Sveitarstjórnarmenn hætta í hrönnum eftir kjörtímabilið Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2018 20:45 Eva Marín Hlynsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Búast má við að upp undir sextíu prósent þeirra sem kjörnir verða í sveitarstjórnir landsins í kosningunum eftir átján daga verði nýliðar. Verulega hefur dregið úr áhuga sveitarstjórnarmanna á að sækjast eftir endurkjöri. Þetta kom fram í viðtali við Evu Marín Hlynsdóttur, lektor í opinberri stjórnsýslu, í fréttum Stöðvar 2. Kannski er Reykhólahreppur lýsandi fyrir stöðuna víða um land. Þar skorast þrír af fimm sveitarstjórnarmönnum undan endurkjöri. Þar verður persónukjör þar sem enginn listi barst. Stjórnmálafræðingurinn Eva Marín Hlynsdóttir við Háskóla Íslands segir hlutfall nýliða í sveitarstjórnum hafa aukist. Upp úr 1990 hafi heildarendurnýjun sveitarstjórnarmanna verið 40 prósent. Núna sé hún á milli 55 og 60 prósent. Í könnun sem Eva Marín gerði í fyrravor sögðust 43 prósent sveitarstjórnarmanna ekki ætla að bjóða sig fram aftur en auk þess ná margir þeirra ekki endurkjöri.Frá fundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Mynd/Stöð 2.Stærð sveitarfélaga virðist skipta máli því. Því stærra sem sveitarfélagið er, því meiri áhugi er hjá sveitarstjórnarmönnum á endurkjöri. Þá sækjast konur síður eftir því að halda áfram. „Við erum að sjá endurnýjun milli 50 og 60 prósent, og alveg upp undir 65 prósent hjá konum. Þegar þetta er orðið svona mikið endurnýjunarhlutfall í hverjum sveitarstjórnarkosningum þá þýðir þetta einfaldlega það að það er mikil þekking sem er að fara út úr sveitarstjórnunum og hún er kannski að fara aðeins of hratt. Það er eðlilegt að það sé endurnýjun. Við viljum hafa endurnýjun. Við viljum ekkert alltaf hafa sama fólkið í sveitarstjórninni. En við viljum kannski ekki heldur að fólk fari út í hrönnum eftir eitt kjörtímabil,“ segir Eva Marín. Frá fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Þau á Reykhólum samþykktu á fundinum sem birtist í fréttinni veg um Teigsskóg en það sýnir að í sveitarstjórnum geta menn haft mikil áhrif á mótun samfélagsins. En starfinu fylgir jafnframt flókin stjórnsýsla og vinnuálag, sem Eva telur geta skýrt minnkandi áhuga á endurkjöri. „Þetta er mikil vinna. Þetta er ekki mikið borgað. Við erum náttúrlega með áhugamannakerfi hér sem þýðir að þú ert ekki í fullu starfi, nema þá í Reykjavík. Þetta er álag, þetta er mjög tímafrekt, - flókin verkefni. Það eru stöðugt að verða flóknari verkefni sem eru á sveitarstjórnarstiginu. Fólk er einfaldlega farið að ákveða það kannski; ja.. mínum tíma er kannski betur varið í eitthvað annað,“ segir Eva Marín. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Kosningar 2018 Tengdar fréttir Öll sveitarstjórn Reykhólahrepps hættir Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykhólahreppi 31.maí. 12. maí 2014 10:39 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Búast má við að upp undir sextíu prósent þeirra sem kjörnir verða í sveitarstjórnir landsins í kosningunum eftir átján daga verði nýliðar. Verulega hefur dregið úr áhuga sveitarstjórnarmanna á að sækjast eftir endurkjöri. Þetta kom fram í viðtali við Evu Marín Hlynsdóttur, lektor í opinberri stjórnsýslu, í fréttum Stöðvar 2. Kannski er Reykhólahreppur lýsandi fyrir stöðuna víða um land. Þar skorast þrír af fimm sveitarstjórnarmönnum undan endurkjöri. Þar verður persónukjör þar sem enginn listi barst. Stjórnmálafræðingurinn Eva Marín Hlynsdóttir við Háskóla Íslands segir hlutfall nýliða í sveitarstjórnum hafa aukist. Upp úr 1990 hafi heildarendurnýjun sveitarstjórnarmanna verið 40 prósent. Núna sé hún á milli 55 og 60 prósent. Í könnun sem Eva Marín gerði í fyrravor sögðust 43 prósent sveitarstjórnarmanna ekki ætla að bjóða sig fram aftur en auk þess ná margir þeirra ekki endurkjöri.Frá fundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.Mynd/Stöð 2.Stærð sveitarfélaga virðist skipta máli því. Því stærra sem sveitarfélagið er, því meiri áhugi er hjá sveitarstjórnarmönnum á endurkjöri. Þá sækjast konur síður eftir því að halda áfram. „Við erum að sjá endurnýjun milli 50 og 60 prósent, og alveg upp undir 65 prósent hjá konum. Þegar þetta er orðið svona mikið endurnýjunarhlutfall í hverjum sveitarstjórnarkosningum þá þýðir þetta einfaldlega það að það er mikil þekking sem er að fara út úr sveitarstjórnunum og hún er kannski að fara aðeins of hratt. Það er eðlilegt að það sé endurnýjun. Við viljum hafa endurnýjun. Við viljum ekkert alltaf hafa sama fólkið í sveitarstjórninni. En við viljum kannski ekki heldur að fólk fari út í hrönnum eftir eitt kjörtímabil,“ segir Eva Marín. Frá fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Þau á Reykhólum samþykktu á fundinum sem birtist í fréttinni veg um Teigsskóg en það sýnir að í sveitarstjórnum geta menn haft mikil áhrif á mótun samfélagsins. En starfinu fylgir jafnframt flókin stjórnsýsla og vinnuálag, sem Eva telur geta skýrt minnkandi áhuga á endurkjöri. „Þetta er mikil vinna. Þetta er ekki mikið borgað. Við erum náttúrlega með áhugamannakerfi hér sem þýðir að þú ert ekki í fullu starfi, nema þá í Reykjavík. Þetta er álag, þetta er mjög tímafrekt, - flókin verkefni. Það eru stöðugt að verða flóknari verkefni sem eru á sveitarstjórnarstiginu. Fólk er einfaldlega farið að ákveða það kannski; ja.. mínum tíma er kannski betur varið í eitthvað annað,“ segir Eva Marín. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Öll sveitarstjórn Reykhólahrepps hættir Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykhólahreppi 31.maí. 12. maí 2014 10:39 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Öll sveitarstjórn Reykhólahrepps hættir Enginn framboðslisti barst vegna sveitarstjórnarkosninga í Reykhólahreppi 31.maí. 12. maí 2014 10:39