Annar leikur liðanna er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 í kvöld en þá hefur Seinni bylgjan upphitun. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir deildarmeistara ÍBV sem unnu 24-22 sigur á heimavelli í fyrsta leiknum.
Nú var komið að þrautabraut á Olís-stöðinni í Norðingaholti en þar mættustu Hafnfirðingurinn Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður ÍBV, og Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson, hornamaður Hauka. Þeir áttu erfitt uppdráttar í mikilli rigningu en létu það nú ekki skemma fyrir sér.
Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að neðan.