Göngugötur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. apríl 2018 10:00 Miðbær Reykjavíkur á að iða af lífi, þangað á að vera gaman að koma og þar á að vera gott að vera. Þar á að vera pláss fyrir alla, með ákveðinni undantekningu. Þung og mengandi bílaumferð á þar alls ekki heima. Hin umhverfisvænu borgaryfirvöld gera sér vel grein fyrir þessu. Þau hafa lengi reynt að fá borgarbúa til að breyta um lífsstíl, taka upp betri siði og nota annan ferðamáta en að bruna allra sinna ferða á bíl. Ekki gerir það fagnaðarerindi mikla lukku hjá þeim hluta Íslendinga sem unna bíl sínum heitt og hafa enga löngun til að ferðast með strætó, hvað þá að hjóla á milli staða. Borgaryfirvöld eru ekki að gera kröfuhörðum bílaeigendum sérstaklega til geðs og síst á árstíma eins og þessum. Nú 1. maí hefst tímabil göngugatna í Reykjavík og stendur til 1. október, en þá er bílaumferð bönnuð á ákveðnum götum í miðbænum. Þessar götur eiga það sameiginlegt að gaman er að ganga þær enda eru þær stemningsríkar, og skal þar sérstaklega nefna Austurstræti og Skólavörðustíg. Nú mun það lífga enn meir upp á mannlífið á þeim götum sem nú verða göngugötur að þar verða settir upp bekkir og blómaker. Það mun setja einkar sjarmerandi svip á miðborgina. Sjálfsagt mun þessi jákvæða breyting skapa ólund hjá einhverjum bílaeigendum sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða á farartæki sínu og geta lagt því hvar sem er. Lengi hefur verið tuðað yfir bílastæðavanda í miðborginni, þótt ekki verði annað séð en bílastæði blasi svo að segja hvarvetna við. Bílaumferðin um miðbæinn er hins vegar þung og ásókn í bílastæðin svo mikil að ekki komast allir að. Bílstjórar þekkja það mætavel að þurfa að hringsóla lengi um í leit að slíkum stæðum. Iðulega verða þeir að leggja nokkuð frá fyrirhuguðum áfangastað. Þeir stíga síðan út úr bíl sínum og í stað þess að fagna því að fá tækifæri til að viðra sig og ganga einhvern spöl – nokkuð sem þeir ættu bara að hafa gott af – þá bölva þeir Degi B. Eggertssyni og meirihlutanum í borginni fyrir aðför að einkabílnum. Hinum stressaða nútímamanni, sem fastur er í bíl sínum flesta daga, væri nær að taka upp nýja siði, vippa sér út úr bílnum og stunda hreyfingu. Miðbær Reykjavíkur á ekki að vera sérstakur griðastaður bifreiða. Fólk á að njóta þess að ganga um miðbæinn þar sem það getur sest á bekk, virt fyrir sér mannlífið, litið í verslanir og notið þess að vera til. Það er fátt eftirsóknarvert við miðbæ þar sem er stöðug bílaumferð með tilheyrandi mengun og hávaða. Það er rétt að takmarka bílaumferð í miðbænum en það á ekki að gera einungis á vor- og sumarmánuðum, heldur allt árið. Sömuleiðis þarf að fjölga göngugötum. Þannig verður til skemmtilegur miðbær sem fólk leggur leið sína í. Þar á að vera lítið pláss fyrir bíla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Kolbrún Bergþórsdóttir Reykjavík Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Miðbær Reykjavíkur á að iða af lífi, þangað á að vera gaman að koma og þar á að vera gott að vera. Þar á að vera pláss fyrir alla, með ákveðinni undantekningu. Þung og mengandi bílaumferð á þar alls ekki heima. Hin umhverfisvænu borgaryfirvöld gera sér vel grein fyrir þessu. Þau hafa lengi reynt að fá borgarbúa til að breyta um lífsstíl, taka upp betri siði og nota annan ferðamáta en að bruna allra sinna ferða á bíl. Ekki gerir það fagnaðarerindi mikla lukku hjá þeim hluta Íslendinga sem unna bíl sínum heitt og hafa enga löngun til að ferðast með strætó, hvað þá að hjóla á milli staða. Borgaryfirvöld eru ekki að gera kröfuhörðum bílaeigendum sérstaklega til geðs og síst á árstíma eins og þessum. Nú 1. maí hefst tímabil göngugatna í Reykjavík og stendur til 1. október, en þá er bílaumferð bönnuð á ákveðnum götum í miðbænum. Þessar götur eiga það sameiginlegt að gaman er að ganga þær enda eru þær stemningsríkar, og skal þar sérstaklega nefna Austurstræti og Skólavörðustíg. Nú mun það lífga enn meir upp á mannlífið á þeim götum sem nú verða göngugötur að þar verða settir upp bekkir og blómaker. Það mun setja einkar sjarmerandi svip á miðborgina. Sjálfsagt mun þessi jákvæða breyting skapa ólund hjá einhverjum bílaeigendum sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða á farartæki sínu og geta lagt því hvar sem er. Lengi hefur verið tuðað yfir bílastæðavanda í miðborginni, þótt ekki verði annað séð en bílastæði blasi svo að segja hvarvetna við. Bílaumferðin um miðbæinn er hins vegar þung og ásókn í bílastæðin svo mikil að ekki komast allir að. Bílstjórar þekkja það mætavel að þurfa að hringsóla lengi um í leit að slíkum stæðum. Iðulega verða þeir að leggja nokkuð frá fyrirhuguðum áfangastað. Þeir stíga síðan út úr bíl sínum og í stað þess að fagna því að fá tækifæri til að viðra sig og ganga einhvern spöl – nokkuð sem þeir ættu bara að hafa gott af – þá bölva þeir Degi B. Eggertssyni og meirihlutanum í borginni fyrir aðför að einkabílnum. Hinum stressaða nútímamanni, sem fastur er í bíl sínum flesta daga, væri nær að taka upp nýja siði, vippa sér út úr bílnum og stunda hreyfingu. Miðbær Reykjavíkur á ekki að vera sérstakur griðastaður bifreiða. Fólk á að njóta þess að ganga um miðbæinn þar sem það getur sest á bekk, virt fyrir sér mannlífið, litið í verslanir og notið þess að vera til. Það er fátt eftirsóknarvert við miðbæ þar sem er stöðug bílaumferð með tilheyrandi mengun og hávaða. Það er rétt að takmarka bílaumferð í miðbænum en það á ekki að gera einungis á vor- og sumarmánuðum, heldur allt árið. Sömuleiðis þarf að fjölga göngugötum. Þannig verður til skemmtilegur miðbær sem fólk leggur leið sína í. Þar á að vera lítið pláss fyrir bíla.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun