Hröð fólksfjölgun og vaxandi atvinnustarfsemi hefur verið á Suðurnesjum síðustu ár en íbúum finnst þjónusta ekki hafa haldið í við breytingarnar. Heilbrigðisþjónusta, skortur á dagforeldrum, samgöngur, vegakerfið og húsnæðismál voru efst í huga íbúa á Reykjanesi þegar blaðamaður Vísis heimsótti svæðið í síðustu viku í rigningu og roki. Rætt var við íbúa í Vogum, Grindavík, Reykjanesbæ og svo nýlega sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs sem ekki hefur fengið nafn. Bæjarfélögin eiga með sér samvinnu og samráð í hinum ýmsu málum og starfa þá undir hatti Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.Lítið um kosningabaráttu Átta framboð eru til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar en íbúar þar eru 18.144. Þar af eru 11.401 á kjörskrá samkvæmt upplýsingum frá bæjarfélaginu. Stutt er til kosninga en flestir viðmælendur á svæðinu voru sammála um að það vantaði betri kynningu á framboðunum og þeirra stefnumálum eða hugmyndum þeirra að lausnum á þeim vandamálum sem brenna á íbúum. Í Reykjanesbæ eru íbúar sáttir við að rekstur bæjarfélagsins sé betri en finnst að bæjarstjórn þurfi almennt að gera meira fyrir íbúa, félagsþjónustuna og fyrir barnafjölskyldur. Samkvæmt umræðu um ársreikning Reykjanesbæjar fyrir árið 2017 hafa tekjur aukist, skuldir lækkað og afgangur af reglubundnum rekstri hefur aldrei verið meiri. Uppbygging er afar mikil í Reykjanesbæ í augnablikinu, fólksfjölgun sú mesta á landinu og voru byggingarkranarnir áberandi við komuna í bæjarfélagið. Íbúar fagna uppbyggingu en hræðast að þjónusta í bæjarfélaginu aukist ekki samhliða þessu. Í Reykjanesbæ hafa foreldrar og verðandi foreldrar miklar áhyggjur af daggæslunni í sveitarfélaginu. Au pair barnfóstrur brúa bilið „Mesta vandamálið núna fyrir barnafjölskyldur eru leikskólamál, dagmæðrapláss og svoleiðis,“ segir Björg, tveggja barna móðir og íbúi í Reykjanesbæ. „Það vantar fleiri dagmæður. Ég á eina vinkonu sem er í fæðingarorlofi og ætti að fara að vinna í haust og hún er að sjá fram á að fara ekkert að vinna eftir fæðingarorlofið. Hún fær ekkert pláss fyrir barnið sitt.“ Í Reykjanesbæ fá börn pláss á leikskóla frá tveggja ára aldri en yfirleitt eru ekki tekin inn ný börn í aðlögun nema á haustin svo mörg börn eru orðin rúmlega tveggja ára þegar þau komast inn á leikskóla. Svo virðist sem au-pair alda hafi farið yfir Grindavíkurbæ, því mikill fjöldi fjölskylda hefur fengið einstakling erlendis frá til þess að sinna börnunum á heimilinu. Ástæðan er einföld. Börnin komast ekki inn á leikskóla fyrr en í fyrsta lagi 18 mánaða og dagforeldraplássin eru fá miðað við fólksfjöldann, líkt og í öðrum bæjarfélögum á þessum landshluta. Au pair barnfóstrur aðstoða við að brúa þetta bil og foreldrar geta þá farið aftur til vinnu þegar þeir hafa klárað sitt fæðingarorlof. „Það er verið að stefna að því að fækka börnum næsta haust, það er búið að gefa það út,“ segir starfsmaður á leikskólanum Króki í Grindavík. Vonar hún að þetta muni létta þá stöðu sem hefur verið á yfirfullum leikskólanum. „Það er alltaf verið að toppfylla skólann af því að það eru engin önnur úrræði en það þýðir bara aukið álag á starfsfólkið.“ Annar starfsmaður segir áberandi í umræðunni að foreldrar og verðandi foreldrar hafi sérstakar áhyggjur af ástandinu og fækkun dagforeldra í bæjarfélaginu. Núna eru 27 dagforeldrar á skrá hjá Reykjanesbæ en ekki liggur fyrir hvort allir þessir einstaklingar munu verða starfandi í haust. Ein dagmóðir er í Garði, engin í Sandgerði og í Grindavík eru fimm skráðar dagmæður. Þrjár þeirra munu líklega ekki starfa næsta haust. Í Vogum eru ekki starfandi dagforeldrar og staðan hefur verið þannig í nokkur ár. Reynt var að auglýsa eftir dagforeldri eftir að síðasta starfandi dagmóðirin hætti árið 2009 en án árangurs. „Börnin hérna komast samt eins árs inn á leikskóla og það er ekki langur biðlisti,“ segir Jóna Guðmundsdóttir þjónustufulltrúi hjá sveitarfélaginu í samtali við blaðamann um ástandið í Vogum. „Ef að foreldrar leita út fyrir bæjarfélagið eftir daggæslu þá er það niðurgreitt.“Leikskólamál eru íbúum á Reykjanesi ofarlega í huga.Vísir/Sylvía RutLeigufélög þrýsta upp leiguverði „Lítið er um leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir unga fólkið sem er að byrja og erfitt er að kaupa fyrstu íbúðina vegna húsnæðisverðsins. Tekjurnar hér suðurfrá eru ekkert ofsalega háar en húsnæðisverðið í Reykjanesbæ er að verða bara eins og á höfuðborgarsvæðinu,“ segir einn íbúi í Reykjanesbæ. Mikil uppbygging er á svæðinu en íbúar óttast að íbúðarverðið verði uppsprengt eða leigufyrirtæki kaupi upp húsnæðið og þrýsti upp leiguverðinu. Annar viðmælandi sem starfar á skrifstofu í Reykjanesbæ segir að íbúðarmálin þurfi að fara í forgang sem allra fyrst, en þá sérstaklega félagslegt húsnæði. Biðlistar væru langir og fólk væri nánast látið búa í gámum vegna skorts á úrræðum. Flestir íbúar í Reykjanesbæ sem rætt var við þennan dag sögðu að íbúðarverðið hefði hækkað of mikið síðustu þrjú ár, leiguverðið væri of hátt vegna stórra leigufélaga eins og Heimavalla og að það væri lítið sem ekkert framboð af íbúðum sem hentuðu fyrir ungt fólk. „Þessi leigufélög brenna á mörgum hér og hvernig þeir eru að koma fram við fólk. Mörg þeirra endurnýja bara til nokkurra mánaða í senn.“ segir Guðrún, starfsmaður í fataverslun í Reykjanesbæ. Sjálf sagði hún upp íbúð hjá slíku leigufélagi eftir mikla hækkun á leiguverði á skömmum tíma. Í Grindavík lágu húsnæðismálin einnig þungt á fólki, en þá aðallega vegna þess hversu lítið er í boði af húsnæði til leigu og á sölu.„Þar þekkjast bara allir“ „Mér fannst æðislegt að búa hérna, þó að þetta sé ört stækkandi. Mér finnst þetta heimilislegur bær,“ segir Helena Rut Bergþórsdóttir starfsmaður í versluninni Dýrabær í Reykjanesbæ. Helena hefur búið í Reykjanesbæ í fjögur ár en ákvað nýlega að flytja. Þegar hún vildi stækka við sig húsnæði fann hún ekkert sem hentaði sínu verðbili og endaði því á að kaupa í nágrannasveitafélagi og keyra frekar til vinnu í Reykjanesbæ alla daga. „Ég bý núna í Sandgerði en var áður hér í Keflavík,“ útskýrir Helena. „Þegar við keyptum hérna fyrir nokkrum árum þá var ótrúlega ódýrt að kaupa fyrstu íbúð hérna. Þegar við vildum stækka við okkur og finna okkur framtíðareign þá var eiginlega allt orðið svo dýrt hérna í Keflavík.“ Helena og maðurinn hennar keyptu sér nýbyggingu í Sandgerði og eru ótrúlega ánægð með sína ákvörðun og stemninguna í bænum. „Þar þekkjast bara allir. Það er ótrúlega mikið af gæludýrum þarna sem mér finnst ótrúlega gaman.“ Helena telur að það þurfi að gera meira fyrir hundaeigendur í Reykjanesbæ. Fleiri hundaeigendur sem urðu á vegi blaðamanns í Reykjanesbæ tóku í sama streng. Ekki er lengur afgirt hundasvæði í bæjarfélaginu eins og var áður, en hundaeigendur hafa reynt að tileinka sér ákveðið svæði. „Það vantar ákveðið svæði fyrir hunda. Það var einu sinni þannig að á ákveðnum svæðum var mikið af ruslatunnum og klemmur sem þú gast notað til að taka upp hundaskítinn, það var allt til staðar. Þessi tól voru skemmd og það var aldrei gert aftur. Það er líka bara ein dýralæknastofa hérna fyrir öll Suðurnesin og bara tveir dýralæknar í vinnu, og þar er bara opið mánudaga til föstudaga. Það er ákveðið öryggi sem vantar í bæjarfélagið.“Vísir/HjaltiÞriggja tíma bið með barn á biðstofunni Allir íbúar sem blaðamaður hitti í Reykjanesbæ höfðu sameiginlegt áhyggjuefni, heilbrigðismálin, og ekki að ástæðulausu. „Heilbrigðiskerfið er í molum, sem er mjög sorglegt,“ segir Helena um ástandið. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) sé löngu sprungin og haldi ekki í við fólksfjölgun á svæðinu. Þetta mál liggur mjög þungt á íbúum, sem margir höfðu neikvæðar reynslusögur að segja af sinni upplifun af heilbrigðisþjónustu sveitarfélagsins. „Það er alltaf mannekla og biðtími eftir að hitta lækni er nokkrar vikur. Enginn fær fastan heimilislækni því læknarnir endast ekkert hérna vegna álagsins,“ segir starfsmaður í Lyfju í Reykjanesbæ ástandið á HSS. Ungur faðir á göngu í Reykjanesbæ sem varð á vegi blaðamanns hafði farið helgina áður á læknavaktina með tveggja ára barn og beið þar í þrjá tíma. Hann segir að biðin hafi verið erfið með pirrað og veikt barn í fanginu, vitandi að það væri aðeins einn læknir á vakt og röðin myndi ganga hægt. Halldór Jónsson, forstjóri HSS, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanessbæjar. Vantar fjárveitingar Það eru ekki bara íbúar í Reykjanesbæ sem leita á HSS en íbúar í Sandgerði, Garði og víðar leita þangað eftir lækniþjónustu auk ferðamanna á svæðinu. „Ríkisstofnanir eru ekki að fá nægilega miklar fjárveitingar til þess að halda í við þennan gríðarlega fjölda sem hefur bæst við hjá okkur,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ í samtali við fréttastofu um stöðuna á HSS. Segir hann stofnunina hafa orðið hvað verst úti hvað það varðar. „Það vantar fleira fólk þangað, það vantar fjárveitingar og fleiri lækna og fleira fólk.” Halldór Jónsson forstjóri HSS tekur undir áhyggjur bæjarstjórans og íbúanna á svæðinu. „Það eru fjölmargar einingar hér sem hafa sprengt af sér húsnæðið, ég get nefnt eins og slysa- og bráðadeildina, heilsugæsluna í heild sinni líka. Það er þröngt um mjög marga og ekki möguleiki lengur að bæta við.” Til stóð að halda úti fæðingaþjónustu í sumar en enginn fékkst í afleysingastörf. Halldór er meðvitaður um að fólk sé farið að leita út fyrir sveitarfélagið fyrir læknisþjónustu. „Sérstaklega í heilsugæslu þá eru langir biðlistar. Það er hvorki næg aðstaða og ekki nægur mannafli til þess að geta afgreitt þessa þjónustu nógu hratt.”Allir eru sammála um að HSS sé sprunginn en íbúar vilja sjá aðgerðir til þess að leysa þann vanda.Vísir/ArnarHolóttir vegir og óklárað hafnarsvæði Í Grindavík hafa margir íbúar áhyggjur af gatnamálunum, sérstaklega í kringum hafnarsvæðið þar sem mikil umferð bíla og vinnuvéla er á degi hverjum. Margir íbúar nefndu sérstaklega Hafnargötuna. „Það þarf aðallega að laga göturnar hérna. Þetta er búið að vera svona síðan í fyrrasumar,“ segir Njáll Njálsson starfsmaður hjá Þorbirni, einum stærsta vinnustaðnum í Grindavík. Fyrirtækið er meðal annars sem starfsstöð á Hafnargötu. Njáll starfar á svæðinu við höfnina og sagði sérstaklega áberandi hversu slæmir vegirnir eru þar. „Maður er hoppandi og skoppandi allan daginn.“Á kaffistofunni hjá fyrirtækinu Þorbirni er mikið rætt um ástandið í vegamálum.Vísir/Sylvía RutÁ kaffihúsinu Bryggjunni niðri við höfnina ræddi hópur manna heimsmálin þegar blaðamaður leit þar við. Þar var mér auðvitað boðið í kaffi og góðar samræður. Þegar talið barst að kosningunum virtust margir vera svekktir með að ekki hefði verið staðið við gefin loforð. Voru flestir viðmælendur mínir niðri við bryggju þennan dag sammála um að það þyrfti að klára vinnuna og dýpkanirnar við hafnarsvæðið sem allra fyrst. Óttast einhverjir að verkefnið muni standa eitthvað í stað. Íbúum í Grindavík finnst almennt vanta upplýsingar um framboðin fyrir þessar kosningar. Sigríður Etna Marinósdóttir frambjóðandi Raddar unga fólksins. Sex flokkar hafa tilkynnt um framboð til sveitarstjórnarkosninga í Grindavík í vor, en þeir hafa aldrei verið fleiri í bænum. „Það er ekki farið að sjást í eina einustu stefnuskrá,“ segja þeir félagar mér og virðast hissa á því hversu seint flokkarnir ætla af stað með að kynna sig. Rödd unga fólksins er einn flokkanna sex, nýr flokkur sem stofnaður var til þess að raddir unga fólksins gætu heyrst betur í samfélaginu. „Eins og í flestöllum sveitarfélögum á Íslandi þá eru það leik- og grunnskólamál sem virðast skipa stærstan sess þetta kjörtímabil. Það þarf að finna varanlega lausn við vanda foreldra ungra barna og viljum við að börn séu tekin inn í leikskóla um 12 mánaða aldur,“ segir Sigríður Etna Marinósdóttir frambjóðandi í flokknum.Sæmundur Halldórsson, Pétur Vilbergsson, Sverrir Vilbergsson , Hinrik Bergsson og Kristinn Jóhannsson.Vísir/Sylvía RutBorgar fyrir að henda rusli ferðamanna Íbúar í Vogunum fagna þeirri uppbyggingu sem er framundan í bæjarfélaginu, en talið er að íbúum muni fjölga úr 1.300 í 3.000. Nokkrir íbúar nefndu ókostinn við að póstþjónustan sé ekki lengur í kjörbúðinni heldur sé bíl ekið um svæðið með póstinn. „Ég er spenntust fyrir uppbyggingunni og fjölgun íbúa.“ segir Erla Ösp Ísaksdóttir íbúi í Vogum. Hún rekur Verslunina Vogum með móður sinni og systur. Töluvert er um ferðamenn á svæðinu og Erla segir að fjöldinn aukist stöðugt. „Það er verið að byggja upp tjaldsvæðið núna. En aukning ferðamanna þýðir að það þarf að gera eitthvað fyrir þá, það þýðir ekki bara að fjölga túristum og gera svo ekki neitt varðandi aðstöðu.“ Erla nefnir þar helst að það liggi á að klára tjaldstæðið og finna lausn varðandi sorpmálin í kringum ferðamenn. „Hér fyrir utan eru heilu dýnurnar, svefnpokarnir og tjöldin í tunnunni, föt og ýmislegt. Kostnaðurinn lendir svo á mér að henda þessu því það kostar að henda rusli. Allt í einu er ábyrgðin mín sem verslunareigandi.“ Vilja fá ljósleiðara í Voga Jóhanna Guðjónsdóttir, móðir Erlu, tekur undir með dóttur sinni og bætir við að það þurfi að bæta við fjármagni og starfsfólki fyrir barnavernd í sveitarfélaginu, sem er sameiginleg með Sandgerði og Garði. Sjálf hefur hún starfað fyrir barnavernd á svæðinu og segir hún málaflokkinn erfiðan. „Forvinnan er alveg gríðarleg og svo koma þessi erfiðu mál og þau taka allan tímann og minni tími gefst fyrir önnur mál,“ útskýrir Jóhanna. Í Vogunum eru íbúarnir svekktir með að það eigi að leggja ljósleiðara í Reykjanesbæ á næstu árum en engar áætlanir séu um að íbúar Voganna fái betri nettengingar. Flestir viðmælendur nefndu ljósleiðaramálið og vona íbúar að það verði endurskoðað. Gagnaveita Reykjavíkur stefnir að því að ljúka tengingu við ljósleiðara í Keflavík, Njarðvík, Ásbrú og Höfnum fyrir árslok 2021. Mæðgurnar Erla Ösp Ísaksdóttir og Jóhanna Guðjónsdóttir fagna uppbyggingunni framundan í Vogum.Vísir/Sylvía RutSakna þess að hafa pósthús og banka Ungur kennari í grunnskólanum í Sandgerði nefnir að hún saknaði þess mikið að hafa pósthús og banka í bæjarfélaginu. Eftir að þessi þjónusta hætti í Sandgerði er aðeins hægt að komast í hraðbanka á opnunartíma kjörbúðarinnar, sem er opin til 19 á virkum dögum og klukkan 18 um helgar. Til þess að fara í banka eða á pósthús þurfa íbúar í Sandgerði og Garði að keyra til Reykjanesbæjar. „Það er ekki mikil þjónusta hér og ég held að það breytist ekki eftir sameininguna. Þeir miða alltaf út frá því að það sé svo stutt að fara í Keflavík,“ segir Agnes, íbúi og móðir í Sandgerði. Sjálf keyrir hún frekar með sín börn til barnalæknis eða á læknavaktina á Domus Medica í Reykjavík, heldur en að fara á læknavaktina og bíða í margar klukkustundir á HSS eða bíða eftir lausum tíma hjá lækni þar. „Þú ert fljótari að keyra á Domus og fá tíma samdægurs.“ Mikil samheldni er í þessum litlu samfélögum og voru flestir spenntir yfir sameiningunni. Fannst mér einstaklega lýsandi hversu margir nefndu að það yrði frábært að fá góðan hjólreiðastíg á milli Sandgerðis og Garðs en íbúarnir reyna nú að fá það í gegn. Í Garði voru margir viðmælendur sem bentu á skemmdir í götum bæjarfélagsins. Slitnar götur eru algeng sjón á Reykjanesi. Fara vikulega í Costco Íbúar í Vogum, Grindavík, Sandgerði og Garði nefndu margir að þeir vildu hafa betri þjónustu í bæjarfélaginu og fleiri verslanir með lengri opnunartíma. Þeir verslunarrekendur sem blaðamaður ræddi við voru þó flestir á því máli að íbúar þyrftu að versla meira í heimabyggð ef það ætti að ganga upp. Margar taki ákvörðun um að hætta rekstri í bæjarfélögunum þar sem svo margir leiti út fyrir bæinn fyrir verslun, eins og til Reykjanesbæjar og á höfuðborgarsvæðið. Einn verslunareigandi sagði að mjög margir velji að keyra frekar í Costco fyrir stórinnkaup og bensín eða olíu á bílinn eftir að verslunin opnaði. Hann viðurkenndi að þetta hefði áhrif en stefnir samt á að gera allt halda rekstrinum gangandi fyrir þá “mörgu fastakúnna sem velja að versla að einhverju eða öllu leyti í heimabyggð.”Íbúar í Sandgerði eru einstaklega ánægðir með grunnskólann, tónlistarskólann, bókasafnið og íþróttamiðstöðina.Vísir/StefánVegurinn illa farinn og hjólförin djúp Í öllum bæjarfélögunum á Reykjanesinu minntist fólk á Reykjanesbrautina og Grindavíkurveginn. Margir viðurkenndu að þeir hræddust að keyra á Reykjanesbrautinni í snjó, hálku og mikilli bleytu. Nokkrir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli ræddu við blaðamenn en þeir voruflestir þeirra búsettir á Reykjanesi. Nefndu þeir heilbrigðisþjónustuna og daggæslumál en þá sérstaklega samgöngumálin. Mörgum þeirra fannst starfsfólk tilneytt til að nota einkabíl til og frá vinnu, þar sem það getur liðið allt frá 50 mínútum upp í 120 mínútur á milli ferða hjá strætisvagni númer 55 sem gengur frá Reykjanesbæ og út á völl. Þeir starfsmenn Keflavíkurflugvallar sem búsettir eru í Grindavík hafa margir hverjir áhyggjur af Grindavíkurveginum og skorti á lýsingu þar. Starfsfólk í Leifsstöð kallar eftir bættum almenningssamgöngum. „Það hefur ekki verið mikið gert í þessum málum síðustu ár en það hefur verið mikið talað um að bæta þurfi veginn undanfarin ár og það er óhætt að segja að hann sé mjög illa farinn, hann er holóttur og hjólförin eru djúp,“ segir Rannveig Jónína Guðmundsdóttir íbúi á svæðinu og blaðamaður hjá Víkurfréttum um Grindavíkurveginn. Hún keyrir daglega frá Grindavík til Reykjanesbæjar vegna vinnu. „Í rigningu, slabba og snjó er vegurinn erfiður yfirferðar og hann er sérstaklega erfiður í myrkri þegar rignir vegna djúpra hjólfara og svo eru holur á nokkra metra fresti. Framkvæmdin við Bláa lóns afleggjara er skelfileg og hef ég sjálf oftar en einu sinni lent í því að stöðvunarskylda er ekki virt á afleggjaranum með þeim afleiðingum að ég fæ nánast bíl í hliðina hjá mér, það er gott að vera vakandi á þessum kafla og tilbúinn á bremsunni því maður veit aldrei á hverju maður á von þar.“Rannveig Jónína Guðmundsdóttir var ein þeirra sem lýsti yfir miklum áhyggjum varðandi Grindavíkurveg.Verkefni sem þolir enga bið Íbúar á svæðinu fagna því að það eigi að hefja framkvæmdir í haust þar sem fyrsti hluti Grindavíkurvegar verður lagfærður. „Veghlutinn sem um ræðir er milli Seltjarnar og Bláa lóns afleggjara, þar á að setja vegrið og einhver kafli verður tvöfaldaður að hluta til hvora leið. Grindavíkurvegurinn og lagfæringar á honum eru mér hjartans mál eftir að frænka mín lést á honum í fyrra og ég viðurkenni það að það er ekki alltaf notalegt að keyra veginn en ég keyri hann daglega til vinnu. En fyrir óreyndan leikmenn og erlenda ferðamenn er vegurinn ekki auðveldur yfirferðar enda eru margir farnir að keyra veginn á 60-80 km hraða vegna ástands hans og skapa þar með mikla hættu vegna framúraksturs en það er nánast ómögulegt að fara fram úr bíl á veginum vegna umferðarþunga og það skapar oft gríðarlega hættu að fara fram úr.“ Sjálfri líður Rannveigu oft illa að keyra þennan veg og höfðu margir viðmælendur á svæðinu svipaða sögu að segja. „Íbúar hafa orðið fyrir gríðarlega miklum vonbrigðum, foreldrar eru með hjartað í buxunum þegar börnin þeirra keyra í skóla þegar færðin er slæm eða jafnvel bara á góðum degi og ég veit um dæmi að fólk hreinlega hættir við að fara út úr bænum því það treystir sér ekki til þess að keyra Grindavíkurveginn,“ útskýrir Rannveig. Persónulega finnst henni íbúarnir oft vera að tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að Grindavíkurveginum. „Vegurinn er einn hættulegasti vegur landsins, daglega keyra hann fjölmargir ferðamenn á leið sinni í Bláa lónið, vörubílar með fisk keyra hann einnig daglega svo má ekki gleyma rútunum sem fara líka í Bláa lónið. Álagið á veginum er gríðarlegt og veðurfarið á honum er breytilegt, vegurinn er verkefni sem þolir enga bið.“ Enn eru framkvæmdir á hafnarsvæðinu í Grindavík.Landsmenn ganga til sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí. Vísir kemur við víða um land í aðdraganda kosninganna. Á föstudaginn verður púlsinn tekinn á Suðurlandi. Fréttaskýringar Kosningar 2018 Tengdar fréttir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sprungin vegna íbúafjölgunar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja heldur ekki í við mikla fólksfjölgun á svæðinu að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Forstjóri segir húsnæðið vera sprungið og að biðlistar eftir þjónustu séu of langir vegna manneklu. 1. maí 2018 19:30 Holóttar götur, atvinnuskortur kvenna og hækkun fasteignaverðs í huga Skagamanna Þó Skagamenn séu heilt yfir frekar afslappaðir fyrir kosningarnar eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. 7. maí 2018 08:45 „Um leið og það kemur hálka þá fer ég ekki yfir“ Blaðamaður Vísis kom víða við á þriggja daga ferð sinni um Austurland í lok apríl síðastliðnum og ræddi við fjölda fólks um helstu málin í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. 8. maí 2018 10:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Hröð fólksfjölgun og vaxandi atvinnustarfsemi hefur verið á Suðurnesjum síðustu ár en íbúum finnst þjónusta ekki hafa haldið í við breytingarnar. Heilbrigðisþjónusta, skortur á dagforeldrum, samgöngur, vegakerfið og húsnæðismál voru efst í huga íbúa á Reykjanesi þegar blaðamaður Vísis heimsótti svæðið í síðustu viku í rigningu og roki. Rætt var við íbúa í Vogum, Grindavík, Reykjanesbæ og svo nýlega sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs sem ekki hefur fengið nafn. Bæjarfélögin eiga með sér samvinnu og samráð í hinum ýmsu málum og starfa þá undir hatti Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.Lítið um kosningabaráttu Átta framboð eru til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar en íbúar þar eru 18.144. Þar af eru 11.401 á kjörskrá samkvæmt upplýsingum frá bæjarfélaginu. Stutt er til kosninga en flestir viðmælendur á svæðinu voru sammála um að það vantaði betri kynningu á framboðunum og þeirra stefnumálum eða hugmyndum þeirra að lausnum á þeim vandamálum sem brenna á íbúum. Í Reykjanesbæ eru íbúar sáttir við að rekstur bæjarfélagsins sé betri en finnst að bæjarstjórn þurfi almennt að gera meira fyrir íbúa, félagsþjónustuna og fyrir barnafjölskyldur. Samkvæmt umræðu um ársreikning Reykjanesbæjar fyrir árið 2017 hafa tekjur aukist, skuldir lækkað og afgangur af reglubundnum rekstri hefur aldrei verið meiri. Uppbygging er afar mikil í Reykjanesbæ í augnablikinu, fólksfjölgun sú mesta á landinu og voru byggingarkranarnir áberandi við komuna í bæjarfélagið. Íbúar fagna uppbyggingu en hræðast að þjónusta í bæjarfélaginu aukist ekki samhliða þessu. Í Reykjanesbæ hafa foreldrar og verðandi foreldrar miklar áhyggjur af daggæslunni í sveitarfélaginu. Au pair barnfóstrur brúa bilið „Mesta vandamálið núna fyrir barnafjölskyldur eru leikskólamál, dagmæðrapláss og svoleiðis,“ segir Björg, tveggja barna móðir og íbúi í Reykjanesbæ. „Það vantar fleiri dagmæður. Ég á eina vinkonu sem er í fæðingarorlofi og ætti að fara að vinna í haust og hún er að sjá fram á að fara ekkert að vinna eftir fæðingarorlofið. Hún fær ekkert pláss fyrir barnið sitt.“ Í Reykjanesbæ fá börn pláss á leikskóla frá tveggja ára aldri en yfirleitt eru ekki tekin inn ný börn í aðlögun nema á haustin svo mörg börn eru orðin rúmlega tveggja ára þegar þau komast inn á leikskóla. Svo virðist sem au-pair alda hafi farið yfir Grindavíkurbæ, því mikill fjöldi fjölskylda hefur fengið einstakling erlendis frá til þess að sinna börnunum á heimilinu. Ástæðan er einföld. Börnin komast ekki inn á leikskóla fyrr en í fyrsta lagi 18 mánaða og dagforeldraplássin eru fá miðað við fólksfjöldann, líkt og í öðrum bæjarfélögum á þessum landshluta. Au pair barnfóstrur aðstoða við að brúa þetta bil og foreldrar geta þá farið aftur til vinnu þegar þeir hafa klárað sitt fæðingarorlof. „Það er verið að stefna að því að fækka börnum næsta haust, það er búið að gefa það út,“ segir starfsmaður á leikskólanum Króki í Grindavík. Vonar hún að þetta muni létta þá stöðu sem hefur verið á yfirfullum leikskólanum. „Það er alltaf verið að toppfylla skólann af því að það eru engin önnur úrræði en það þýðir bara aukið álag á starfsfólkið.“ Annar starfsmaður segir áberandi í umræðunni að foreldrar og verðandi foreldrar hafi sérstakar áhyggjur af ástandinu og fækkun dagforeldra í bæjarfélaginu. Núna eru 27 dagforeldrar á skrá hjá Reykjanesbæ en ekki liggur fyrir hvort allir þessir einstaklingar munu verða starfandi í haust. Ein dagmóðir er í Garði, engin í Sandgerði og í Grindavík eru fimm skráðar dagmæður. Þrjár þeirra munu líklega ekki starfa næsta haust. Í Vogum eru ekki starfandi dagforeldrar og staðan hefur verið þannig í nokkur ár. Reynt var að auglýsa eftir dagforeldri eftir að síðasta starfandi dagmóðirin hætti árið 2009 en án árangurs. „Börnin hérna komast samt eins árs inn á leikskóla og það er ekki langur biðlisti,“ segir Jóna Guðmundsdóttir þjónustufulltrúi hjá sveitarfélaginu í samtali við blaðamann um ástandið í Vogum. „Ef að foreldrar leita út fyrir bæjarfélagið eftir daggæslu þá er það niðurgreitt.“Leikskólamál eru íbúum á Reykjanesi ofarlega í huga.Vísir/Sylvía RutLeigufélög þrýsta upp leiguverði „Lítið er um leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir unga fólkið sem er að byrja og erfitt er að kaupa fyrstu íbúðina vegna húsnæðisverðsins. Tekjurnar hér suðurfrá eru ekkert ofsalega háar en húsnæðisverðið í Reykjanesbæ er að verða bara eins og á höfuðborgarsvæðinu,“ segir einn íbúi í Reykjanesbæ. Mikil uppbygging er á svæðinu en íbúar óttast að íbúðarverðið verði uppsprengt eða leigufyrirtæki kaupi upp húsnæðið og þrýsti upp leiguverðinu. Annar viðmælandi sem starfar á skrifstofu í Reykjanesbæ segir að íbúðarmálin þurfi að fara í forgang sem allra fyrst, en þá sérstaklega félagslegt húsnæði. Biðlistar væru langir og fólk væri nánast látið búa í gámum vegna skorts á úrræðum. Flestir íbúar í Reykjanesbæ sem rætt var við þennan dag sögðu að íbúðarverðið hefði hækkað of mikið síðustu þrjú ár, leiguverðið væri of hátt vegna stórra leigufélaga eins og Heimavalla og að það væri lítið sem ekkert framboð af íbúðum sem hentuðu fyrir ungt fólk. „Þessi leigufélög brenna á mörgum hér og hvernig þeir eru að koma fram við fólk. Mörg þeirra endurnýja bara til nokkurra mánaða í senn.“ segir Guðrún, starfsmaður í fataverslun í Reykjanesbæ. Sjálf sagði hún upp íbúð hjá slíku leigufélagi eftir mikla hækkun á leiguverði á skömmum tíma. Í Grindavík lágu húsnæðismálin einnig þungt á fólki, en þá aðallega vegna þess hversu lítið er í boði af húsnæði til leigu og á sölu.„Þar þekkjast bara allir“ „Mér fannst æðislegt að búa hérna, þó að þetta sé ört stækkandi. Mér finnst þetta heimilislegur bær,“ segir Helena Rut Bergþórsdóttir starfsmaður í versluninni Dýrabær í Reykjanesbæ. Helena hefur búið í Reykjanesbæ í fjögur ár en ákvað nýlega að flytja. Þegar hún vildi stækka við sig húsnæði fann hún ekkert sem hentaði sínu verðbili og endaði því á að kaupa í nágrannasveitafélagi og keyra frekar til vinnu í Reykjanesbæ alla daga. „Ég bý núna í Sandgerði en var áður hér í Keflavík,“ útskýrir Helena. „Þegar við keyptum hérna fyrir nokkrum árum þá var ótrúlega ódýrt að kaupa fyrstu íbúð hérna. Þegar við vildum stækka við okkur og finna okkur framtíðareign þá var eiginlega allt orðið svo dýrt hérna í Keflavík.“ Helena og maðurinn hennar keyptu sér nýbyggingu í Sandgerði og eru ótrúlega ánægð með sína ákvörðun og stemninguna í bænum. „Þar þekkjast bara allir. Það er ótrúlega mikið af gæludýrum þarna sem mér finnst ótrúlega gaman.“ Helena telur að það þurfi að gera meira fyrir hundaeigendur í Reykjanesbæ. Fleiri hundaeigendur sem urðu á vegi blaðamanns í Reykjanesbæ tóku í sama streng. Ekki er lengur afgirt hundasvæði í bæjarfélaginu eins og var áður, en hundaeigendur hafa reynt að tileinka sér ákveðið svæði. „Það vantar ákveðið svæði fyrir hunda. Það var einu sinni þannig að á ákveðnum svæðum var mikið af ruslatunnum og klemmur sem þú gast notað til að taka upp hundaskítinn, það var allt til staðar. Þessi tól voru skemmd og það var aldrei gert aftur. Það er líka bara ein dýralæknastofa hérna fyrir öll Suðurnesin og bara tveir dýralæknar í vinnu, og þar er bara opið mánudaga til föstudaga. Það er ákveðið öryggi sem vantar í bæjarfélagið.“Vísir/HjaltiÞriggja tíma bið með barn á biðstofunni Allir íbúar sem blaðamaður hitti í Reykjanesbæ höfðu sameiginlegt áhyggjuefni, heilbrigðismálin, og ekki að ástæðulausu. „Heilbrigðiskerfið er í molum, sem er mjög sorglegt,“ segir Helena um ástandið. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) sé löngu sprungin og haldi ekki í við fólksfjölgun á svæðinu. Þetta mál liggur mjög þungt á íbúum, sem margir höfðu neikvæðar reynslusögur að segja af sinni upplifun af heilbrigðisþjónustu sveitarfélagsins. „Það er alltaf mannekla og biðtími eftir að hitta lækni er nokkrar vikur. Enginn fær fastan heimilislækni því læknarnir endast ekkert hérna vegna álagsins,“ segir starfsmaður í Lyfju í Reykjanesbæ ástandið á HSS. Ungur faðir á göngu í Reykjanesbæ sem varð á vegi blaðamanns hafði farið helgina áður á læknavaktina með tveggja ára barn og beið þar í þrjá tíma. Hann segir að biðin hafi verið erfið með pirrað og veikt barn í fanginu, vitandi að það væri aðeins einn læknir á vakt og röðin myndi ganga hægt. Halldór Jónsson, forstjóri HSS, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanessbæjar. Vantar fjárveitingar Það eru ekki bara íbúar í Reykjanesbæ sem leita á HSS en íbúar í Sandgerði, Garði og víðar leita þangað eftir lækniþjónustu auk ferðamanna á svæðinu. „Ríkisstofnanir eru ekki að fá nægilega miklar fjárveitingar til þess að halda í við þennan gríðarlega fjölda sem hefur bæst við hjá okkur,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ í samtali við fréttastofu um stöðuna á HSS. Segir hann stofnunina hafa orðið hvað verst úti hvað það varðar. „Það vantar fleira fólk þangað, það vantar fjárveitingar og fleiri lækna og fleira fólk.” Halldór Jónsson forstjóri HSS tekur undir áhyggjur bæjarstjórans og íbúanna á svæðinu. „Það eru fjölmargar einingar hér sem hafa sprengt af sér húsnæðið, ég get nefnt eins og slysa- og bráðadeildina, heilsugæsluna í heild sinni líka. Það er þröngt um mjög marga og ekki möguleiki lengur að bæta við.” Til stóð að halda úti fæðingaþjónustu í sumar en enginn fékkst í afleysingastörf. Halldór er meðvitaður um að fólk sé farið að leita út fyrir sveitarfélagið fyrir læknisþjónustu. „Sérstaklega í heilsugæslu þá eru langir biðlistar. Það er hvorki næg aðstaða og ekki nægur mannafli til þess að geta afgreitt þessa þjónustu nógu hratt.”Allir eru sammála um að HSS sé sprunginn en íbúar vilja sjá aðgerðir til þess að leysa þann vanda.Vísir/ArnarHolóttir vegir og óklárað hafnarsvæði Í Grindavík hafa margir íbúar áhyggjur af gatnamálunum, sérstaklega í kringum hafnarsvæðið þar sem mikil umferð bíla og vinnuvéla er á degi hverjum. Margir íbúar nefndu sérstaklega Hafnargötuna. „Það þarf aðallega að laga göturnar hérna. Þetta er búið að vera svona síðan í fyrrasumar,“ segir Njáll Njálsson starfsmaður hjá Þorbirni, einum stærsta vinnustaðnum í Grindavík. Fyrirtækið er meðal annars sem starfsstöð á Hafnargötu. Njáll starfar á svæðinu við höfnina og sagði sérstaklega áberandi hversu slæmir vegirnir eru þar. „Maður er hoppandi og skoppandi allan daginn.“Á kaffistofunni hjá fyrirtækinu Þorbirni er mikið rætt um ástandið í vegamálum.Vísir/Sylvía RutÁ kaffihúsinu Bryggjunni niðri við höfnina ræddi hópur manna heimsmálin þegar blaðamaður leit þar við. Þar var mér auðvitað boðið í kaffi og góðar samræður. Þegar talið barst að kosningunum virtust margir vera svekktir með að ekki hefði verið staðið við gefin loforð. Voru flestir viðmælendur mínir niðri við bryggju þennan dag sammála um að það þyrfti að klára vinnuna og dýpkanirnar við hafnarsvæðið sem allra fyrst. Óttast einhverjir að verkefnið muni standa eitthvað í stað. Íbúum í Grindavík finnst almennt vanta upplýsingar um framboðin fyrir þessar kosningar. Sigríður Etna Marinósdóttir frambjóðandi Raddar unga fólksins. Sex flokkar hafa tilkynnt um framboð til sveitarstjórnarkosninga í Grindavík í vor, en þeir hafa aldrei verið fleiri í bænum. „Það er ekki farið að sjást í eina einustu stefnuskrá,“ segja þeir félagar mér og virðast hissa á því hversu seint flokkarnir ætla af stað með að kynna sig. Rödd unga fólksins er einn flokkanna sex, nýr flokkur sem stofnaður var til þess að raddir unga fólksins gætu heyrst betur í samfélaginu. „Eins og í flestöllum sveitarfélögum á Íslandi þá eru það leik- og grunnskólamál sem virðast skipa stærstan sess þetta kjörtímabil. Það þarf að finna varanlega lausn við vanda foreldra ungra barna og viljum við að börn séu tekin inn í leikskóla um 12 mánaða aldur,“ segir Sigríður Etna Marinósdóttir frambjóðandi í flokknum.Sæmundur Halldórsson, Pétur Vilbergsson, Sverrir Vilbergsson , Hinrik Bergsson og Kristinn Jóhannsson.Vísir/Sylvía RutBorgar fyrir að henda rusli ferðamanna Íbúar í Vogunum fagna þeirri uppbyggingu sem er framundan í bæjarfélaginu, en talið er að íbúum muni fjölga úr 1.300 í 3.000. Nokkrir íbúar nefndu ókostinn við að póstþjónustan sé ekki lengur í kjörbúðinni heldur sé bíl ekið um svæðið með póstinn. „Ég er spenntust fyrir uppbyggingunni og fjölgun íbúa.“ segir Erla Ösp Ísaksdóttir íbúi í Vogum. Hún rekur Verslunina Vogum með móður sinni og systur. Töluvert er um ferðamenn á svæðinu og Erla segir að fjöldinn aukist stöðugt. „Það er verið að byggja upp tjaldsvæðið núna. En aukning ferðamanna þýðir að það þarf að gera eitthvað fyrir þá, það þýðir ekki bara að fjölga túristum og gera svo ekki neitt varðandi aðstöðu.“ Erla nefnir þar helst að það liggi á að klára tjaldstæðið og finna lausn varðandi sorpmálin í kringum ferðamenn. „Hér fyrir utan eru heilu dýnurnar, svefnpokarnir og tjöldin í tunnunni, föt og ýmislegt. Kostnaðurinn lendir svo á mér að henda þessu því það kostar að henda rusli. Allt í einu er ábyrgðin mín sem verslunareigandi.“ Vilja fá ljósleiðara í Voga Jóhanna Guðjónsdóttir, móðir Erlu, tekur undir með dóttur sinni og bætir við að það þurfi að bæta við fjármagni og starfsfólki fyrir barnavernd í sveitarfélaginu, sem er sameiginleg með Sandgerði og Garði. Sjálf hefur hún starfað fyrir barnavernd á svæðinu og segir hún málaflokkinn erfiðan. „Forvinnan er alveg gríðarleg og svo koma þessi erfiðu mál og þau taka allan tímann og minni tími gefst fyrir önnur mál,“ útskýrir Jóhanna. Í Vogunum eru íbúarnir svekktir með að það eigi að leggja ljósleiðara í Reykjanesbæ á næstu árum en engar áætlanir séu um að íbúar Voganna fái betri nettengingar. Flestir viðmælendur nefndu ljósleiðaramálið og vona íbúar að það verði endurskoðað. Gagnaveita Reykjavíkur stefnir að því að ljúka tengingu við ljósleiðara í Keflavík, Njarðvík, Ásbrú og Höfnum fyrir árslok 2021. Mæðgurnar Erla Ösp Ísaksdóttir og Jóhanna Guðjónsdóttir fagna uppbyggingunni framundan í Vogum.Vísir/Sylvía RutSakna þess að hafa pósthús og banka Ungur kennari í grunnskólanum í Sandgerði nefnir að hún saknaði þess mikið að hafa pósthús og banka í bæjarfélaginu. Eftir að þessi þjónusta hætti í Sandgerði er aðeins hægt að komast í hraðbanka á opnunartíma kjörbúðarinnar, sem er opin til 19 á virkum dögum og klukkan 18 um helgar. Til þess að fara í banka eða á pósthús þurfa íbúar í Sandgerði og Garði að keyra til Reykjanesbæjar. „Það er ekki mikil þjónusta hér og ég held að það breytist ekki eftir sameininguna. Þeir miða alltaf út frá því að það sé svo stutt að fara í Keflavík,“ segir Agnes, íbúi og móðir í Sandgerði. Sjálf keyrir hún frekar með sín börn til barnalæknis eða á læknavaktina á Domus Medica í Reykjavík, heldur en að fara á læknavaktina og bíða í margar klukkustundir á HSS eða bíða eftir lausum tíma hjá lækni þar. „Þú ert fljótari að keyra á Domus og fá tíma samdægurs.“ Mikil samheldni er í þessum litlu samfélögum og voru flestir spenntir yfir sameiningunni. Fannst mér einstaklega lýsandi hversu margir nefndu að það yrði frábært að fá góðan hjólreiðastíg á milli Sandgerðis og Garðs en íbúarnir reyna nú að fá það í gegn. Í Garði voru margir viðmælendur sem bentu á skemmdir í götum bæjarfélagsins. Slitnar götur eru algeng sjón á Reykjanesi. Fara vikulega í Costco Íbúar í Vogum, Grindavík, Sandgerði og Garði nefndu margir að þeir vildu hafa betri þjónustu í bæjarfélaginu og fleiri verslanir með lengri opnunartíma. Þeir verslunarrekendur sem blaðamaður ræddi við voru þó flestir á því máli að íbúar þyrftu að versla meira í heimabyggð ef það ætti að ganga upp. Margar taki ákvörðun um að hætta rekstri í bæjarfélögunum þar sem svo margir leiti út fyrir bæinn fyrir verslun, eins og til Reykjanesbæjar og á höfuðborgarsvæðið. Einn verslunareigandi sagði að mjög margir velji að keyra frekar í Costco fyrir stórinnkaup og bensín eða olíu á bílinn eftir að verslunin opnaði. Hann viðurkenndi að þetta hefði áhrif en stefnir samt á að gera allt halda rekstrinum gangandi fyrir þá “mörgu fastakúnna sem velja að versla að einhverju eða öllu leyti í heimabyggð.”Íbúar í Sandgerði eru einstaklega ánægðir með grunnskólann, tónlistarskólann, bókasafnið og íþróttamiðstöðina.Vísir/StefánVegurinn illa farinn og hjólförin djúp Í öllum bæjarfélögunum á Reykjanesinu minntist fólk á Reykjanesbrautina og Grindavíkurveginn. Margir viðurkenndu að þeir hræddust að keyra á Reykjanesbrautinni í snjó, hálku og mikilli bleytu. Nokkrir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli ræddu við blaðamenn en þeir voruflestir þeirra búsettir á Reykjanesi. Nefndu þeir heilbrigðisþjónustuna og daggæslumál en þá sérstaklega samgöngumálin. Mörgum þeirra fannst starfsfólk tilneytt til að nota einkabíl til og frá vinnu, þar sem það getur liðið allt frá 50 mínútum upp í 120 mínútur á milli ferða hjá strætisvagni númer 55 sem gengur frá Reykjanesbæ og út á völl. Þeir starfsmenn Keflavíkurflugvallar sem búsettir eru í Grindavík hafa margir hverjir áhyggjur af Grindavíkurveginum og skorti á lýsingu þar. Starfsfólk í Leifsstöð kallar eftir bættum almenningssamgöngum. „Það hefur ekki verið mikið gert í þessum málum síðustu ár en það hefur verið mikið talað um að bæta þurfi veginn undanfarin ár og það er óhætt að segja að hann sé mjög illa farinn, hann er holóttur og hjólförin eru djúp,“ segir Rannveig Jónína Guðmundsdóttir íbúi á svæðinu og blaðamaður hjá Víkurfréttum um Grindavíkurveginn. Hún keyrir daglega frá Grindavík til Reykjanesbæjar vegna vinnu. „Í rigningu, slabba og snjó er vegurinn erfiður yfirferðar og hann er sérstaklega erfiður í myrkri þegar rignir vegna djúpra hjólfara og svo eru holur á nokkra metra fresti. Framkvæmdin við Bláa lóns afleggjara er skelfileg og hef ég sjálf oftar en einu sinni lent í því að stöðvunarskylda er ekki virt á afleggjaranum með þeim afleiðingum að ég fæ nánast bíl í hliðina hjá mér, það er gott að vera vakandi á þessum kafla og tilbúinn á bremsunni því maður veit aldrei á hverju maður á von þar.“Rannveig Jónína Guðmundsdóttir var ein þeirra sem lýsti yfir miklum áhyggjum varðandi Grindavíkurveg.Verkefni sem þolir enga bið Íbúar á svæðinu fagna því að það eigi að hefja framkvæmdir í haust þar sem fyrsti hluti Grindavíkurvegar verður lagfærður. „Veghlutinn sem um ræðir er milli Seltjarnar og Bláa lóns afleggjara, þar á að setja vegrið og einhver kafli verður tvöfaldaður að hluta til hvora leið. Grindavíkurvegurinn og lagfæringar á honum eru mér hjartans mál eftir að frænka mín lést á honum í fyrra og ég viðurkenni það að það er ekki alltaf notalegt að keyra veginn en ég keyri hann daglega til vinnu. En fyrir óreyndan leikmenn og erlenda ferðamenn er vegurinn ekki auðveldur yfirferðar enda eru margir farnir að keyra veginn á 60-80 km hraða vegna ástands hans og skapa þar með mikla hættu vegna framúraksturs en það er nánast ómögulegt að fara fram úr bíl á veginum vegna umferðarþunga og það skapar oft gríðarlega hættu að fara fram úr.“ Sjálfri líður Rannveigu oft illa að keyra þennan veg og höfðu margir viðmælendur á svæðinu svipaða sögu að segja. „Íbúar hafa orðið fyrir gríðarlega miklum vonbrigðum, foreldrar eru með hjartað í buxunum þegar börnin þeirra keyra í skóla þegar færðin er slæm eða jafnvel bara á góðum degi og ég veit um dæmi að fólk hreinlega hættir við að fara út úr bænum því það treystir sér ekki til þess að keyra Grindavíkurveginn,“ útskýrir Rannveig. Persónulega finnst henni íbúarnir oft vera að tala fyrir daufum eyrum þegar kemur að Grindavíkurveginum. „Vegurinn er einn hættulegasti vegur landsins, daglega keyra hann fjölmargir ferðamenn á leið sinni í Bláa lónið, vörubílar með fisk keyra hann einnig daglega svo má ekki gleyma rútunum sem fara líka í Bláa lónið. Álagið á veginum er gríðarlegt og veðurfarið á honum er breytilegt, vegurinn er verkefni sem þolir enga bið.“ Enn eru framkvæmdir á hafnarsvæðinu í Grindavík.Landsmenn ganga til sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí. Vísir kemur við víða um land í aðdraganda kosninganna. Á föstudaginn verður púlsinn tekinn á Suðurlandi.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sprungin vegna íbúafjölgunar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja heldur ekki í við mikla fólksfjölgun á svæðinu að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Forstjóri segir húsnæðið vera sprungið og að biðlistar eftir þjónustu séu of langir vegna manneklu. 1. maí 2018 19:30
Holóttar götur, atvinnuskortur kvenna og hækkun fasteignaverðs í huga Skagamanna Þó Skagamenn séu heilt yfir frekar afslappaðir fyrir kosningarnar eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. 7. maí 2018 08:45
„Um leið og það kemur hálka þá fer ég ekki yfir“ Blaðamaður Vísis kom víða við á þriggja daga ferð sinni um Austurland í lok apríl síðastliðnum og ræddi við fjölda fólks um helstu málin í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. 8. maí 2018 10:00