Rekstrartap Valitors jókst um milljarð Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 2. maí 2018 07:00 Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur vaxið hratt á undanförnum árum, meðal annars með yfirtökum á breskum fyrirtækjum Vísir/Stefán Eignarhaldsfélagið Valitor Holding, dótturfélag Arion banka, skilaði um 1.483 milljóna króna rekstrartapi í fyrra og jókst það um rúmlega 1.070 milljónir á milli ára. Þá var afkoma greiðslukortafyrirtækisins fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) neikvæð um 648 milljónir, sem er meðal annars tilkomið vegna 275 milljóna einskiptiskostnaðar, miðað við EBITDA-hagnað upp á 416 milljónir á árinu 2016. Fram kemur í skýringum með nýbirtum ársreikningi að gert sé ráð fyrir því í fimm ára áætlun kortafyrirtækisins að það skili rekstrarhagnaði innan fáeinna ára og að reksturinn verði orðinn arðbær innan næstu fimm ára. Í skýringunum segir jafnframt að síðasta ár hafi verið „krefjandi“ og sú verði áfram raunin á næstu árum á meðan samstæðan haldi áfram að fjárfesta í nýjum lausnum sem muni skila auknum tekjum í framtíðinni. Samstæðan fórni þannig „skammtímahagnaði fyrir lengri tíma virðissköpun“. Í bréfi Viðars Þorkelssonar, forstjóra Valitors, sem birt er með ársreikningnum, segir hann að stjórn félagsins hafi samþykkt í desember á síðasta ári nýja stefnu þar sem áhersla er lögð á auknar fjárfestingar í rannsóknum og þróun og jafnframt sölu- og markaðsmálum. Valitor hefur vaxið hratt á erlendri grundu á undanförnum árum, meðal annars með yfirtöku fyrirtækja, en sem dæmi keypti félagið bresku greiðslumiðlunarfyrirtækin Chip and Pin Solutions og IPS fyrir samtals 1.450 milljónir króna á síðasta ári. Eva Cederbalk, stjórnarformaður Arion banka, sagði í viðtali við ViðskiptaMoggann fyrr á árinu að áform væru um frekari vöxt Valitors erlendis. Slíkt kallaði á umtalsverða fjárfestingu sem væri ekki án áhættu. „Ég myndi telja æskilegt fyrir framtíð þess félags að til dæmis fjölga í eigendahópi eða breyta eignarhaldi með einhverjum hætti,“ sagði hún.Missa stóran viðskiptavin Viðar nefnir að kortafyrirtækið hafi glímt við miklar áskoranir á síðasta ári. Fyrir það fyrsta hafi styrking krónunnar hækkað kostnað félagsins, en meirihluti tekna þess sé í erlendri mynt, og það sama megi segja um launahækkanir. „Greinendur gera ekki ráð fyrir því að krónan veikist í nánustu framtíð, þannig að til þess að bregðast við því greip Valitor til skipulagsbreytinga um haustið,“ nefnir Viðar í bréfinu.Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor.ValitorRekur hann að hluti starfseminnar hafi verið færður úr landi og til skrifstofu Chip and Pin Solutions í Bretlandi. Rekstrargjöld félagsins námu 21,5 milljörðum króna á síðasta ári og hækkuðu um 38 prósent á milli ára. Þar af námu laun og launatengd gjöld 3.645 milljónum króna á árinu og hækkuðu um tæp 30 prósent á milli ára, en starfsmönnum samstæðunnar fjölgaði alls um 88 á árinu. Voru þeir 360 talsins á sex skrifstofum félagsins í lok árs 2017. Viðar greinir auk þess frá því að stærsta samstarfsfyrirtæki Valitors hafi tilkynnt félaginu að það hafi hug á því að bjóða sjálft upp á sömu þjónustu og Valitor veitir. Verður viðskiptum félaganna hætt á þessu ári. Valitor hefur frá sumrinu 2015 starfað sem færsluhirðir fyrir umrætt félag, hið bandaríska Stripe, en saman unnu félögin að því að innleiða greiðsluleiðina ApplePay í Bretlandi. Valitor var á sínum tíma eitt af sex fyrirtækjum úr hópi 150 fyrirtækja á Evrópumarkaði til þess að þjónusta ApplePay. Segir Viðar að ákvörðun Stripe muni hafa neikvæð áhrif á tekjur kortafyrirtækisins. Í þriðja lagi nefnir forstjórinn að vaxandi samkeppni á greiðslumarkaði setji þrýsting á framlegð. Tækniþróun hafi aldrei verið örari en á síðustu árum og þá muni breytt löggjöf, sér í lagi nýjar reglugerðir Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu og persónuvernd, hafa mikil áhrif á markaðinn. Rekstrartekjur Valitors Holding námu tæpum 20 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 4,9 milljarða á milli ára. Hagnaður samstæðunnar nam 940 milljónum króna en hann skýrist að miklu leyti af hlutdeild Valitors í tekjum Visa í Evrópu en hlutdeildargreiðslan er tilkomin vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa í Evrópu í nóvember 2015. Stjórn greiðslukortafyrirtækisins lagði til að ekki yrði greiddur út arður í ár vegna síðasta rekstrarárs. Ekki aðgreint frá Arion að sinni Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum réð andstaða innan stjórnkerfisins og á meðal sumra ráðherra ríkisstjórnarinnar mestu um að fallið var frá áformum um að aðgreina Valitor frá Arion banka áður en kemur að skráningu, þannig að bréf félagsins yrðu greidd út í arð til hluthafa. Einstakir ráðherrar mátu það svo að slík arðgreiðsla væri ekki til þess fallin að auka traust á fjármálakerfinu og færi mögulega gegn ákvæðum stöðugleikaskilyrða Kaupþings. Kaupþing, sem hyggst selja allt að 55 prósenta hlut sinn í bankanum í útboði síðar á árinu, taldi sér ekki fært að fara gegn afstöðu stjórnvalda í þessu máli Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00 Andstaða stjórnvalda stoppaði arðgreiðslu Kaupþing og vogunarsjóðir hættu við að greiða Valitor út í arð vegna andstöðu við þau áform innan stjórnkerfisins og á meðal einstakra ráðherra. Slík ráðstöfun væri engu að síður líkleg til að skila ríkinu hærra stöðugleikaframlagi. 4. apríl 2018 07:00 Valitor ekki greitt út í arð fyrir útboð Arion Stjórn bankans hefur lagt áform um að ráðstafa hlutabréfum í kortafyrirtækinu í arðgreiðslu til hliðar í bili. Slík ráðstöfun myndi virkja kauprétt vogunarsjóða að 21 prósents hlut í Valitor. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Valitor Holding, dótturfélag Arion banka, skilaði um 1.483 milljóna króna rekstrartapi í fyrra og jókst það um rúmlega 1.070 milljónir á milli ára. Þá var afkoma greiðslukortafyrirtækisins fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) neikvæð um 648 milljónir, sem er meðal annars tilkomið vegna 275 milljóna einskiptiskostnaðar, miðað við EBITDA-hagnað upp á 416 milljónir á árinu 2016. Fram kemur í skýringum með nýbirtum ársreikningi að gert sé ráð fyrir því í fimm ára áætlun kortafyrirtækisins að það skili rekstrarhagnaði innan fáeinna ára og að reksturinn verði orðinn arðbær innan næstu fimm ára. Í skýringunum segir jafnframt að síðasta ár hafi verið „krefjandi“ og sú verði áfram raunin á næstu árum á meðan samstæðan haldi áfram að fjárfesta í nýjum lausnum sem muni skila auknum tekjum í framtíðinni. Samstæðan fórni þannig „skammtímahagnaði fyrir lengri tíma virðissköpun“. Í bréfi Viðars Þorkelssonar, forstjóra Valitors, sem birt er með ársreikningnum, segir hann að stjórn félagsins hafi samþykkt í desember á síðasta ári nýja stefnu þar sem áhersla er lögð á auknar fjárfestingar í rannsóknum og þróun og jafnframt sölu- og markaðsmálum. Valitor hefur vaxið hratt á erlendri grundu á undanförnum árum, meðal annars með yfirtöku fyrirtækja, en sem dæmi keypti félagið bresku greiðslumiðlunarfyrirtækin Chip and Pin Solutions og IPS fyrir samtals 1.450 milljónir króna á síðasta ári. Eva Cederbalk, stjórnarformaður Arion banka, sagði í viðtali við ViðskiptaMoggann fyrr á árinu að áform væru um frekari vöxt Valitors erlendis. Slíkt kallaði á umtalsverða fjárfestingu sem væri ekki án áhættu. „Ég myndi telja æskilegt fyrir framtíð þess félags að til dæmis fjölga í eigendahópi eða breyta eignarhaldi með einhverjum hætti,“ sagði hún.Missa stóran viðskiptavin Viðar nefnir að kortafyrirtækið hafi glímt við miklar áskoranir á síðasta ári. Fyrir það fyrsta hafi styrking krónunnar hækkað kostnað félagsins, en meirihluti tekna þess sé í erlendri mynt, og það sama megi segja um launahækkanir. „Greinendur gera ekki ráð fyrir því að krónan veikist í nánustu framtíð, þannig að til þess að bregðast við því greip Valitor til skipulagsbreytinga um haustið,“ nefnir Viðar í bréfinu.Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor.ValitorRekur hann að hluti starfseminnar hafi verið færður úr landi og til skrifstofu Chip and Pin Solutions í Bretlandi. Rekstrargjöld félagsins námu 21,5 milljörðum króna á síðasta ári og hækkuðu um 38 prósent á milli ára. Þar af námu laun og launatengd gjöld 3.645 milljónum króna á árinu og hækkuðu um tæp 30 prósent á milli ára, en starfsmönnum samstæðunnar fjölgaði alls um 88 á árinu. Voru þeir 360 talsins á sex skrifstofum félagsins í lok árs 2017. Viðar greinir auk þess frá því að stærsta samstarfsfyrirtæki Valitors hafi tilkynnt félaginu að það hafi hug á því að bjóða sjálft upp á sömu þjónustu og Valitor veitir. Verður viðskiptum félaganna hætt á þessu ári. Valitor hefur frá sumrinu 2015 starfað sem færsluhirðir fyrir umrætt félag, hið bandaríska Stripe, en saman unnu félögin að því að innleiða greiðsluleiðina ApplePay í Bretlandi. Valitor var á sínum tíma eitt af sex fyrirtækjum úr hópi 150 fyrirtækja á Evrópumarkaði til þess að þjónusta ApplePay. Segir Viðar að ákvörðun Stripe muni hafa neikvæð áhrif á tekjur kortafyrirtækisins. Í þriðja lagi nefnir forstjórinn að vaxandi samkeppni á greiðslumarkaði setji þrýsting á framlegð. Tækniþróun hafi aldrei verið örari en á síðustu árum og þá muni breytt löggjöf, sér í lagi nýjar reglugerðir Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu og persónuvernd, hafa mikil áhrif á markaðinn. Rekstrartekjur Valitors Holding námu tæpum 20 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 4,9 milljarða á milli ára. Hagnaður samstæðunnar nam 940 milljónum króna en hann skýrist að miklu leyti af hlutdeild Valitors í tekjum Visa í Evrópu en hlutdeildargreiðslan er tilkomin vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa í Evrópu í nóvember 2015. Stjórn greiðslukortafyrirtækisins lagði til að ekki yrði greiddur út arður í ár vegna síðasta rekstrarárs. Ekki aðgreint frá Arion að sinni Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum réð andstaða innan stjórnkerfisins og á meðal sumra ráðherra ríkisstjórnarinnar mestu um að fallið var frá áformum um að aðgreina Valitor frá Arion banka áður en kemur að skráningu, þannig að bréf félagsins yrðu greidd út í arð til hluthafa. Einstakir ráðherrar mátu það svo að slík arðgreiðsla væri ekki til þess fallin að auka traust á fjármálakerfinu og færi mögulega gegn ákvæðum stöðugleikaskilyrða Kaupþings. Kaupþing, sem hyggst selja allt að 55 prósenta hlut sinn í bankanum í útboði síðar á árinu, taldi sér ekki fært að fara gegn afstöðu stjórnvalda í þessu máli
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00 Andstaða stjórnvalda stoppaði arðgreiðslu Kaupþing og vogunarsjóðir hættu við að greiða Valitor út í arð vegna andstöðu við þau áform innan stjórnkerfisins og á meðal einstakra ráðherra. Slík ráðstöfun væri engu að síður líkleg til að skila ríkinu hærra stöðugleikaframlagi. 4. apríl 2018 07:00 Valitor ekki greitt út í arð fyrir útboð Arion Stjórn bankans hefur lagt áform um að ráðstafa hlutabréfum í kortafyrirtækinu í arðgreiðslu til hliðar í bili. Slík ráðstöfun myndi virkja kauprétt vogunarsjóða að 21 prósents hlut í Valitor. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00
Andstaða stjórnvalda stoppaði arðgreiðslu Kaupþing og vogunarsjóðir hættu við að greiða Valitor út í arð vegna andstöðu við þau áform innan stjórnkerfisins og á meðal einstakra ráðherra. Slík ráðstöfun væri engu að síður líkleg til að skila ríkinu hærra stöðugleikaframlagi. 4. apríl 2018 07:00
Valitor ekki greitt út í arð fyrir útboð Arion Stjórn bankans hefur lagt áform um að ráðstafa hlutabréfum í kortafyrirtækinu í arðgreiðslu til hliðar í bili. Slík ráðstöfun myndi virkja kauprétt vogunarsjóða að 21 prósents hlut í Valitor. 15. mars 2018 06:00