Birgir Örn vel stemmdur fyrir bardaga í Litháen Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. maí 2018 18:30 Birgir eftir sinn síðasta sigur. Fightstar/Mike Ruane Birgir Örn Tómasson berst sinn þriðja MMA bardaga á árinu annað kvöld. Bardaginn fer fram í Litháen en þetta er í annað sinn sem Birgir berst í Litháen. Síðast gekk ýmislegt á þegar Birgir var í Litháen. Birgir Örn hefur unnið alla þrjá atvinnubardaga sína í MMA með rothöggi í 1. lotu. Á morgun mætir hann heimamanninum Paulius Zitinevius í léttvigt en aðeins er mánuður síðan Birgir steig síðast í búrið. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel. Ég er í topp formi og í góðum gír og er bara hrikalega vel stemmdur fyrir þessum bardaga,“ segir Birgir. Þetta er í annað sinn sem Birgir keppir á King of the Cage bardagakvöldi í Litháen en síðast þegar hann barðist þar gekk ýmislegt á. Þegar Birgir mætti í vigtun var hann skyndilega kominn með nýjan andstæðing og átti að taka af sér tvö kíló til viðbótar. Birgir náði því og vann svo bardagann með rothöggi í 1. lotu. Andstæðingurinn sem Birgir átti að mæta síðast í Litháen er sá sami og Birgir á að mæta nú en í dag voru engin skrípalæti. Báðir bardagamenn voru í tilsettri þyngd í hádeginu í dag og fátt sem kemur í veg fyrir bardagann á morgun. Bardagakvöldið var sérstök upplifun fyrir Birgi og þurftu þeir Birgir og Diego Björn Valencia (sem barðist einnig þetta kvöld) að hita upp í ísköldu herbergi á steypilögðu gólfinu. Þá voru aðeins fjögur hanskapör til skiptanna á milli bardagamanna kvöldsins og bárust hanskarnir til bardagamannanna oft á síðustu stundu. „Ferðin hefur gengið vel hingað til og ég er frekar vongóður á að það verði ekkert rugl eins og seinast hér í Litháen, en það kemur bara í ljós. Er við öllu búinn,“ segir Mjölnismaðurinn. Birgir er 36 ára og er tíminn því ekki að vinna með honum. Hann er því tilbúinn að taka öllu sem býðst svo lengi sem hann fær tækifæri til að berjast. Bardaginn fer fram annað kvöld og mun Birgir sýna beint frá bardaganum á opinberri Facebook síðu sinni hér. MMA Tengdar fréttir Íslensku bardagastrákarnir gerðu það gott í London Birgir Örn Tómasson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA en hann vann um nýliðna helgi sinn þriðja bardaga á ferlinum. 16. apríl 2018 14:00 Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. 13. apríl 2018 23:30 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Fleiri fréttir Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Sjá meira
Birgir Örn Tómasson berst sinn þriðja MMA bardaga á árinu annað kvöld. Bardaginn fer fram í Litháen en þetta er í annað sinn sem Birgir berst í Litháen. Síðast gekk ýmislegt á þegar Birgir var í Litháen. Birgir Örn hefur unnið alla þrjá atvinnubardaga sína í MMA með rothöggi í 1. lotu. Á morgun mætir hann heimamanninum Paulius Zitinevius í léttvigt en aðeins er mánuður síðan Birgir steig síðast í búrið. „Allur undirbúningur hefur gengið mjög vel. Ég er í topp formi og í góðum gír og er bara hrikalega vel stemmdur fyrir þessum bardaga,“ segir Birgir. Þetta er í annað sinn sem Birgir keppir á King of the Cage bardagakvöldi í Litháen en síðast þegar hann barðist þar gekk ýmislegt á. Þegar Birgir mætti í vigtun var hann skyndilega kominn með nýjan andstæðing og átti að taka af sér tvö kíló til viðbótar. Birgir náði því og vann svo bardagann með rothöggi í 1. lotu. Andstæðingurinn sem Birgir átti að mæta síðast í Litháen er sá sami og Birgir á að mæta nú en í dag voru engin skrípalæti. Báðir bardagamenn voru í tilsettri þyngd í hádeginu í dag og fátt sem kemur í veg fyrir bardagann á morgun. Bardagakvöldið var sérstök upplifun fyrir Birgi og þurftu þeir Birgir og Diego Björn Valencia (sem barðist einnig þetta kvöld) að hita upp í ísköldu herbergi á steypilögðu gólfinu. Þá voru aðeins fjögur hanskapör til skiptanna á milli bardagamanna kvöldsins og bárust hanskarnir til bardagamannanna oft á síðustu stundu. „Ferðin hefur gengið vel hingað til og ég er frekar vongóður á að það verði ekkert rugl eins og seinast hér í Litháen, en það kemur bara í ljós. Er við öllu búinn,“ segir Mjölnismaðurinn. Birgir er 36 ára og er tíminn því ekki að vinna með honum. Hann er því tilbúinn að taka öllu sem býðst svo lengi sem hann fær tækifæri til að berjast. Bardaginn fer fram annað kvöld og mun Birgir sýna beint frá bardaganum á opinberri Facebook síðu sinni hér.
MMA Tengdar fréttir Íslensku bardagastrákarnir gerðu það gott í London Birgir Örn Tómasson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA en hann vann um nýliðna helgi sinn þriðja bardaga á ferlinum. 16. apríl 2018 14:00 Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. 13. apríl 2018 23:30 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Fleiri fréttir Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Sjá meira
Íslensku bardagastrákarnir gerðu það gott í London Birgir Örn Tómasson er enn ósigraður sem atvinnumaður í MMA en hann vann um nýliðna helgi sinn þriðja bardaga á ferlinum. 16. apríl 2018 14:00
Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. 13. apríl 2018 23:30