Körfubolti

Dagbjört Dögg var valin efnilegust

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagbjört Dögg Karlsdóttir var valin besti ungi leikmaður Domino's-deildar kvenna á lokahófi KKÍ sem fór fram á föstudag.

Þessi efnilegi Valsari var í stóru hlutverki hjá sínu liði sem hafnaði í þriðja sæti deildarinnar og komst svo alla leið í lokaúrslitaeinvígi úrslitakeppninnar gegn Haukum, sem Hafnfirðingar unnu í oddaleik.

Dagbjört Dögg spilaði að meðaltali tæpar 24 mínútur í leik fyrir Val í vetur og var með 6 stig og 3,2 fráköst að meðaltali í leik.

Mistök urðu við vinnslu fréttar í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi og röng mynd sett við nafn Dagbjartar Daggar. Beðist er velvirðingar á mistökunum en rétt mynd birtist hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Kristófer og Helena valin leikmenn ársins

Lokahóf KKÍ fór fram í Laugardalshöllinni í hádeginu en þar var tilkynnt um val á fólki ársins í körfuboltanum og einnig voru lið ársins valin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×