjarnorkuvopnaþróun. Hann sagði að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, myndi „taka rétta ákvörðun“ um kjarnorkusamkomulagið. Trump hefur ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við samkomulagið og gefið í skyn að hann muni slíta Bandaríkin frá því. Eftir blaðamannafund Netanyahu sagði Trump við blaðamenn að það væri til marks um það að hann hefði haft rétt fyrir sér varðandi samkomulagið. Hann sagðist ætla að taka ákvörðun fyrir 12. maí. Sjá má blaðamannafund Netanyahu hér að neðan.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Íranir hafa engan áhuga á að breyta kjarnorkusamningnum Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands hafa sagst vinna að nýjum og breyttum samningi um kjarnorkufrmaleiðslu Írana. 25. apríl 2018 14:54 Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30
Íranir hafa engan áhuga á að breyta kjarnorkusamningnum Forsetar Bandaríkjanna og Frakklands hafa sagst vinna að nýjum og breyttum samningi um kjarnorkufrmaleiðslu Írana. 25. apríl 2018 14:54
Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Íranskir ráðamenn vara við alvarlegum afleiðingum ef Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Írani árið 2015. 24. apríl 2018 10:27