Handbolti

Aron og Hákon Daði kepptu í þrautabraut á bensínstöð | Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hákon Daði reynir að skrúfa boltann inn á Olís-stöðina.
Hákon Daði reynir að skrúfa boltann inn á Olís-stöðina.
Olís heldur áfram að hita upp fyrir einvígin í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta en að þessu sinni er komið að undanúrslitarimmu ÍBV og Hauka. Liðin eru reyndar búin að mætast einu sinni en þau þjófstörtuðu undanúrslitunum í síðustu viku vegna þátttöku Eyjamanna í Evrópu.

Annar leikur liðanna er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 í kvöld en þá hefur Seinni bylgjan upphitun. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir deildarmeistara ÍBV sem unnu 24-22 sigur á heimavelli í fyrsta leiknum.

Nú var komið að þrautabraut á Olís-stöðinni í Norðingaholti en þar mættustu Hafnfirðingurinn Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður ÍBV, og Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson, hornamaður Hauka. Þeir áttu erfitt uppdráttar í mikilli rigningu en létu það nú ekki skemma fyrir sér.

Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×