Að komast heim Jón Sigurðsson skrifar 17. maí 2018 07:00 Allir hafa samúð með palestínskum almenningi, ekki síst fólkinu á Gazasvæðinu. Að vísu er efast um áhuga Egypta og Jórdaníumanna á að sýna velvild sína í verki. Meginkrafa Palestínumanna er „Réttur til að koma aftur heim“. En menn gleyma oft því að þetta merkir: Rekum Gyðingana burt, í sjóinn með þá, drepum þá alla.... Ísraelsríki var stofnsett 14. maí 1948, að ákvörðun Sameinuðu Þjóðanna. Nágrannaríkin réðust þegar í stað með herafla á nýja ríkið. Ísraelsmenn höfðu betur og færðu landamæri sín út. Rúmlega 700 þúsund Palestínumenn hröktust brott eða kusu að fara. Um 850 þúsund Gyðingar frá Arabaríkjunum voru hraktir til Ísraels eða kusu að flytjast þangað. Eins og Palestínumennirnir urðu þessir Gyðingar að skilja eigur sínar eftir, allar fasteignir og annað. Skyldmenni þessara Gyðinga mynda meirihluta kjósenda í Ísrael. Þeir sjá ekki ástæðu til að rýma upp á nýtt fyrir Palestínumönnum eftir að hafa yfirgefið fyrri heimkynni í Arabalöndunum og skilið eigur sínar eftir þar. Gyðingar hafa alltaf búið í Landinu Helga, á tímabilum sem minnihluti. Þeim hefur fjölgað þar frá 16. öld en þá fengu þeir boð stjórnvalda í Tyrkjaveldi. Þeir keyptu og byggðu hús, lóðir og jarðir. Á 19. öld hófust árekstrar þeirra og Palestínumanna sem töldu umsvif Gyðinganna orðin of mikil. Árið 1917 gáfu Bretar, sem þá voru landsdrottnar, Gyðingum staðfestingu þess að þeir gætu myndað þjóðarheimili í Landinu Helga. En fleiri en Palestínumenn hafa lent í hrakningum. Í þeim hópi eru Armenar og Kúrdar, Indverjar og Pakistanar, Grikkir og Tyrkir, Þjóðverjar, Pólverjar og fleiri. Og kristnir menn hafa flúið brott úr Arabalöndunum á umliðnum áratugum, en þeir voru þar fjölmennur minnihlutahópur. Ísraelsmenn vita fullvel að málið snýst um líf og framtíð þjóðarinnar - eða gereyðingu. Þeir hafa líka lært að hunsa fagurgala Evrópumanna.Höfundur er fv. skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Allir hafa samúð með palestínskum almenningi, ekki síst fólkinu á Gazasvæðinu. Að vísu er efast um áhuga Egypta og Jórdaníumanna á að sýna velvild sína í verki. Meginkrafa Palestínumanna er „Réttur til að koma aftur heim“. En menn gleyma oft því að þetta merkir: Rekum Gyðingana burt, í sjóinn með þá, drepum þá alla.... Ísraelsríki var stofnsett 14. maí 1948, að ákvörðun Sameinuðu Þjóðanna. Nágrannaríkin réðust þegar í stað með herafla á nýja ríkið. Ísraelsmenn höfðu betur og færðu landamæri sín út. Rúmlega 700 þúsund Palestínumenn hröktust brott eða kusu að fara. Um 850 þúsund Gyðingar frá Arabaríkjunum voru hraktir til Ísraels eða kusu að flytjast þangað. Eins og Palestínumennirnir urðu þessir Gyðingar að skilja eigur sínar eftir, allar fasteignir og annað. Skyldmenni þessara Gyðinga mynda meirihluta kjósenda í Ísrael. Þeir sjá ekki ástæðu til að rýma upp á nýtt fyrir Palestínumönnum eftir að hafa yfirgefið fyrri heimkynni í Arabalöndunum og skilið eigur sínar eftir þar. Gyðingar hafa alltaf búið í Landinu Helga, á tímabilum sem minnihluti. Þeim hefur fjölgað þar frá 16. öld en þá fengu þeir boð stjórnvalda í Tyrkjaveldi. Þeir keyptu og byggðu hús, lóðir og jarðir. Á 19. öld hófust árekstrar þeirra og Palestínumanna sem töldu umsvif Gyðinganna orðin of mikil. Árið 1917 gáfu Bretar, sem þá voru landsdrottnar, Gyðingum staðfestingu þess að þeir gætu myndað þjóðarheimili í Landinu Helga. En fleiri en Palestínumenn hafa lent í hrakningum. Í þeim hópi eru Armenar og Kúrdar, Indverjar og Pakistanar, Grikkir og Tyrkir, Þjóðverjar, Pólverjar og fleiri. Og kristnir menn hafa flúið brott úr Arabalöndunum á umliðnum áratugum, en þeir voru þar fjölmennur minnihlutahópur. Ísraelsmenn vita fullvel að málið snýst um líf og framtíð þjóðarinnar - eða gereyðingu. Þeir hafa líka lært að hunsa fagurgala Evrópumanna.Höfundur er fv. skólastjóri
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun