Ævitekjur Berglindar Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 8. maí 2018 07:00 Berglind er dæmigerð íslensk kona. Hún hefur lokið stúdentsprófi og aflað sér háskólagráðu og starfsréttinda. Hún kemur út á vinnumarkaðinn um 25 ára aldurinn og er svo heppin að fá starf í sínu fagi. Hún eignast maka og börn. Húsnæðisöryggi er lítið og hún ræðst í að kaupa íbúð. Í háskólanámi framfleytti hún sér með lánum frá LÍN. Hún átti þess ekki kost að fá fjárhagslegan stuðning frá foreldrum sínum. Berglind starfar hjá hinu opinbera og gengur inn í nýtt og samræmt lífeyriskerfi á vinnumarkaði. Ávinnsla lífeyrisréttinda er mest fyrstu árin á vinnumarkaði en minnkar svo þegar hún eldist. Þetta kemur ekkert sérstaklega vel út fyrir Berglindi sem kemur seinna inn á vinnumarkaðinn en þeir sem ekki fara í háskólanám. Hún þarf auðvitað að greiða af námslánunum og þær afborganir samsvara einni útborgun launa á ári. Afborganir húsnæðis- og námslána taka í heimilisreksturinn en þetta hefst með ráðdeild og hagsýni. Berglind er með rúmlega hálfa milljón á mánuði í heildarlaun. Samanlagðar tekjur hennar og makans þýða að heimilið fær svo að segja engar bætur frá ríkinu, hvorki vaxta- né barnabætur. Berglind á þess ekki kost að leggja fyrir eða leyfa sér einhvern óþarfa. Dæmið af Berglindi er tilbúið dæmi en samt hlutskipti mjög margra háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Ráðstöfunartekjur hennar eru litlu hærri en ráðstöfunartekjur þess sem ekki hefur lokið háskólanámi. Ávinningur Berglindar er lítill í alþjóðlegum samanburði. Öll menntun er fjárfesting samfélags í einstaklingum og sjálfu sér. Um það er ekki deilt en svo virðist sem lítill skilningur sé fyrir því á Íslandi að langskólamenntun sé fjárfesting sem umbuna beri fyrir. BHM hefur ítrekað bent á að þetta sé óviðunandi staða sem skaði langtímahagsmuni íslensks samfélags. Fólk sem hefur aflað sér menntunar verður að sjá sér hag í því að setjast hér að og taka þátt í uppbyggingu samfélagsins. Ellegar verður Ísland undir í samkeppninni við önnur lönd um verðmæta þekkingu og hæfni.Höfundur er formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Berglind er dæmigerð íslensk kona. Hún hefur lokið stúdentsprófi og aflað sér háskólagráðu og starfsréttinda. Hún kemur út á vinnumarkaðinn um 25 ára aldurinn og er svo heppin að fá starf í sínu fagi. Hún eignast maka og börn. Húsnæðisöryggi er lítið og hún ræðst í að kaupa íbúð. Í háskólanámi framfleytti hún sér með lánum frá LÍN. Hún átti þess ekki kost að fá fjárhagslegan stuðning frá foreldrum sínum. Berglind starfar hjá hinu opinbera og gengur inn í nýtt og samræmt lífeyriskerfi á vinnumarkaði. Ávinnsla lífeyrisréttinda er mest fyrstu árin á vinnumarkaði en minnkar svo þegar hún eldist. Þetta kemur ekkert sérstaklega vel út fyrir Berglindi sem kemur seinna inn á vinnumarkaðinn en þeir sem ekki fara í háskólanám. Hún þarf auðvitað að greiða af námslánunum og þær afborganir samsvara einni útborgun launa á ári. Afborganir húsnæðis- og námslána taka í heimilisreksturinn en þetta hefst með ráðdeild og hagsýni. Berglind er með rúmlega hálfa milljón á mánuði í heildarlaun. Samanlagðar tekjur hennar og makans þýða að heimilið fær svo að segja engar bætur frá ríkinu, hvorki vaxta- né barnabætur. Berglind á þess ekki kost að leggja fyrir eða leyfa sér einhvern óþarfa. Dæmið af Berglindi er tilbúið dæmi en samt hlutskipti mjög margra háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Ráðstöfunartekjur hennar eru litlu hærri en ráðstöfunartekjur þess sem ekki hefur lokið háskólanámi. Ávinningur Berglindar er lítill í alþjóðlegum samanburði. Öll menntun er fjárfesting samfélags í einstaklingum og sjálfu sér. Um það er ekki deilt en svo virðist sem lítill skilningur sé fyrir því á Íslandi að langskólamenntun sé fjárfesting sem umbuna beri fyrir. BHM hefur ítrekað bent á að þetta sé óviðunandi staða sem skaði langtímahagsmuni íslensks samfélags. Fólk sem hefur aflað sér menntunar verður að sjá sér hag í því að setjast hér að og taka þátt í uppbyggingu samfélagsins. Ellegar verður Ísland undir í samkeppninni við önnur lönd um verðmæta þekkingu og hæfni.Höfundur er formaður BHM
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar