Undirbúa sig fyrir viðskiptaþvinganir Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. maí 2018 06:27 Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, vill standa vörð um hagsmuni evrópskra fyrirtækja. Vísir/EPa Evrópusambandið reynir nú að blása lífi í löggjöf sem myndi gera evrópskum fyrirtækjum kleift að stunda viðskipti í Íran, þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna. Hin svokallaða „hömlunarlöggjöf,“ eins og hún er kölluð á vef breska ríkisútvarpsins, var kynnt til sögunnar árið 1996 í tengslum við viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Kúbu. Henni var hins vegar aldrei beitt og hefur því í raun legið óhreyfð í rúma tvo áratugi. Evrópusambandið ákvað hins vegar í morgun að byrja að endurskrifa löggjöfina svo hún nái til nýjustu viðskiptaþvingananna gegn Íran. Bandaríkjastjórn tilkynnti í liðinni viku að hún hygðist draga sig úr kjarnorkusamningnum við Íran og innleiða aftur víðtækar viðskiptaþvinganir gegn stjórnvöldum í Teheran. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að löggjöfin verði nýtt til að standa vörð um hagsmuni evrópskra stórfyrirtækja í Íran.Sjá einnig: Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjumBandaríkjastórn hefur ýjað að því að að beita viðskiptaþvingunum gegn fyrirtækjunum sem munu halda áfram að stunda viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. Við þessu vill Juncker bregðast, ef allt fer á versta veg. „Það er skylda okkar að verja evrópsk fyrirtæki og á það jafnt við um litlar sem og meðalstórar einingar,“ sagði Juncker á blaðamannafundi í Búlgaríu í dag. Talið er að löggjöfin muni kveðja á um digran sjóð sem notaður verður til að aðstoða bandarísk fyrirtæki við að standa straum af þeim kostnaði sem af bandarísku viðskiptaþvingununum kann að hljótast. Bandaríkin Evrópusambandið Kúba Tengdar fréttir Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22 Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29 Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Evrópusambandið reynir nú að blása lífi í löggjöf sem myndi gera evrópskum fyrirtækjum kleift að stunda viðskipti í Íran, þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna. Hin svokallaða „hömlunarlöggjöf,“ eins og hún er kölluð á vef breska ríkisútvarpsins, var kynnt til sögunnar árið 1996 í tengslum við viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Kúbu. Henni var hins vegar aldrei beitt og hefur því í raun legið óhreyfð í rúma tvo áratugi. Evrópusambandið ákvað hins vegar í morgun að byrja að endurskrifa löggjöfina svo hún nái til nýjustu viðskiptaþvingananna gegn Íran. Bandaríkjastjórn tilkynnti í liðinni viku að hún hygðist draga sig úr kjarnorkusamningnum við Íran og innleiða aftur víðtækar viðskiptaþvinganir gegn stjórnvöldum í Teheran. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að löggjöfin verði nýtt til að standa vörð um hagsmuni evrópskra stórfyrirtækja í Íran.Sjá einnig: Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjumBandaríkjastórn hefur ýjað að því að að beita viðskiptaþvingunum gegn fyrirtækjunum sem munu halda áfram að stunda viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. Við þessu vill Juncker bregðast, ef allt fer á versta veg. „Það er skylda okkar að verja evrópsk fyrirtæki og á það jafnt við um litlar sem og meðalstórar einingar,“ sagði Juncker á blaðamannafundi í Búlgaríu í dag. Talið er að löggjöfin muni kveðja á um digran sjóð sem notaður verður til að aðstoða bandarísk fyrirtæki við að standa straum af þeim kostnaði sem af bandarísku viðskiptaþvingununum kann að hljótast.
Bandaríkin Evrópusambandið Kúba Tengdar fréttir Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22 Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29 Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22
Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29
Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54