Milljarðar til vegaframkvæmda Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 4. maí 2018 07:00 Ríkisstjórnin vill hraða uppbyggingu í vegamálum til að tryggja umferðaröryggi vegfarenda og treysta fjölbreytt atvinnulíf um land allt. Ríkisstjórnin samþykkti því að fjórir milljarðar króna færu aukalega núna strax til brýnna vegaframkvæmda. Með auknu fjármagni er hægt að setja aukinn kraft í yfirlagnir á vegum, malbik, viðhald malarvega, styrkingar og ýmsar endurbætur. Með auknu fjármagni er hægt að flýta mikilvægum vegabótum um land allt sem ella hefðu þurft að bíða, t.d. á Grindavíkurvegi og Borgarfjarðarvegi. Með auknu fjármagni fær Vegagerðin svigrúm til að forgangsraða og ráðstafa því fjármagni sem er til reiðu og leggja áherslu á fjölda brýnna verkefna sem setið hafa á hakanum og eru tilbúin til framkvæmda strax. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. Umtalsverða aukningu á fjármagni má sjá í fjármálaáætlun til næstu ára, eða 16,5 milljarða. Þá kallar síaukinn umferðarþungi á nýbyggingu og endurnýjun vega og nýjar leiðir í gjaldtöku á einstaka framkvæmdum. Margar brýnar framkvæmdir bíða og eru aðkallandi. Í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er unnið að því að skoða hvaða leiðir hægt sé að fara, t.d. með því að stofna félög um gerð einstakra mannvirkja og taka upp afnotagjöld. Sem dæmi má nefna leiðir á hringveginum þar sem ökumenn hafa þann valkost að aka aðrar leiðir og eru því ekki bundnir af því að greiða gjöldin. Valið stæði þá á milli nýju leiðarinnar og þeirrar gömlu. Í þeirri sviðsmynd má hugsa sér nýja brú yfir Ölfusá, nýjan veg um Mýrdal og göng í gegnum Reynisfjall, sem myndi færa umferð frá byggðinni í Vík, nýjan veg um Öxi og nýja leið um Sundabraut. Til vegaframkvæmda gætu því runnið allt að 150 milljarðar á næstu fimm til sex árum.Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin vill hraða uppbyggingu í vegamálum til að tryggja umferðaröryggi vegfarenda og treysta fjölbreytt atvinnulíf um land allt. Ríkisstjórnin samþykkti því að fjórir milljarðar króna færu aukalega núna strax til brýnna vegaframkvæmda. Með auknu fjármagni er hægt að setja aukinn kraft í yfirlagnir á vegum, malbik, viðhald malarvega, styrkingar og ýmsar endurbætur. Með auknu fjármagni er hægt að flýta mikilvægum vegabótum um land allt sem ella hefðu þurft að bíða, t.d. á Grindavíkurvegi og Borgarfjarðarvegi. Með auknu fjármagni fær Vegagerðin svigrúm til að forgangsraða og ráðstafa því fjármagni sem er til reiðu og leggja áherslu á fjölda brýnna verkefna sem setið hafa á hakanum og eru tilbúin til framkvæmda strax. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. Umtalsverða aukningu á fjármagni má sjá í fjármálaáætlun til næstu ára, eða 16,5 milljarða. Þá kallar síaukinn umferðarþungi á nýbyggingu og endurnýjun vega og nýjar leiðir í gjaldtöku á einstaka framkvæmdum. Margar brýnar framkvæmdir bíða og eru aðkallandi. Í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er unnið að því að skoða hvaða leiðir hægt sé að fara, t.d. með því að stofna félög um gerð einstakra mannvirkja og taka upp afnotagjöld. Sem dæmi má nefna leiðir á hringveginum þar sem ökumenn hafa þann valkost að aka aðrar leiðir og eru því ekki bundnir af því að greiða gjöldin. Valið stæði þá á milli nýju leiðarinnar og þeirrar gömlu. Í þeirri sviðsmynd má hugsa sér nýja brú yfir Ölfusá, nýjan veg um Mýrdal og göng í gegnum Reynisfjall, sem myndi færa umferð frá byggðinni í Vík, nýjan veg um Öxi og nýja leið um Sundabraut. Til vegaframkvæmda gætu því runnið allt að 150 milljarðar á næstu fimm til sex árum.Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun