Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, mun horfa á úrslitaleik sinna manna í Evrópudeildinni úr stúkunni en hann hefur verið dæmdur í langt bann af UEFA.
Simeone gjörsamlega tapaði sér í fyrri undanúrslitaleiknum gegn Arsenal þar sem hann fékk rautt spjald eftir tíu mínútur. Atletico fór áfram úr einvíginu, samtals 2-1, og spilar við Marseille í úrslitaleiknum.
Hann var einnig sektaður um tíu þúsund pund auk þess sem félagið hefur einnig verið sektað um sömu upphæð vegna hegðun stuðningsmanna liðsins sem köstuðu hlutum inn á völlinn.
Félagið hefur til 31. maí til þess að skila inn gagnrýni á bæði banni Simone og sektinni sem félagið fékk fyrir hegðun stuðningsmanna.
Simeone fékk langt bann og horfir á úrslitaleikinn úr stúkunni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn