Líklegt að endurkoma hins níræða dugi ekki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. maí 2018 06:00 Hinn 92 ára gamli Mahathir Mohamad vill aftur í forsætisráðuneytið. Hann býður sig fram gegn sínum gömlu félögum. Hann mælist vinsælli en ríkisstjórnarflokkarnir en kosningakerfið er óhagstætt. Nordicphotos/AFP Kosið verður til þings í Malasíu á morgun. Kosningabaráttan hefur verið afar hörð og samkvæmt skoðanakönnunum er líklegt að lítill munur verði á fylgi stærstu flokka. Samkvæmt könnun Merdeka Center frá því í apríl eru tveir turnar í malasískum stjórnmálum um þessar mundir. Annars vegar ríkisstjórnarflokkurinn, Þjóðfylkingin (BN), bandalag hægriflokka undir forystu UMNO-flokksins, og hins vegar Vonarbandalagið (PH). Í könnuninni mældist BN með 40,3 prósenta fylgi, PH með 43,7 prósent. Alveg þangað til í janúar leit hins vegar út fyrir að BN myndi vinna öruggan sigur og að Najib Razak, forsætisráðherra og leiðtogi BN, myndi halda velli. Þá tilkynnti Mahathir Mohamad, 92 ára og forsætisráðherra fyrir hönd UMNO frá 1981 til 2003, um að hann ætlaði aftur í framboð. Mahathir endurvakti bandalag stjórnarandstöðuflokkanna í því skyni að koma sínum gömlu samflokksmönnum frá völdum. Hann fékk til liðs við sig Anwar Ibrahim, áður varaforsætisráðherra Mohamads. Þessi nýja vinátta Anwars og Mahathirs var óvænt í ljósi þess að árið 1999 lét Mahathir henda Ibrahim í fangelsi fyrir sódómsku, þar sem hann mátti dúsa í fimm ár. Málflutningur Mahathirs og Anwars hefur mikið til byggst á því að nauðsynlegt sé að koma Najib og UMNO frá völdum vegna spillingar. Og í ljósi fortíðar sinnar sem forsætisráðherra fyrir hönd UMNO hefur Mahathir beðist afsökunar. „Ég vil biðja alla afsökunar. Ég kom Najib í þessa stöðu. Það voru mestu mistök lífs míns. Ég vil leiðrétta þau mistök,“ sagði hinn rúmlega níræði Mohamad á baráttufundi sem blaðamaður BBC fylgdist með.Meirihluti með fimmtung atkvæða Spillingarmálið sem Mahathir hefur keyrt á er kallað 1MDB-málið. Najib hefur verið sakaður um að draga sér rúmlega sjötíu milljarða úr svokölluðum 1MDB-sjóði, þróunarsjóði malasíska ríkisins. Því hefur Najib alla tíð neitað. En þrátt fyrir þennan tiltölulega litla mun á fylgi þykir nær ólíklegt annað en að ríkisstjórnin haldi velli. Einmenningskjördæmi eru í Malasíu og hafa stjórnarandstöðuflokkarnir kvartað sáran yfir kjördæmabreytingum BN. Dreifbýliskjördæmi, sem falla flest BN-megin, eru sum svo fámenn að sex þyrfti til að jafnast á við eitt þéttbýliskjördæmi. Þetta þýðir að BN getur í raun fengið hreinan meirihluta á þingi með einungis fimmtung atkvæða á bakinu. Þá hefur hlutleysi kjörstjórnar verið dregið í efa. Sex frambjóðendum stjórnarandstöðunnar hefur verið vísað úr framboði af „vafasömum, tæknilegum ástæðum“ að því er BBC greinir frá. Aukinheldur hefur verið bent á að kjörskrá sé gölluð og þá þykir ákvörðun stjórnarinnar um að kjördagur sé í miðri viku en ekki um helgi óásættanleg. Það sé einungis gert til að lágmarka kjörsókn. Það komi sér vel fyrir BN. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Kosið verður til þings í Malasíu á morgun. Kosningabaráttan hefur verið afar hörð og samkvæmt skoðanakönnunum er líklegt að lítill munur verði á fylgi stærstu flokka. Samkvæmt könnun Merdeka Center frá því í apríl eru tveir turnar í malasískum stjórnmálum um þessar mundir. Annars vegar ríkisstjórnarflokkurinn, Þjóðfylkingin (BN), bandalag hægriflokka undir forystu UMNO-flokksins, og hins vegar Vonarbandalagið (PH). Í könnuninni mældist BN með 40,3 prósenta fylgi, PH með 43,7 prósent. Alveg þangað til í janúar leit hins vegar út fyrir að BN myndi vinna öruggan sigur og að Najib Razak, forsætisráðherra og leiðtogi BN, myndi halda velli. Þá tilkynnti Mahathir Mohamad, 92 ára og forsætisráðherra fyrir hönd UMNO frá 1981 til 2003, um að hann ætlaði aftur í framboð. Mahathir endurvakti bandalag stjórnarandstöðuflokkanna í því skyni að koma sínum gömlu samflokksmönnum frá völdum. Hann fékk til liðs við sig Anwar Ibrahim, áður varaforsætisráðherra Mohamads. Þessi nýja vinátta Anwars og Mahathirs var óvænt í ljósi þess að árið 1999 lét Mahathir henda Ibrahim í fangelsi fyrir sódómsku, þar sem hann mátti dúsa í fimm ár. Málflutningur Mahathirs og Anwars hefur mikið til byggst á því að nauðsynlegt sé að koma Najib og UMNO frá völdum vegna spillingar. Og í ljósi fortíðar sinnar sem forsætisráðherra fyrir hönd UMNO hefur Mahathir beðist afsökunar. „Ég vil biðja alla afsökunar. Ég kom Najib í þessa stöðu. Það voru mestu mistök lífs míns. Ég vil leiðrétta þau mistök,“ sagði hinn rúmlega níræði Mohamad á baráttufundi sem blaðamaður BBC fylgdist með.Meirihluti með fimmtung atkvæða Spillingarmálið sem Mahathir hefur keyrt á er kallað 1MDB-málið. Najib hefur verið sakaður um að draga sér rúmlega sjötíu milljarða úr svokölluðum 1MDB-sjóði, þróunarsjóði malasíska ríkisins. Því hefur Najib alla tíð neitað. En þrátt fyrir þennan tiltölulega litla mun á fylgi þykir nær ólíklegt annað en að ríkisstjórnin haldi velli. Einmenningskjördæmi eru í Malasíu og hafa stjórnarandstöðuflokkarnir kvartað sáran yfir kjördæmabreytingum BN. Dreifbýliskjördæmi, sem falla flest BN-megin, eru sum svo fámenn að sex þyrfti til að jafnast á við eitt þéttbýliskjördæmi. Þetta þýðir að BN getur í raun fengið hreinan meirihluta á þingi með einungis fimmtung atkvæða á bakinu. Þá hefur hlutleysi kjörstjórnar verið dregið í efa. Sex frambjóðendum stjórnarandstöðunnar hefur verið vísað úr framboði af „vafasömum, tæknilegum ástæðum“ að því er BBC greinir frá. Aukinheldur hefur verið bent á að kjörskrá sé gölluð og þá þykir ákvörðun stjórnarinnar um að kjördagur sé í miðri viku en ekki um helgi óásættanleg. Það sé einungis gert til að lágmarka kjörsókn. Það komi sér vel fyrir BN.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira