Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2018 12:34 Lag ósons í heiðhvolfinu ver líf á jörðinni fyrir hættulegum útfjólubláum geislum sólar. Efni sem eyða ósoninu voru bönnuð á 9. áratugnum eftir að skaðleg áhrif þeirra urðu ljós. Vísir/Getty Vísbendingar eru um að óþekktir aðilar framleiði nú ósoneyðandi efni á laun í trássi við alþjóðlegt bann. Mælingar vísindamanna benda til þess að losun á ákveðinni tegund klórflúorkolefnis hafi aukist um 25% frá árinu 2012. Hópur vísindamanna kynnti niðurstöður sínar í gær. Losun á CFC-11, einni tegund klórflúorkolefna sem eyða ósonlagi jarðar, var bönnuð með Montreal-sáttmálanum sem þjóðir heims samþykktu árið 1987. „Ég hef gert þessar mælingar í meira en þrjátíu ár og þetta er það sem hefur komið mest á óvart af því sem ég hef séð,“ segir Stephen Montzka, vísindamaður við Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna, sem er sleginn yfir niðurstöðunum við Washington Post.Sjá einnig:Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Aðildarríki Montreal-sáttmálans hafa gefið upp að framleiðsla á CFC-11 sé svo gott sem engin. Niðurstöðurnar nú benda því til þess að einhver virði bannið að vettugi. Vísindamennirnir treysta sér hins vegar ekki til að fullyrða um hvert gæti verið að verki. Gögnin bendi aðeins til þess að gasið gæti komið frá austurhluta Asíu.Hægir á bata ósonlagsins CFC-11 var aðallega notað í froðu en það getur lifað í allt að hálfa öld í lofthjúpi jarðar ef það sleppur þangað. Í millitíðinni stuðlar það að eyðingu ósons í heiðhvolfinu. Ósonlagið ver líf á jörðinni fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Það hefur smám saman verið að ná sér í kjölfar Montreal-sáttmálans þó að það muni taka það áratugi að ná aftur fyrri styrk. Vísindamennirnir áætla að aukningin í CFC-11 hafi hægt á bata þess um 22%. „Það er ekki ljóst hvers vegna nokkurt land ætti að vilja byrja að framleiða og losa óvart CFC-11 þegar hagkvæmir kostir hafa lengi verið aðgengilegir,“ segir Robert Watson, fyrrverandi vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA sem rannsakaði eyðingu ósons á 9. áratugnum. Talsmaður umhverfisáætlunar Bandaríkjanna sem hefur umsjón með Montreal-sáttmálanum segir að vísindanefnd sáttmálans verði að staðfesta niðurstöður mælinganna og leggja þær fyrir aðildarríkin. Sé einhver að framleiða CFC-11 í öðrum tilgangi en heimilt er samkvæmt sáttmálanum stangist það á við alþjóðalög. „Ef þessi losun heldur áfram óáreitt getur hún hægt að bata ósonlagsins. Það er þess vegna áríðandi að við metum þessi vísindi, finnum orsök þessarar losunar og grípum til viðeigandi ráðstafana,“ segir talsmaðurinn. Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00 Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Vísbendingar eru um að óþekktir aðilar framleiði nú ósoneyðandi efni á laun í trássi við alþjóðlegt bann. Mælingar vísindamanna benda til þess að losun á ákveðinni tegund klórflúorkolefnis hafi aukist um 25% frá árinu 2012. Hópur vísindamanna kynnti niðurstöður sínar í gær. Losun á CFC-11, einni tegund klórflúorkolefna sem eyða ósonlagi jarðar, var bönnuð með Montreal-sáttmálanum sem þjóðir heims samþykktu árið 1987. „Ég hef gert þessar mælingar í meira en þrjátíu ár og þetta er það sem hefur komið mest á óvart af því sem ég hef séð,“ segir Stephen Montzka, vísindamaður við Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna, sem er sleginn yfir niðurstöðunum við Washington Post.Sjá einnig:Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Aðildarríki Montreal-sáttmálans hafa gefið upp að framleiðsla á CFC-11 sé svo gott sem engin. Niðurstöðurnar nú benda því til þess að einhver virði bannið að vettugi. Vísindamennirnir treysta sér hins vegar ekki til að fullyrða um hvert gæti verið að verki. Gögnin bendi aðeins til þess að gasið gæti komið frá austurhluta Asíu.Hægir á bata ósonlagsins CFC-11 var aðallega notað í froðu en það getur lifað í allt að hálfa öld í lofthjúpi jarðar ef það sleppur þangað. Í millitíðinni stuðlar það að eyðingu ósons í heiðhvolfinu. Ósonlagið ver líf á jörðinni fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Það hefur smám saman verið að ná sér í kjölfar Montreal-sáttmálans þó að það muni taka það áratugi að ná aftur fyrri styrk. Vísindamennirnir áætla að aukningin í CFC-11 hafi hægt á bata þess um 22%. „Það er ekki ljóst hvers vegna nokkurt land ætti að vilja byrja að framleiða og losa óvart CFC-11 þegar hagkvæmir kostir hafa lengi verið aðgengilegir,“ segir Robert Watson, fyrrverandi vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA sem rannsakaði eyðingu ósons á 9. áratugnum. Talsmaður umhverfisáætlunar Bandaríkjanna sem hefur umsjón með Montreal-sáttmálanum segir að vísindanefnd sáttmálans verði að staðfesta niðurstöður mælinganna og leggja þær fyrir aðildarríkin. Sé einhver að framleiða CFC-11 í öðrum tilgangi en heimilt er samkvæmt sáttmálanum stangist það á við alþjóðalög. „Ef þessi losun heldur áfram óáreitt getur hún hægt að bata ósonlagsins. Það er þess vegna áríðandi að við metum þessi vísindi, finnum orsök þessarar losunar og grípum til viðeigandi ráðstafana,“ segir talsmaðurinn.
Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00 Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Sjá meira
Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00
Ósongatið hefur ekki verið minna í tæp þrjátíu ár Óvanaleg hlýindi í heiðhvolfinu auk aðgerða manna til að draga úr losun ósoneyðandi efna er talin ástæðan þess að gatið skreppur saman. 3. nóvember 2017 13:47