Skagamenn féllu úr Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð ásamt Ólafsvíkingum en Ólsurum er einmitt spáð 2. sæti deildarinnar og þar með sæti í Pepsi-deildinni ásamt ÍA næsta sumar. Vesturlandið snýr því aftur í efstu deild ef spáin rætist.
Nýliðum Njarðvíkur er spáð falli sem og Leikni úr Breiðholti sem kemur nokkuð á óvart en Leiknir var síðast í Pepsi-deildinni í fyrsta og eina skiptið árið 2015. Hinir nýliðarnir, Magni, halda sæti sínu í deildinni.
Spáin fyrir Inkasso-deild karla:
1. ÍA 358
2. Víkingur Ó. 318
3. Þróttur 288
4. Þór 269
5. HK 264
6. Fram 214
7. Selfoss 178
8. Haukar 134
9. ÍR 104
10. Magni 102
11. Leiknir 78
12. Njarðvík 36
Inkasso og KSÍ skrifuðu rétt í þessu undir nýjan samstarfssamning til þriggja ára sem felur í sér að 1. deild karla og kvenna mun bera nafn Inkasso næstu þrjú árin. pic.twitter.com/Lx3Hh0lKmu
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 2, 2018
Keflavík fylgir Fylki upp um deild en Hamrarnir og Sindri fara niður ef marka má spánna. Skagakonur og Haukar verða í baráttu við Fylki og Keflavík en Haukarnir féllu úr Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð.
Spáin fyrir Inkasso-deild kvenna:
1. Fylkir 297
2. Keflavík 257
3. ÍA 228
4. Haukar 215
5. Þróttur 153
6. Fjölnir 135
7. ÍR 119
8. Afturelding/Fram 116
9. Hamrarnir 97
10. Sindri 32