Ólafía bætti stöðu sína á peningalistanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2018 13:00 Ólafía Þórunn á mótinu í Texas um helgina. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kritinsdóttir vann sér inn peningaverðlaun í þriðja sinn á tímabilinu á LPGA-mótaröðinni í golfi er hún hafnaði í 32.-45. sæti á Sjálboðaliðamóti Ameríku í Texas um helgina. Ákveðið var eftir frestanir á fimmtudag og föstudag að aðeins tveir hringir yrðu spilaðir á mótinu. Ólafía spilaði frábærlega á fyrri hringnum og var þá í þriðja sæti en gaf eftir á þeim síðari. Aðeins 70 efstu kylfingarnir á mótinu fengu peningaverðlaun en Ólafía hafði aðeins komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum af átta áður en fyrir mót helgarinnar í Texas. Ólafía fékk 7.147 dollara (867 þúsund krónur) fyrir árangur helgarinnar og er nú í 107. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar með 22.416 dollara eða 2,7 milljónir króna. Það skiptir Ólafíu miklu máli að vera ofarlega á peningalistanum til að endurnýja þátttökurétt sinn á LPGA-mótaröðinni á næsta keppnistímabili. 100 efstu á listanum komast aftur inn en efstu 80 eru í fyrsta forgangsflokki kylfinga, þar sem Ólafía er nú eftir góðan árangur á síðustu leiktíð. Ekkert mót er á LPGA-mótaröðinni um helgina en það næsta fer fram í Williamsburg í Virginíufylki og hefst það 17. maí. Reiknað er með því að Ólafía verði á meðal þátttakenda. Golf Tengdar fréttir Ólafía lék 35 holur á 36 holu móti á einum degi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði síðustu holuna sína á Sjálboðaliðamótinu í Texas í dag. Hún var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 6. maí 2018 14:54 Ólafía Þórunn í 32. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 32. sæti á Volunteers of America mótinu sem fór fram í Texas um helgina en slæmt veður hafa mikil áhrif á mótið. 7. maí 2018 10:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kritinsdóttir vann sér inn peningaverðlaun í þriðja sinn á tímabilinu á LPGA-mótaröðinni í golfi er hún hafnaði í 32.-45. sæti á Sjálboðaliðamóti Ameríku í Texas um helgina. Ákveðið var eftir frestanir á fimmtudag og föstudag að aðeins tveir hringir yrðu spilaðir á mótinu. Ólafía spilaði frábærlega á fyrri hringnum og var þá í þriðja sæti en gaf eftir á þeim síðari. Aðeins 70 efstu kylfingarnir á mótinu fengu peningaverðlaun en Ólafía hafði aðeins komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum af átta áður en fyrir mót helgarinnar í Texas. Ólafía fékk 7.147 dollara (867 þúsund krónur) fyrir árangur helgarinnar og er nú í 107. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar með 22.416 dollara eða 2,7 milljónir króna. Það skiptir Ólafíu miklu máli að vera ofarlega á peningalistanum til að endurnýja þátttökurétt sinn á LPGA-mótaröðinni á næsta keppnistímabili. 100 efstu á listanum komast aftur inn en efstu 80 eru í fyrsta forgangsflokki kylfinga, þar sem Ólafía er nú eftir góðan árangur á síðustu leiktíð. Ekkert mót er á LPGA-mótaröðinni um helgina en það næsta fer fram í Williamsburg í Virginíufylki og hefst það 17. maí. Reiknað er með því að Ólafía verði á meðal þátttakenda.
Golf Tengdar fréttir Ólafía lék 35 holur á 36 holu móti á einum degi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði síðustu holuna sína á Sjálboðaliðamótinu í Texas í dag. Hún var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 6. maí 2018 14:54 Ólafía Þórunn í 32. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 32. sæti á Volunteers of America mótinu sem fór fram í Texas um helgina en slæmt veður hafa mikil áhrif á mótið. 7. maí 2018 10:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía lék 35 holur á 36 holu móti á einum degi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði síðustu holuna sína á Sjálboðaliðamótinu í Texas í dag. Hún var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 6. maí 2018 14:54
Ólafía Þórunn í 32. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 32. sæti á Volunteers of America mótinu sem fór fram í Texas um helgina en slæmt veður hafa mikil áhrif á mótið. 7. maí 2018 10:00