Voru vondaufir um björgun á jöklinum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. maí 2018 19:11 Ferðamennirnir tveir sem bjargað var ofan af Vatnajökli í nótt voru vondaufir um að þeim yrði bjargað eftir að hafa lent í stóru snjóflóði. Afar slæmt veður var á jöklinum fyrripart nætur og þurftu mennirnir að grafa sig í fönn. Björgunarsveitarmenn komu með ferðamennina tvo til Hornafjarðar um klukkan eitt í dag en þá höfðu þeir verið á ferðinni frá því um klukkan hálf fjögur í nótt eftir að þeir fundust.Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað.Björgunarfélag Hornafjarðar.Mennirnir sendu frá sér neyðarboð um kvöldmatarleitið í gær þar sem þeir voru staddir undir Grímsfjalli. Þeir höfðu verið á fjallinu í um viku tíma og ætlað sér að ganga yfir jökulinn. Þeir höfðu skilið eftir ítarlega ferðaáætlun á vefnum safetravel.is. Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað með undanfara á vélsleðum í broddi fylkingar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði að aðstæður á jöklinum hafi verið afar slæmar en ferð vélsleðamanna hafi þó sóst nokkuð vel. Þurftu þeir þó að bíða af sér veðrið í um eina og hálfa klukkustund í skála við Grímsvötn. Við leitina uppgötvaðist að stórt snjóflóð hafði fallið úr Grímsfjalli og líklegt að mennirnir hefðu lent undir því. Eftir að veður hafði lægt var farið til leitar og fundust mennirnir í um kílómetra fjarlægð frá skálanum við Grímsvötn. Þeir höfðu þá grafið sig í fönn.Mennirnir voru vondaufir um björgun á jöklinum.Björgunarfélag HornafjarðarVoruð þið báðir vissir um að ykkur yrði bjargað? „Nei! Við settum samt ferðaáætlun á www.safetravel.is. Við vissum að neyðarboðin myndu skila sér,“ sagði Alpar Katona, fjallgöngumaður. Í snjóflóðinu töpuðu þeir nær öllum búnaði sínum. Eins og gefur að skilja voru þeir afar ánægðir þegar björgunarsveitarmenn fundu þá. „Það var magnað. Við reyndum að sofa en skyndilega heyrði ég fótatak. Þá varð ég vongóður,“ sagði Zoltan Azenasi, fjallgöngumaður. Svo sáum við mennina. Frá þeirri stundu gátum við slakað á,“ sagði Alpar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði í samtali við fréttastofu í dag að mennirnir tveir hafi brugðist hárrétt við þeim aðstæðum sem þeim voru komnir í. Þeir hafa hug á að halda ferðalagi sínu áfram en ætla bíða með að fara á jökulinn aftur. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Ferðamennirnir tveir sem bjargað var ofan af Vatnajökli í nótt voru vondaufir um að þeim yrði bjargað eftir að hafa lent í stóru snjóflóði. Afar slæmt veður var á jöklinum fyrripart nætur og þurftu mennirnir að grafa sig í fönn. Björgunarsveitarmenn komu með ferðamennina tvo til Hornafjarðar um klukkan eitt í dag en þá höfðu þeir verið á ferðinni frá því um klukkan hálf fjögur í nótt eftir að þeir fundust.Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað.Björgunarfélag Hornafjarðar.Mennirnir sendu frá sér neyðarboð um kvöldmatarleitið í gær þar sem þeir voru staddir undir Grímsfjalli. Þeir höfðu verið á fjallinu í um viku tíma og ætlað sér að ganga yfir jökulinn. Þeir höfðu skilið eftir ítarlega ferðaáætlun á vefnum safetravel.is. Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað með undanfara á vélsleðum í broddi fylkingar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði að aðstæður á jöklinum hafi verið afar slæmar en ferð vélsleðamanna hafi þó sóst nokkuð vel. Þurftu þeir þó að bíða af sér veðrið í um eina og hálfa klukkustund í skála við Grímsvötn. Við leitina uppgötvaðist að stórt snjóflóð hafði fallið úr Grímsfjalli og líklegt að mennirnir hefðu lent undir því. Eftir að veður hafði lægt var farið til leitar og fundust mennirnir í um kílómetra fjarlægð frá skálanum við Grímsvötn. Þeir höfðu þá grafið sig í fönn.Mennirnir voru vondaufir um björgun á jöklinum.Björgunarfélag HornafjarðarVoruð þið báðir vissir um að ykkur yrði bjargað? „Nei! Við settum samt ferðaáætlun á www.safetravel.is. Við vissum að neyðarboðin myndu skila sér,“ sagði Alpar Katona, fjallgöngumaður. Í snjóflóðinu töpuðu þeir nær öllum búnaði sínum. Eins og gefur að skilja voru þeir afar ánægðir þegar björgunarsveitarmenn fundu þá. „Það var magnað. Við reyndum að sofa en skyndilega heyrði ég fótatak. Þá varð ég vongóður,“ sagði Zoltan Azenasi, fjallgöngumaður. Svo sáum við mennina. Frá þeirri stundu gátum við slakað á,“ sagði Alpar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði í samtali við fréttastofu í dag að mennirnir tveir hafi brugðist hárrétt við þeim aðstæðum sem þeim voru komnir í. Þeir hafa hug á að halda ferðalagi sínu áfram en ætla bíða með að fara á jökulinn aftur.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira