Segir reynt að torvelda aðgang að upplýsingum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. maí 2018 06:00 Björn Leví Gunnarsson telst sennilega til forvitnari þingmanna kjörtímabilsins. Vísir/ernir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur fjármögnun Vaðlaheiðarganga fara í bága við EES-samninginn, meðal annars vegna ábyrgðargjalds sem ekki er innheimt af ríkisábyrgðinni eins og kveðið er á um í 6. grein laga um ríkisábyrgð. Umræddu ákvæði var breytt árið 2011 til að bregðast við niðurstöðu ESA um að ríkisábyrgð sé aðeins heimil að því gefnu að hæfilegt ábyrgðargjald sé greitt fyrir hana sem svari að fullu til þeirrar ívilnunar sem viðkomandi nýtur í formi hagstæðari kjara umfram þau kjör sem almennt bjóðast á markaði án ríkisábyrgðar. Vaðlaheiðargöng hf. greiddu hins vegar svokallað áhættugjald sem nam 0,6 prósentum af lánsfjárhæðinni og losnaði þar með undan ábyrgðargjaldinu eins og 7. grein laganna kveður á um. Björn segir í samtali við Fréttablaðið að kanna þurfi hvað ráði því hverju sinni hvort ríkisábyrgðarþegar greiði áhættugjald eða ábyrgðargjald, en hann telur einsýnt að í tilviki Vaðlaheiðarganga hefði ábyrgðargjaldið orðið mun hærra en áhættugjaldið sem innheimt var hjá Vaðlaheiðargöngum hf. Björn hefur ítrekað reynt að afla upplýsinga hjá stjórnvöldum til að varpa megi ljósi á málsmeðferðina í tengslum við veitingu ríkisábyrgðarinnar en segir svörin sem hann fái ævinlega hafa verið misvísandi. Hann ákvað því að hætta að óska eftir minnisblöðum og spyrja spurninga en kalla frekar eftir öllum gögnum sem til eru í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um málið.Til stendur að Vaðlaheiðargöng opni í vetur.Vísir/auðunnÁ fundi fjárlaganefndar 22. apríl síðastliðinn óskaði hann eftir því að nefndin fengi öll gögn frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um ríkisábyrgðina sem varpað gætu ljósi á aðdraganda þess að ábyrgðin var veitt, bæði ráðleggingar og samskipti sérfræðinga innan ráðuneytisins og milli aðila sem komu að málinu á einhvern hátt. Björn segir þó einhverrar tregðu gæta í fjárlaganefnd gagnvart þessari upplýsingabeiðni enda sé hún enn ekki farin til ráðuneytisins frá nefndinni, þrátt fyrir að tilskilinn fjöldi nefndarmanna hafi skrifað undir beiðnina. „Það er allt gert til að koma í veg fyrir að það þurfi að afhenda þessi gögn. Ég er stöðugt að minna á að ég vilji fá þau en beiðnin er enn ekki farin til ráðuneytisins frá nefndinni,“ segir Björn en málið hefur verið til umræðu í nefndinni undanfarna daga. Björn kveður þá nefndarmenn sem standa að beiðninni ítrekað hafa verið spurða hvort þeir væru vissir um að þeir þyrftu og vildu þessi gögn og hvort ekki dygði að kalla eftir minnisblaði frá ráðuneytinu og nýju lögfræðiáliti. Björn kvaðst hafa tekið hugmynd að lögfræðiáliti fagnandi og er hann þegar búinn að draga upp drög að ítarlegum spurningalista í 14 liðum fyrir það álit en vilji engu að síður fá hrágögnin úr ráðuneytinu enda lítið gagn að lögfræðiálitinu einu, enda þurfi hann ekki lagatúlkun heldur upplýsingar um framkvæmdina og feril málsins í ráðuneytinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Ekki þarf að stansa til að aka um Vaðlaheiðargöng Greiðsla fyrir að aka um Vaðlaheiðargöngin verður rafræn og mun þar af leiðandi engin mönnuð stöð vera við annan enda ganganna til að rukka ökumenn. Hægt verður að kaupa miða í gegnum göngin á netinu eða í appi í snjalltækjum. Þeir sem greiða ekki en fara um göngin fá sendan greiðsluseðil. 11. janúar 2018 06:00 Kjördæmapólitík ræður vegabótum Fjárveitingar til vegabóta eru í engu samræmi við slysatölfræði. Hægt væri að fækka alvarlegum umferðarslysum stórkostlega á stuttum tíma, væri það gert. Á samgönguáætlun eru vegabætur á tveimur af 20 hættulegustu vegköflunum. 26. maí 2017 07:00 Ríkið lánar 4,7 milljarða króna vegna Vaðlaheiðarganga Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. 8. apríl 2017 08:26 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur fjármögnun Vaðlaheiðarganga fara í bága við EES-samninginn, meðal annars vegna ábyrgðargjalds sem ekki er innheimt af ríkisábyrgðinni eins og kveðið er á um í 6. grein laga um ríkisábyrgð. Umræddu ákvæði var breytt árið 2011 til að bregðast við niðurstöðu ESA um að ríkisábyrgð sé aðeins heimil að því gefnu að hæfilegt ábyrgðargjald sé greitt fyrir hana sem svari að fullu til þeirrar ívilnunar sem viðkomandi nýtur í formi hagstæðari kjara umfram þau kjör sem almennt bjóðast á markaði án ríkisábyrgðar. Vaðlaheiðargöng hf. greiddu hins vegar svokallað áhættugjald sem nam 0,6 prósentum af lánsfjárhæðinni og losnaði þar með undan ábyrgðargjaldinu eins og 7. grein laganna kveður á um. Björn segir í samtali við Fréttablaðið að kanna þurfi hvað ráði því hverju sinni hvort ríkisábyrgðarþegar greiði áhættugjald eða ábyrgðargjald, en hann telur einsýnt að í tilviki Vaðlaheiðarganga hefði ábyrgðargjaldið orðið mun hærra en áhættugjaldið sem innheimt var hjá Vaðlaheiðargöngum hf. Björn hefur ítrekað reynt að afla upplýsinga hjá stjórnvöldum til að varpa megi ljósi á málsmeðferðina í tengslum við veitingu ríkisábyrgðarinnar en segir svörin sem hann fái ævinlega hafa verið misvísandi. Hann ákvað því að hætta að óska eftir minnisblöðum og spyrja spurninga en kalla frekar eftir öllum gögnum sem til eru í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um málið.Til stendur að Vaðlaheiðargöng opni í vetur.Vísir/auðunnÁ fundi fjárlaganefndar 22. apríl síðastliðinn óskaði hann eftir því að nefndin fengi öll gögn frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um ríkisábyrgðina sem varpað gætu ljósi á aðdraganda þess að ábyrgðin var veitt, bæði ráðleggingar og samskipti sérfræðinga innan ráðuneytisins og milli aðila sem komu að málinu á einhvern hátt. Björn segir þó einhverrar tregðu gæta í fjárlaganefnd gagnvart þessari upplýsingabeiðni enda sé hún enn ekki farin til ráðuneytisins frá nefndinni, þrátt fyrir að tilskilinn fjöldi nefndarmanna hafi skrifað undir beiðnina. „Það er allt gert til að koma í veg fyrir að það þurfi að afhenda þessi gögn. Ég er stöðugt að minna á að ég vilji fá þau en beiðnin er enn ekki farin til ráðuneytisins frá nefndinni,“ segir Björn en málið hefur verið til umræðu í nefndinni undanfarna daga. Björn kveður þá nefndarmenn sem standa að beiðninni ítrekað hafa verið spurða hvort þeir væru vissir um að þeir þyrftu og vildu þessi gögn og hvort ekki dygði að kalla eftir minnisblaði frá ráðuneytinu og nýju lögfræðiáliti. Björn kvaðst hafa tekið hugmynd að lögfræðiáliti fagnandi og er hann þegar búinn að draga upp drög að ítarlegum spurningalista í 14 liðum fyrir það álit en vilji engu að síður fá hrágögnin úr ráðuneytinu enda lítið gagn að lögfræðiálitinu einu, enda þurfi hann ekki lagatúlkun heldur upplýsingar um framkvæmdina og feril málsins í ráðuneytinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Ekki þarf að stansa til að aka um Vaðlaheiðargöng Greiðsla fyrir að aka um Vaðlaheiðargöngin verður rafræn og mun þar af leiðandi engin mönnuð stöð vera við annan enda ganganna til að rukka ökumenn. Hægt verður að kaupa miða í gegnum göngin á netinu eða í appi í snjalltækjum. Þeir sem greiða ekki en fara um göngin fá sendan greiðsluseðil. 11. janúar 2018 06:00 Kjördæmapólitík ræður vegabótum Fjárveitingar til vegabóta eru í engu samræmi við slysatölfræði. Hægt væri að fækka alvarlegum umferðarslysum stórkostlega á stuttum tíma, væri það gert. Á samgönguáætlun eru vegabætur á tveimur af 20 hættulegustu vegköflunum. 26. maí 2017 07:00 Ríkið lánar 4,7 milljarða króna vegna Vaðlaheiðarganga Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. 8. apríl 2017 08:26 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Ekki þarf að stansa til að aka um Vaðlaheiðargöng Greiðsla fyrir að aka um Vaðlaheiðargöngin verður rafræn og mun þar af leiðandi engin mönnuð stöð vera við annan enda ganganna til að rukka ökumenn. Hægt verður að kaupa miða í gegnum göngin á netinu eða í appi í snjalltækjum. Þeir sem greiða ekki en fara um göngin fá sendan greiðsluseðil. 11. janúar 2018 06:00
Kjördæmapólitík ræður vegabótum Fjárveitingar til vegabóta eru í engu samræmi við slysatölfræði. Hægt væri að fækka alvarlegum umferðarslysum stórkostlega á stuttum tíma, væri það gert. Á samgönguáætlun eru vegabætur á tveimur af 20 hættulegustu vegköflunum. 26. maí 2017 07:00
Ríkið lánar 4,7 milljarða króna vegna Vaðlaheiðarganga Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. 8. apríl 2017 08:26