Fiskeldi stefnir í ígildi stóriðju á Vestfjörðum með hundruðum starfa Heimir Már Pétursson og Hafþór Gunnarsson skrifar 4. maí 2018 19:30 Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að það muni geta framleitt verðmæti fyrir allt að þrjátíu og tveimur milljörðum á ári sem skapi um 350 störf og annan eins fjölda óbeinna starfa. Vestfirðingar binda miklar vonir við að laxeldi í sjó muni skapa traustan grundvöll undir atvinnulíf á svæðinu sem hefur verið bágborið undanfarin ár eftir að Vestfirðingar töpuðu forystu sinni í sjávarútvegi. Nýlokið er byggingu tveggja þriðju seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni Tálknafjarðar en byggingin er stærsta bygging á Vestfjörðum. Hún verður grundvöllur undir vöxt fyrirtækisins í laxeldi á næstu árum í Dýrafirði, á Patreksfirði, Tálknafirði og í Ísafjarðardjúpi þar sem mál eru í umhverfismati. Sigurður Pétursson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish segir að í eldisstöðinni sé endurnýtingarkerfi á vatni og úrgangi. „Þetta er í rauninni alveg einstök stöð. Þetta er ein sú fullkomnasta í heimi. Við getum í raun endurnýtt um 99 prósent af vatninu. Í dag erum við aðeins að þróa okkur áfram. Við erum að setja um það bil 10 prósent af nýju vatni inn. En svo býður þessi stöð upp á að nota og safna þeim lífræna úrgangi sem verður til og það er hægt að búa til verðmæti úr því til framtíðar,“ segir Sigurður.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish.Vísir.Í dag eru fjögur þúsund seiði í stöðinni sem fyrirtækið elur síðan í sláturstærð í sjókvíum. Innan þriggja ára gæti verðmæti afurða orðið um sextán milljarðar króna og ef áform um 40 þúsund tonna eldi ná fram gæti verðmætið orðið um 32 milljarðar á ári. Fyrirtækið er með svo kallaða ASC umhverfisvottun sem sögð er ein þekktasta og strangasta vottun sem hægt sé fá í fiskeldi og tekur meðal annars á umhverfisþáttum, dýravelferð, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Í dag vinna um 50 starfsmenn hjá fyrirtækinu en þeim gæti fjölgað mikið verði öll áform að veruleika. „Miðað við bara það sem er hér á suðursvæðinu yrði starfsemin hér á Vestfjörðum í kring um 350 til 400 bein störf með fiskeldi bara á þessu svæði. Það er náttúrlega aðeins meiri óvissa hvað varðar leyfin á norðanverðum Vestfjörðum, hvernig verður með opnun á Ísafjarðardjúpi sem við erum að berjast fyrir. En ég get talað um það sem er þá að gerast hér sem er 350 til 400 störf og annað eins af óbeinum störfum,“ segir Sigurður. Nú er búið að reisa tvo þriðju af seiðaeldisstöðinni sem getur framleitt fjórar milljónir af seiðum á ári en hún verður stækkuð fáist öll leyfi til meira eldis. „Það er ákveðið burðarþol sem búið er að gera á þessum fjörðum sem við erum með hér. Það er ákveðið hámark sem menn eru að reyna að vinna eftir,“ segir Sigurður Pétursson. Fiskeldi Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish kynnti í gær fyrir íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nýja seiðaeldisstöð sína í Tálknafirði en hún verður hluti af laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að það muni geta framleitt verðmæti fyrir allt að þrjátíu og tveimur milljörðum á ári sem skapi um 350 störf og annan eins fjölda óbeinna starfa. Vestfirðingar binda miklar vonir við að laxeldi í sjó muni skapa traustan grundvöll undir atvinnulíf á svæðinu sem hefur verið bágborið undanfarin ár eftir að Vestfirðingar töpuðu forystu sinni í sjávarútvegi. Nýlokið er byggingu tveggja þriðju seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni Tálknafjarðar en byggingin er stærsta bygging á Vestfjörðum. Hún verður grundvöllur undir vöxt fyrirtækisins í laxeldi á næstu árum í Dýrafirði, á Patreksfirði, Tálknafirði og í Ísafjarðardjúpi þar sem mál eru í umhverfismati. Sigurður Pétursson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish segir að í eldisstöðinni sé endurnýtingarkerfi á vatni og úrgangi. „Þetta er í rauninni alveg einstök stöð. Þetta er ein sú fullkomnasta í heimi. Við getum í raun endurnýtt um 99 prósent af vatninu. Í dag erum við aðeins að þróa okkur áfram. Við erum að setja um það bil 10 prósent af nýju vatni inn. En svo býður þessi stöð upp á að nota og safna þeim lífræna úrgangi sem verður til og það er hægt að búa til verðmæti úr því til framtíðar,“ segir Sigurður.Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish.Vísir.Í dag eru fjögur þúsund seiði í stöðinni sem fyrirtækið elur síðan í sláturstærð í sjókvíum. Innan þriggja ára gæti verðmæti afurða orðið um sextán milljarðar króna og ef áform um 40 þúsund tonna eldi ná fram gæti verðmætið orðið um 32 milljarðar á ári. Fyrirtækið er með svo kallaða ASC umhverfisvottun sem sögð er ein þekktasta og strangasta vottun sem hægt sé fá í fiskeldi og tekur meðal annars á umhverfisþáttum, dýravelferð, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Í dag vinna um 50 starfsmenn hjá fyrirtækinu en þeim gæti fjölgað mikið verði öll áform að veruleika. „Miðað við bara það sem er hér á suðursvæðinu yrði starfsemin hér á Vestfjörðum í kring um 350 til 400 bein störf með fiskeldi bara á þessu svæði. Það er náttúrlega aðeins meiri óvissa hvað varðar leyfin á norðanverðum Vestfjörðum, hvernig verður með opnun á Ísafjarðardjúpi sem við erum að berjast fyrir. En ég get talað um það sem er þá að gerast hér sem er 350 til 400 störf og annað eins af óbeinum störfum,“ segir Sigurður. Nú er búið að reisa tvo þriðju af seiðaeldisstöðinni sem getur framleitt fjórar milljónir af seiðum á ári en hún verður stækkuð fáist öll leyfi til meira eldis. „Það er ákveðið burðarþol sem búið er að gera á þessum fjörðum sem við erum með hér. Það er ákveðið hámark sem menn eru að reyna að vinna eftir,“ segir Sigurður Pétursson.
Fiskeldi Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent