Handbolti

Segja Gísla hafa orðið fyrir grófri líkamsárás

Einar Sigurvinsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður FH, kom illa undan samstuði við Andra Heimi í leik liðanna í kvöld.
Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður FH, kom illa undan samstuði við Andra Heimi í leik liðanna í kvöld. vísir/eyþór
Handknattleiksdeild FH gaf í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem þeir saka Andra Heimi Friðriksson, leikmann ÍBV, um grófa líkamasárás. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður FH, kom illa undan samstuði við Andra Heimi í leik liðanna í kvöld.

„Stjórn handknattleikdeildar FH mun funda á morgun föstudag vegna grófrar líkamsárásar Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeir Kristjánsson í leik liðanna í Vestmannaeyjum í kvöld. Gísli Þorgeir slasaðist mjög illa og lítur stjórn handknattleiksdeildar FH málið alvarlegum augum. Virðingarfyllst, Ásgeir Jónsson formaður hkd FH.“

Gísli Þorgeir flaug til Reykjavíkur beint eftir leikinn í kvöld á meðan aðrir leikmenn FH-liðsins voru eftir í Vestmannaeyjum, en hann meiddist bæði á höfði og öxl við samstuðið.



Gísli verður svo skoðaður af læknum í dag en miðað við hvernig hann leit út eftir leik í gær verður að teljast ólíklegt að hann spila fyrir FH í fjórða leik liðanna á morgun.

Þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikið högg það er fyrir FH-liðið. Brotið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×