Mælir með því að eignast barn með gjafasæði: „Núna er ég ekki bundin barnsföður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2018 10:49 Sunna Rós ásamt börnunum sínum tveimur Axel Helga og Jasmín. Sunna Rós Baxter, einstæð tveggja barna móðir, mælir með því að eignast barn ein með gjafasæði líkt og hún sjálf gerði í fyrra. Hún segir það algjörlega þess virði þar sem hún sé ekki bundin af neinum barnsföður í tilfelli sonar síns en fyrir átti hún dóttur og á hún föður. Sunna Rós ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og mætti með son sinn í stúdíóið sem fæddist í október síðastliðnum. Einhverjir muna eflaust eftir fæðingunni þar sem Sunna Rós sýndi frá henni á Snapchat en fjallað var um fæðinguna í fréttum Stöðvar 2. Þá var rætt við Sunnu Rós í DV um helgina. „Ég veit ekki betur en að það sé ólöglegt að feðra barn. Þú verður að feðra barnið þitt og þá þarft þú að deila með þessum manni barninu þínu. Það eru jól og páskar og sumarfrí og samskipti við þennan mann sem ég verð að segja eins og er, þó svo að ég hafi borgað 170 þúsund fyrir þetta barn hérna, þá er þetta algjörlega þess virði þó sv að það hafi verið frítt að fara niður í bæ og tjútta og fara með einhverjum heim,“ sagði Sunna í Bítinu í morgun. Aðspurð hvort hún sæi kosti við þetta sagði hún svo vera. „Já núna er ég ekki bundin barnsföður. Ég á barnsföður og þá hefði ég endað með tvo. Það hljómaði ekki vel í mínum eyrum þannig að þetta var útkoman og ég er mjög ánægð með hana.“ Sunna fékk sæðið í gegnum sæðisbanka í Danmörku en fór í tæknisæðinguna hér heima. Hún segist hafa fundið fyrir einhverjum fordómum en þá aðallega frá ókunnugu fólki sem þekki hana ekkert sem hefur til dæmis tjáð sig í kommentakerfum á netinu. Enginn hafi hins vegar sagt neitt neikvætt um þessa ákvörðun hennar beint við hana og þá kveðst hún ekki taka þá neikvæðu hluti sem fólk segir á netinu nærri sér. Hlusta má á viðtalið við Sunnu Rós í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fjögur þúsund fylgdust með fæðingunni Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. 16. október 2017 20:00 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Sunna Rós Baxter, einstæð tveggja barna móðir, mælir með því að eignast barn ein með gjafasæði líkt og hún sjálf gerði í fyrra. Hún segir það algjörlega þess virði þar sem hún sé ekki bundin af neinum barnsföður í tilfelli sonar síns en fyrir átti hún dóttur og á hún föður. Sunna Rós ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og mætti með son sinn í stúdíóið sem fæddist í október síðastliðnum. Einhverjir muna eflaust eftir fæðingunni þar sem Sunna Rós sýndi frá henni á Snapchat en fjallað var um fæðinguna í fréttum Stöðvar 2. Þá var rætt við Sunnu Rós í DV um helgina. „Ég veit ekki betur en að það sé ólöglegt að feðra barn. Þú verður að feðra barnið þitt og þá þarft þú að deila með þessum manni barninu þínu. Það eru jól og páskar og sumarfrí og samskipti við þennan mann sem ég verð að segja eins og er, þó svo að ég hafi borgað 170 þúsund fyrir þetta barn hérna, þá er þetta algjörlega þess virði þó sv að það hafi verið frítt að fara niður í bæ og tjútta og fara með einhverjum heim,“ sagði Sunna í Bítinu í morgun. Aðspurð hvort hún sæi kosti við þetta sagði hún svo vera. „Já núna er ég ekki bundin barnsföður. Ég á barnsföður og þá hefði ég endað með tvo. Það hljómaði ekki vel í mínum eyrum þannig að þetta var útkoman og ég er mjög ánægð með hana.“ Sunna fékk sæðið í gegnum sæðisbanka í Danmörku en fór í tæknisæðinguna hér heima. Hún segist hafa fundið fyrir einhverjum fordómum en þá aðallega frá ókunnugu fólki sem þekki hana ekkert sem hefur til dæmis tjáð sig í kommentakerfum á netinu. Enginn hafi hins vegar sagt neitt neikvætt um þessa ákvörðun hennar beint við hana og þá kveðst hún ekki taka þá neikvæðu hluti sem fólk segir á netinu nærri sér. Hlusta má á viðtalið við Sunnu Rós í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fjögur þúsund fylgdust með fæðingunni Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. 16. október 2017 20:00 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Fjögur þúsund fylgdust með fæðingunni Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. 16. október 2017 20:00