Varamaðurinn sem er búinn að taka yfir úrslitakeppnina Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2018 10:30 Einar Sverrisson fór á kostum í gærkvöldi þriðja leikinn í röð. mynd/selfoss Selfoss komst í gærkvöldi í 2-1 í undanúrslitarimmu liðsins á móti FH í Olís-deild karla í handbolta með sigri í Vallaskóla, 31-29. FH fær tækifæri til að jafna einvígið á heimavelli á laugardaginn þegar að liðin mætast klukkan 19.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Þriðja leikinn í röð var Einar Sverrisson, rétthent skytta í liði Selfoss, markahæstur í liði heimamanna en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Hann er búinn að skora ellefu mörk í öllum þremur leikjunum á móti FH eða 33 mörk í heildina sem er þriðjungur marka Selfyssinga sem eru búnir að skora 100 mörk í einvíginu. Einar er markahæstur allra í einvíginu og hefur einfaldlega verið langbestur allra í þessari rimmu. Hann er er búinn að skora ellefu mörk að meðaltali í leik með 87 prósent skotnýtingu sem er algjörlega fáránlegt. Þessi hávaxna skytta skorar nánast úr hverju einasta skoti.Einar Sverrisson skorar og skorar fyrir Selfyssinga á móti FH.mynd/selfossAf bekknum í byrjunarliðið Til viðbótar er hann að gefa tæpar tvær stoðsendingar í leik, taka eitt frákast, verja eitt skot í hávörninni og er með fjórar löglegar stöðvanir. Þetta má sjá í samantekt HB Statz fyrir undanúrslitin en einnig má sjá heildartölfræði fyrir úrslitakeppnina. Það sem er enn merkilegra við þessa svakalegu frammistöðu Einars er að hann er ekki einu sinni byrjunarliðsmaður. Einar hefur verið kallaður besti áttundi maður deildarinnar en hann byrjar vanalega á bekknum fyrir Elvar Örn Jónsson sem var valinn besta vinstri skytta Olís-deildarinnar í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD. Einar hefur nú hrifsað til sín sæti í byrjunarliðinu en það er líka vegna þess að hann er að bæta leik sinn gríðarlega frá deildarkeppninni inn í úrslitakeppnina. Hægt er að sjá muninn á frammistöðu leikmanna í deildarkeppninni og úrslitakeppninni með því að smella hér og fara í „Tölfræði leikmanna +/-“. Einar er að skora 4,3 mörkum meira að meðaltali í leik í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni og með 23 prósent betri skotnýtingu. Hann er að bæta við sögu í öllum tölfræðiþáttum og því kemur ekkert á óvart að hann byrjaði síðasta leik á móti FH.Statz línan hjá Einari Sverrissyni í þessum 3 leikjum á móti FH:11.0 mörk (89%) - 1.7 stoðsendingar - 1.0 tapaðir boltar - 4.0 löglegar stöðvaðir - 0.7 varðir boltar Talandi um að stiga upp #handbolti #olisdeildin @Seinnibylgjan @selfosshandb— HBStatz (@HBSstatz) May 1, 2018 Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 31-29 | Selfyssingar komnir yfir í einvíginu Selfoss sigraði FH með tveimur mörkum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. 1. maí 2018 21:45 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Selfoss komst í gærkvöldi í 2-1 í undanúrslitarimmu liðsins á móti FH í Olís-deild karla í handbolta með sigri í Vallaskóla, 31-29. FH fær tækifæri til að jafna einvígið á heimavelli á laugardaginn þegar að liðin mætast klukkan 19.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD. Þriðja leikinn í röð var Einar Sverrisson, rétthent skytta í liði Selfoss, markahæstur í liði heimamanna en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Hann er búinn að skora ellefu mörk í öllum þremur leikjunum á móti FH eða 33 mörk í heildina sem er þriðjungur marka Selfyssinga sem eru búnir að skora 100 mörk í einvíginu. Einar er markahæstur allra í einvíginu og hefur einfaldlega verið langbestur allra í þessari rimmu. Hann er er búinn að skora ellefu mörk að meðaltali í leik með 87 prósent skotnýtingu sem er algjörlega fáránlegt. Þessi hávaxna skytta skorar nánast úr hverju einasta skoti.Einar Sverrisson skorar og skorar fyrir Selfyssinga á móti FH.mynd/selfossAf bekknum í byrjunarliðið Til viðbótar er hann að gefa tæpar tvær stoðsendingar í leik, taka eitt frákast, verja eitt skot í hávörninni og er með fjórar löglegar stöðvanir. Þetta má sjá í samantekt HB Statz fyrir undanúrslitin en einnig má sjá heildartölfræði fyrir úrslitakeppnina. Það sem er enn merkilegra við þessa svakalegu frammistöðu Einars er að hann er ekki einu sinni byrjunarliðsmaður. Einar hefur verið kallaður besti áttundi maður deildarinnar en hann byrjar vanalega á bekknum fyrir Elvar Örn Jónsson sem var valinn besta vinstri skytta Olís-deildarinnar í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD. Einar hefur nú hrifsað til sín sæti í byrjunarliðinu en það er líka vegna þess að hann er að bæta leik sinn gríðarlega frá deildarkeppninni inn í úrslitakeppnina. Hægt er að sjá muninn á frammistöðu leikmanna í deildarkeppninni og úrslitakeppninni með því að smella hér og fara í „Tölfræði leikmanna +/-“. Einar er að skora 4,3 mörkum meira að meðaltali í leik í úrslitakeppninni en í deildarkeppninni og með 23 prósent betri skotnýtingu. Hann er að bæta við sögu í öllum tölfræðiþáttum og því kemur ekkert á óvart að hann byrjaði síðasta leik á móti FH.Statz línan hjá Einari Sverrissyni í þessum 3 leikjum á móti FH:11.0 mörk (89%) - 1.7 stoðsendingar - 1.0 tapaðir boltar - 4.0 löglegar stöðvaðir - 0.7 varðir boltar Talandi um að stiga upp #handbolti #olisdeildin @Seinnibylgjan @selfosshandb— HBStatz (@HBSstatz) May 1, 2018
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 31-29 | Selfyssingar komnir yfir í einvíginu Selfoss sigraði FH með tveimur mörkum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. 1. maí 2018 21:45 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - FH 31-29 | Selfyssingar komnir yfir í einvíginu Selfoss sigraði FH með tveimur mörkum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. 1. maí 2018 21:45