Akureyringar virðast vera sammála um það að gott sé að búa á Akureyri ef marka má fjölmörg samtöl sem blaðamaður átti við bæjarbúa í stuttri heimsókn norður yfir heiðar á dögunum. Flestir virðast lítið verða varir við mikla kosningabaráttu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Tvö hitamál brenna þó á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. Á Akureyri búa 18.644 íbúar samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt á kjörtímabilinu um 150-300 á ári frá því að kosið var síðast fyrir fjórum árum. Bæjarfélagið hefur þá sérstöðu að vera langfjölmennasti byggðarkjarninn á landsbyggðinni og er miðstöð þjónustu og verslunar á stóru svæði á Norðurlandi. Kosið er um ellefu bæjarfulltrúa á Akureyri og bjóða sjö listar fram í bænum. Reikna má með breytingum ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins frá 3. maí. Samkvæmt henni er meirihluti L-listans, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins fallinn en flokkarnir hafa setið við völd frá síðustu kosningum auk þess sem að L-listinn var með hreinan meirihluta í bæjarstjórn á árunum 2010 til 2014.Lágstemmd kosningabarátta Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að meirihlutinn sé fallinn fer ekki mikið fyrir kosningabaráttunni, að minnsta kosti ekki á meðan blaðamaður var staddur á Akureyri. „Ég verð ekkert var við hana, það er aðeins í Dagskránni. Það er engin harka í henni,“ segir Arnar Birgisson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Eignavers. Dagskráin er auglýsingapési Akureyrar og virðist vera helsti vettvangur kosningabaráttunnar. Voru flestir viðmælendur blaðamanns á Akureyri sammála Arnari og minntust þó nokkrir á að mögulega væri komin örlítil kosningaþreyta í landsmenn, eftir tíðar alþingiskosningar undanfarin ár. Ef lítill hiti er í kosningabaráttunni og Akureyringar almennt sammála um að gott sé að búa á Akureyri og staðan almennt góð, af hverju lítur þá út fyrir að meirihlutinn í bæjarstjórn sé kolfallinn samkvæmt könnun Fréttablaðsins? Líklega felst svarið í stöðu mála í leikskóla- og dagvistunarmálum sem töluvert hefur verið fjallað um á kjörtímabilinu.Göngugatan á Akureyri er yfirleitt ekki svona tómleg, líkt og kosningabaráttan sem yfirleitt er fjörlegri.Vísir/AuðunnÖmmur og afar í lykilhlutverki „Ég er á biðlista hjá öllum dagmömmum sem ég veit um en þær segja allar að það sé mjög ólíklegt að ég fái pláss þegar orlofið mitt er búið,“ segir Fjóla Björk Gunnlaugsdóttir, tveggja barna móðir í fæðingarorlofi sem bíður eftir plássi fyrir fjögurra mánaða gamlan son hennar. Alls eru 32 dagforeldrar að störfum á Akureyri og ef marka má lista á vef Akureyrarbæjar eru meira og minna öll pláss bókuð hjá þeim. Fjóla Björk segist þekkja þó nokkra í sömu stöðu og hún með börn á biðlista hjá dagforeldrum. Miðað við stöðuna í dag sér hún ekki fram á að geta snúið aftur á vinnumarkaðinn í fullt starf eftir að fæðingarorlofinu lýkur. „Ég hugsa að ég reyni að finna einhvers staðar 50 prósent vinnu og þá verði kannski amman að passa á móti. Ég er heppin að geta það,“ segir Fjóla Björk. Hún bætir við að í þessari stöðu skipti öllu máli að hafa sterkt bakland, stórfjölskyldu sem geti hjálpað til. Það standi ekki endilega öllum til boða.Það getur verið lykilatriði að sækja um pláss hjá dagforeldri á Akureyri löngu áður en barnið kemur í heiminn.Vísir/VilhelmLangir biðlistar og örvæntingarfullir foreldrar „Ég er að fá ítrekanir fyrir haustið 2019 hvort að ég viti eitthvað meira um hvernig staðan verður þá,“ segir Alda Ósk Hauksdóttir, dagforeldri á Akureyri sem starfað hefur sem slíkur undanfarin átta ár. Hún segir að hjá sér sé allt fullt og þegar hún fyllti í plássin fyrir næsta haust voru 32 börn á biðlista hjá henni, fimm komust inn. Hún segir erfitt að horfa upp á örvæntingarfulla foreldra sem sjái ekki fram á að koma börnum sínum í dagvistun þegar fæðingarorlofinu lýkur. Þeir horfi upp á að þátttaka þeirra á atvinnumarkaði sé í uppnámi með tilheyrandi tekjutapi. „Þetta er sorglegt ástand. Ég finn til með mörgum foreldrum sem þurfa að koma barni að til dagmömmu kannski í mars á næsta ári. En við tökum bara inn á haustin og þessir foreldrar geta ekkert gert,“ segir Alda Ósk. Foreldrar séu í stöðugu sambandi við hana til að kanna stöðuna auk þess sem að umsóknir og fyrirspurnir um laus pláss séu farnar að koma inn mun fyrr en áður. „Það hafa nokkrir hringt í mig og þá tóku þeir prufuna deginum áður,“ segir Alda Ósk og á þá við óléttupróf.Þessi mynd er sviðsett en væri þessi verðandi móðir búsett á Akureyri væri næsta mál á dagskrá að ganga frá óléttuprófinu og hringja svo í dagforeldri.Vísir/GettyÞurfa styrk frá bænum Segir hún mikilvægt að lokka nýja dagforeldra til starfa til þess að minnka biðlistana en að hennar mati sé Akureyrarbær að gera lítið til þess að fá nýja dagforeldra inn í kerfið. „Það var ein að byrja um áramótin og hún er við það að gefast upp. Hún þurfti að kaupa kerru fyrir 180 þúsund, kaupa stólana sjálf og fullt af dóti. Það þarf eitthvað startgjald, eitthvað til að koma á móti. Þeir bjóða ekki upp á neitt hérna,“ segir Alda Ósk sem segir einnig að dagforeldrarnir hafi verið duglegir að mæta á kosningakaffi- og fundi hjá flokkunum sem bjóða sig fram til að vekja athygli á stöðu mála og pressa á úrlausnir. Í því samhengi bendir hún á aðgerðir Kópavogsbæjar til þess að bregðast við skorti á daggæsluúrræðum sem kynntar voru á dögunum. Þar munu dagforeldrar fá 300 þúsund krónur í stofnstyrk auk 150 þúsund króna aðstöðustyrks sem greiddur verður árlega. „Við sögðum allar „þetta þarf hér“ þegar við sáum þetta,“ segir Alda Ósk sem bendir á að þetta ástand hafi farið að myndast fyrir þremur til fjórum árum. Þegar hún hóf störf fyrir átta árum höfðu dagforeldrar meiri áhyggjur af því hvort að þeir næðu að fylla plássin hjá sér. Hún segist þó ekki hafa skýringar á því hvað hafi breyst fyrir þremur til fjórum árum.Leikskólamálin farið batnandi eftir erfitt ár í fyrra Fjölmargar fréttir voru fluttar af stöðu leikskólamála á Akureyri á síðasta ári en foreldrar barna sem fædd eru árið 2016 lendu margir hverjir í því að fá ekki pláss á leikskóla sökum plássleysis. Sagði Fréttablaðið frá því að margir væru að íhuga það að flytja í nágrannabyggðir Akureyrar til þess að fá pláss í leikskóla fyrir börnin sín. Akureyrarbær hefur undanfarin ár haft þá stefnu að bjóða börnum inngöngu í leikskóla við átján mánaða aldur en lausleg yfirferð yfir kosningaloforð flokkanna sem bjóða fram á Akureyri sýnir að þetta mál hefur haft töluverð áhrif. Flestir eru með á stefnuskránni að tryggja dagvistun eða leikskólapláss fyrir börn við tólf mánaða aldur. Blaðamaður ræddi við þó nokkra starfsmenn leikskóla á Akureyri og aðra sem þekkja til í leikskólamálum. Voru þeir flestir sammála um að staðan væri skárri nú en í fyrra. Rekja mætti þá stöðu sem skapaðist á síðasta ári til þess að óvenju margir fluttu til Akureyrar auk þess sem að 2016 árgangurinn var fjölmennari en reiknað var með. Eftir því sem fram kemur í fundargerð fræðsluráðs Akureyrarbæjar frá því í apríl er búið að bjóða öllum þeim börnum sem fædd voru á árunum 2013-2016 og voru á biðlista leikskólapláss í haust, auk þess sem að börnum fæddum í janúar, febrúar og mars á síðasta ári var einnig boðið leikskólapláss. Svo virðist því sem að ástandið í leikskólamálum bæjarins hafi farið batnandi. Sumir af þeim sem blaðamaður ræddi við um leikskólamálin voru þó efins um að hægt væri að standa við kosningaloforð flokkanna um að tryggja leikskólapláss fyrir börn við 12 mánaða aldur án þess að byggðir væri fleiri leikskólar. Í dag er unnið að byggingu eins nýs leikskóla við Glerárskóla.Rætt var við oddvita Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri um stöðu mála í leikskóla- og dagvistunarmálum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni, líkt og sjá má hér að neðan.Freistandi að kaupa lóðir utan Akureyrar Viðmælendur blaðamanns, sérstaklega þeir sem voru í yngri kantinum, voru sammála um það að staða húsnæðismála gæti verið betri á Akureyri. Erfitt væri að komast inn á fasteignamarkaðinn og leigumarkaðurinn væri bæði dýr og erfiður.Í mánaðarskýrslu Íbúðarlánasjóðs fyrir síðasta mánuð kom fram að þó að leiguverð á Akureyri væri töluvert lægra en á höfuðborgarsvæðinu væri meðalfermetraverð á leiguhúsnæði á Akureyri um 20-30 prósent hærra en almennt gildir um landið allt utan höfuðborgarsvæðisins. „Ef þú leigir þetta ekki á fleiri hundruð þúsund þá er þetta í AirBnb-leigu. Maður heyrir þetta hjá þeim sem eru að leigja að þegar leigan hækkar og ef að það er eitthvað sett út á það, þá er alltaf bent á þetta,“ segir gröfumaður sem blaðamaður Vísis rakst á við vinnu á uppstigningardag. „Ég sá nú bara auglýsingu í síðustu viku þar sem var verið að auglýsa 95 fermetra íbúð á 190 þúsund á mánuði,“ segir hann. „Hvernig á einstætt foreldri að borga af því,“ segir vinnufélagi hans sem kom aðvífandi þegar hann sá að blaðamaður var farinn að trufla störf gröfumannsins.Líkt og sjá má er leiguverð töluvert hærra á Akureyri en annars staðar á landsbyggðinni.Mynd/Íbúðarlánasjóður.150 þúsund fyrir eins herbergja íbúð Sagðist gröfumaðurinn vera búinn að kaupa sér lóð á Hrafnagili, rétt fyrir utan Akureyri, utan sveitarfélagsins, þar sem lóðir væru mun dýrari í bænum en þar. „Ég skoðaði það að byggja hérna en munurinn er of mikill. 2,8 milljónir þar á móti 8 milljónum hér. Ég skoðaði eina skitna lóð hérna sem var verið að úthluta á klöppinni fyrir ofan Þórsvöllinn. Þar var lóðin á 6,3 milljónir, pínulítil lóð þar sem átti eftir að fleyga klöppina sem er miklu dýrara en að keyra möl í hana,“ segir gröfumaðurinn sem sér því fram á að geta byggt sér stærra hús fyrir mismuninn, án þess þó að missa af þeirri þjónustu sem er í boði á Akureyri enda Hrafnagil aðeins í um tíu mínútna fjarlægð frá Akureyri. Fjóla Björk hafði sömu sögu að segja en hún sagðist þekkja marga sem væru á leigumarkaði á Akureyri að borga háa leigu. „Tvær vinkonur mínar eru að leigja og það var erfitt fyrir þær að finna íbúð. Þær fundu svo íbúðir á endanum en eru að borga 150 þúsund fyrir litla eins herbergja íbúð,“ segir Fjóla Björk. Leigir hún sjálf húsnæði hjá fjölskyldu sinni sem hún segir vera lúxus sem ekki allir hafi en að sama skapi sér hún ekki fram á að hún og maður hennar geti keypt sér íbúð á næstunni. „Húsnæðisskorturinn er það sem skiptir mestu máli. Verð á leigu og verð á íbúðum er bara, ég veit ekki hvernig við eigum að fara að því. Það er bæði allt of dýrt að kaupa og leigja,“ segir Fjóla Björk. Margir að pæla í að byggja „Ungt fólk með tvö börn, ég er ekki búin að prófa hvort við komumst í gegnum eitthvað greiðslumat en mér finnst það mjög ólíklegt. Ég er í fæðingarorlofi og maðurinn minn er nýbyrjaður að vinna. Ég held að eitthvað verði að breytast til að við eigum séns á að kaupa íbúð,“ segir Fjóla Björk. Þá segir hún einnig að þeir sem séu í kauphugleiðingum í hennar vinahóp horfi til þess að byggja sína eigin íbúð, til þess að eiga möguleika á því að eignast fasteign. Þeir virðast vera í sömu hugleiðingum og gröfumaðurinn hér að ofan. „Þeir sem eru að pæla í að kaupa eru að pæla í að kaupa lóðir einhvers staðar utan við bæinn eða á Dalvík til þess að byggja. Það virðist vera helsti kosturinn núna,“ segir Fjóla Björk.Byggingarkranar eru komnir á stjá á Akureyri á ný líkt og víða annars staðar á Íslandi.Vísir/Tryggvi.Hagahverfi rís þar sem áður voru bara hestar Töluverð uppbygging á sér stað á Akureyri í húsnæðismálum og er nú verið að byggja heilt nýtt hverfi sunnan við nýjasta hverfi bæjarins, Naustahverfið. Hið nýja hverfi ber nafnið Hagahverfi og þótti blaðamanni, sem er uppalinn Akureyringur, nokkuð ótrúlegt að sjá hversu langt bærinn hefur teygt sig í átt að Kjarnaskógi. Þegar blaðamaður var að alast upp á Akureyri voru þar ekkert nema hagar og einstöku hestar á ferð. Nú eru það hins vegar byggingakranar, steypumót og verkamenn sem setja svip sinn hagana. Töluvert hefur verið byggt á skömmum tíma en uppbygging þar er tiltölulega nýhafin. Alls er gert ráð fyrir að 1500 íbúðir verði í hverfinu þegar það verður fullbyggt.Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS byggi, rótgrónu verktakafyrirtæki á Akureyri, tók á móti blaðamanni í íbúð í nýju fjölbýlishúsi í Kristjánshaga 2 og fór yfir stöðu mála í byggingarframkvæmdum á Akureyri.„Það eru allir stærri verktakar bæjarins sem hafa verið að byggja og selja í gegnum tíðina hér með lóðir,“ segir Helgi Örn en aðaluppbygging á húsnæði á Akureyri um þessar mundir fer fram í Hagahverfi en einnig er unnið að þéttingarverkefnum í miðbæ Akureyrar.Hér að neðan má sjá myndband sem Friðrik Þór Halldórsson, tökumaður Stöðvar 2, tók með aðstoð dróna af hinu nýja Hagahverfi á Akureyri.Íbúðin sem blaðamaður fékk að skoða var fjögurra herbergja íbúð, 88 fermetrar að stærð og segir Helgi Örn að flestar íbúðirnar í hverfinu, í það minnsta þær sem eru í fjölbýlishúsunum, séu í minni kantinum.En hverjir eru að kaupa þessar nýju íbúðir?„Þetta eru stéttarfélög sem eru að kaupa orlofsíbúðir, þetta er fólk sem er að kaupa sína fyrstu eða aðra fasteign, ungt fólk, og svo eldra fólk sem er að minnka við sig,“ segir Helgi Örn.Á þeirri lóð sem fjölbýlishúsið að Kristjánshaga 2 stendur stefnir SS byggir á að reisa fimm hús alls, eitt er þegar risið og annað langt komið. Telur Helgi Örn að undanfarin ár hafi eftirspurn eftir húsnæði verið meiri á Akureyri en framboðið en nú sé að koma jafnvægi á markaðinn og stefni SS byggir á því að byggja sín hús jafnt og þétt eftir þörfum. „Á þessu byggingasvæði getum við aðeins hagað hraða uppbyggingarinnar í takti við þörf markaðarins“, segir Helgi Örn.Skárri staða en í Reykjavík Undir það tekur fasteignasalinn Arnar sem segist hafa í samskiptum sínum við verktaka orðið var við að þeir séu meira í því að byggja smærri íbúðir en áður. „Þeir eru að byggja minni eignir, færri fermetra en miklu skemmtilegra skipulag og nýting á fermetrum er mikið betri í nýbyggingum sem er verið að selja og þeim sem er að koma. Þeir eru að pæla mikið í því þannig að ódýrari eignir, tveggja til þriggja herbergja, eru að koma á markaðinn og unga fólkið getur keypt það,“ segir Arnar. Hann bendir þó á að fasteignaverð hafi hækkað töluvert á Akureyri undanfarin ár, líkt og gerst hefur á höfuðborgarsvæðinu. „Auðvitað gerir það að verkum að það er erfiðara fyrir yngra fólk að komast inn á markaðinn en engu að síður þá er verðið töluvert mikið lægra en í Reykjavík þannig að unga fólkið kemst alveg inn á markaðinn. En auðvitað er það erfitt, það er alveg ljóst.“Stórborgin í dulargervi smábæjar Þrátt fyrir þessa vankanta og ýmsa aðra sem ekki verða tíundaðir hér eru viðmælendur Vísis á Akureyri almennt sammála um að á Akureyri sé gott að búa. Almennt heyrist blaðamanni að Akureyringum þyki bærinn vera stórborg í dulargervi smábæjar. Smæðin veiti öryggi en fjölmennið, á hinn íslenska mælikvarða, geri það að verkum að margvísleg þjónusta og afþreying blómstrar í bænum. Það segir ýmislegt að þrátt fyrir glímu Fjólu Bjarkar við fasteignamarkaðinn á Akureyri og biðlistana hjá dagforeldrunum líði henni best á Akureyri. Stutt er síðan hún flutti frá Kaupmannahöfn í bæinn. „Það sem skiptir máli fyrir mig er að það er mikil afþreying fyrir krakka. Þetta er lítill bær og það er mikið öryggi. Ég er í fæðingarorlofi og fyrir mig að geta verið með stelpuna í einhverri dagskrá nánast á hverjum degi er bara frábært, að geta farið upp í fjall eða á skauta á veturna og fótbolti og alls konar íþróttastarf á sumrin. Fólk getur alltaf kvartað og kveinað en það er mjög gott að búa hér.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagvistun barna er eitt af stóru málunum á Akureyri Íbúum á Akureyri hefur fjölgað nokkuð hratt á undanförnum misserum sem hefur skapað vandræði á leikskólum bæjarins. 14. maí 2018 23:27 „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 „Um leið og það kemur hálka þá fer ég ekki yfir“ Blaðamaður Vísis kom víða við á þriggja daga ferð sinni um Austurland í lok apríl síðastliðnum og ræddi við fjölda fólks um helstu málin í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. 8. maí 2018 10:00 Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent
Akureyringar virðast vera sammála um það að gott sé að búa á Akureyri ef marka má fjölmörg samtöl sem blaðamaður átti við bæjarbúa í stuttri heimsókn norður yfir heiðar á dögunum. Flestir virðast lítið verða varir við mikla kosningabaráttu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Tvö hitamál brenna þó á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. Á Akureyri búa 18.644 íbúar samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt á kjörtímabilinu um 150-300 á ári frá því að kosið var síðast fyrir fjórum árum. Bæjarfélagið hefur þá sérstöðu að vera langfjölmennasti byggðarkjarninn á landsbyggðinni og er miðstöð þjónustu og verslunar á stóru svæði á Norðurlandi. Kosið er um ellefu bæjarfulltrúa á Akureyri og bjóða sjö listar fram í bænum. Reikna má með breytingum ef marka má nýjustu könnun Fréttablaðsins frá 3. maí. Samkvæmt henni er meirihluti L-listans, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins fallinn en flokkarnir hafa setið við völd frá síðustu kosningum auk þess sem að L-listinn var með hreinan meirihluta í bæjarstjórn á árunum 2010 til 2014.Lágstemmd kosningabarátta Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að meirihlutinn sé fallinn fer ekki mikið fyrir kosningabaráttunni, að minnsta kosti ekki á meðan blaðamaður var staddur á Akureyri. „Ég verð ekkert var við hana, það er aðeins í Dagskránni. Það er engin harka í henni,“ segir Arnar Birgisson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Eignavers. Dagskráin er auglýsingapési Akureyrar og virðist vera helsti vettvangur kosningabaráttunnar. Voru flestir viðmælendur blaðamanns á Akureyri sammála Arnari og minntust þó nokkrir á að mögulega væri komin örlítil kosningaþreyta í landsmenn, eftir tíðar alþingiskosningar undanfarin ár. Ef lítill hiti er í kosningabaráttunni og Akureyringar almennt sammála um að gott sé að búa á Akureyri og staðan almennt góð, af hverju lítur þá út fyrir að meirihlutinn í bæjarstjórn sé kolfallinn samkvæmt könnun Fréttablaðsins? Líklega felst svarið í stöðu mála í leikskóla- og dagvistunarmálum sem töluvert hefur verið fjallað um á kjörtímabilinu.Göngugatan á Akureyri er yfirleitt ekki svona tómleg, líkt og kosningabaráttan sem yfirleitt er fjörlegri.Vísir/AuðunnÖmmur og afar í lykilhlutverki „Ég er á biðlista hjá öllum dagmömmum sem ég veit um en þær segja allar að það sé mjög ólíklegt að ég fái pláss þegar orlofið mitt er búið,“ segir Fjóla Björk Gunnlaugsdóttir, tveggja barna móðir í fæðingarorlofi sem bíður eftir plássi fyrir fjögurra mánaða gamlan son hennar. Alls eru 32 dagforeldrar að störfum á Akureyri og ef marka má lista á vef Akureyrarbæjar eru meira og minna öll pláss bókuð hjá þeim. Fjóla Björk segist þekkja þó nokkra í sömu stöðu og hún með börn á biðlista hjá dagforeldrum. Miðað við stöðuna í dag sér hún ekki fram á að geta snúið aftur á vinnumarkaðinn í fullt starf eftir að fæðingarorlofinu lýkur. „Ég hugsa að ég reyni að finna einhvers staðar 50 prósent vinnu og þá verði kannski amman að passa á móti. Ég er heppin að geta það,“ segir Fjóla Björk. Hún bætir við að í þessari stöðu skipti öllu máli að hafa sterkt bakland, stórfjölskyldu sem geti hjálpað til. Það standi ekki endilega öllum til boða.Það getur verið lykilatriði að sækja um pláss hjá dagforeldri á Akureyri löngu áður en barnið kemur í heiminn.Vísir/VilhelmLangir biðlistar og örvæntingarfullir foreldrar „Ég er að fá ítrekanir fyrir haustið 2019 hvort að ég viti eitthvað meira um hvernig staðan verður þá,“ segir Alda Ósk Hauksdóttir, dagforeldri á Akureyri sem starfað hefur sem slíkur undanfarin átta ár. Hún segir að hjá sér sé allt fullt og þegar hún fyllti í plássin fyrir næsta haust voru 32 börn á biðlista hjá henni, fimm komust inn. Hún segir erfitt að horfa upp á örvæntingarfulla foreldra sem sjái ekki fram á að koma börnum sínum í dagvistun þegar fæðingarorlofinu lýkur. Þeir horfi upp á að þátttaka þeirra á atvinnumarkaði sé í uppnámi með tilheyrandi tekjutapi. „Þetta er sorglegt ástand. Ég finn til með mörgum foreldrum sem þurfa að koma barni að til dagmömmu kannski í mars á næsta ári. En við tökum bara inn á haustin og þessir foreldrar geta ekkert gert,“ segir Alda Ósk. Foreldrar séu í stöðugu sambandi við hana til að kanna stöðuna auk þess sem að umsóknir og fyrirspurnir um laus pláss séu farnar að koma inn mun fyrr en áður. „Það hafa nokkrir hringt í mig og þá tóku þeir prufuna deginum áður,“ segir Alda Ósk og á þá við óléttupróf.Þessi mynd er sviðsett en væri þessi verðandi móðir búsett á Akureyri væri næsta mál á dagskrá að ganga frá óléttuprófinu og hringja svo í dagforeldri.Vísir/GettyÞurfa styrk frá bænum Segir hún mikilvægt að lokka nýja dagforeldra til starfa til þess að minnka biðlistana en að hennar mati sé Akureyrarbær að gera lítið til þess að fá nýja dagforeldra inn í kerfið. „Það var ein að byrja um áramótin og hún er við það að gefast upp. Hún þurfti að kaupa kerru fyrir 180 þúsund, kaupa stólana sjálf og fullt af dóti. Það þarf eitthvað startgjald, eitthvað til að koma á móti. Þeir bjóða ekki upp á neitt hérna,“ segir Alda Ósk sem segir einnig að dagforeldrarnir hafi verið duglegir að mæta á kosningakaffi- og fundi hjá flokkunum sem bjóða sig fram til að vekja athygli á stöðu mála og pressa á úrlausnir. Í því samhengi bendir hún á aðgerðir Kópavogsbæjar til þess að bregðast við skorti á daggæsluúrræðum sem kynntar voru á dögunum. Þar munu dagforeldrar fá 300 þúsund krónur í stofnstyrk auk 150 þúsund króna aðstöðustyrks sem greiddur verður árlega. „Við sögðum allar „þetta þarf hér“ þegar við sáum þetta,“ segir Alda Ósk sem bendir á að þetta ástand hafi farið að myndast fyrir þremur til fjórum árum. Þegar hún hóf störf fyrir átta árum höfðu dagforeldrar meiri áhyggjur af því hvort að þeir næðu að fylla plássin hjá sér. Hún segist þó ekki hafa skýringar á því hvað hafi breyst fyrir þremur til fjórum árum.Leikskólamálin farið batnandi eftir erfitt ár í fyrra Fjölmargar fréttir voru fluttar af stöðu leikskólamála á Akureyri á síðasta ári en foreldrar barna sem fædd eru árið 2016 lendu margir hverjir í því að fá ekki pláss á leikskóla sökum plássleysis. Sagði Fréttablaðið frá því að margir væru að íhuga það að flytja í nágrannabyggðir Akureyrar til þess að fá pláss í leikskóla fyrir börnin sín. Akureyrarbær hefur undanfarin ár haft þá stefnu að bjóða börnum inngöngu í leikskóla við átján mánaða aldur en lausleg yfirferð yfir kosningaloforð flokkanna sem bjóða fram á Akureyri sýnir að þetta mál hefur haft töluverð áhrif. Flestir eru með á stefnuskránni að tryggja dagvistun eða leikskólapláss fyrir börn við tólf mánaða aldur. Blaðamaður ræddi við þó nokkra starfsmenn leikskóla á Akureyri og aðra sem þekkja til í leikskólamálum. Voru þeir flestir sammála um að staðan væri skárri nú en í fyrra. Rekja mætti þá stöðu sem skapaðist á síðasta ári til þess að óvenju margir fluttu til Akureyrar auk þess sem að 2016 árgangurinn var fjölmennari en reiknað var með. Eftir því sem fram kemur í fundargerð fræðsluráðs Akureyrarbæjar frá því í apríl er búið að bjóða öllum þeim börnum sem fædd voru á árunum 2013-2016 og voru á biðlista leikskólapláss í haust, auk þess sem að börnum fæddum í janúar, febrúar og mars á síðasta ári var einnig boðið leikskólapláss. Svo virðist því sem að ástandið í leikskólamálum bæjarins hafi farið batnandi. Sumir af þeim sem blaðamaður ræddi við um leikskólamálin voru þó efins um að hægt væri að standa við kosningaloforð flokkanna um að tryggja leikskólapláss fyrir börn við 12 mánaða aldur án þess að byggðir væri fleiri leikskólar. Í dag er unnið að byggingu eins nýs leikskóla við Glerárskóla.Rætt var við oddvita Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri um stöðu mála í leikskóla- og dagvistunarmálum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni, líkt og sjá má hér að neðan.Freistandi að kaupa lóðir utan Akureyrar Viðmælendur blaðamanns, sérstaklega þeir sem voru í yngri kantinum, voru sammála um það að staða húsnæðismála gæti verið betri á Akureyri. Erfitt væri að komast inn á fasteignamarkaðinn og leigumarkaðurinn væri bæði dýr og erfiður.Í mánaðarskýrslu Íbúðarlánasjóðs fyrir síðasta mánuð kom fram að þó að leiguverð á Akureyri væri töluvert lægra en á höfuðborgarsvæðinu væri meðalfermetraverð á leiguhúsnæði á Akureyri um 20-30 prósent hærra en almennt gildir um landið allt utan höfuðborgarsvæðisins. „Ef þú leigir þetta ekki á fleiri hundruð þúsund þá er þetta í AirBnb-leigu. Maður heyrir þetta hjá þeim sem eru að leigja að þegar leigan hækkar og ef að það er eitthvað sett út á það, þá er alltaf bent á þetta,“ segir gröfumaður sem blaðamaður Vísis rakst á við vinnu á uppstigningardag. „Ég sá nú bara auglýsingu í síðustu viku þar sem var verið að auglýsa 95 fermetra íbúð á 190 þúsund á mánuði,“ segir hann. „Hvernig á einstætt foreldri að borga af því,“ segir vinnufélagi hans sem kom aðvífandi þegar hann sá að blaðamaður var farinn að trufla störf gröfumannsins.Líkt og sjá má er leiguverð töluvert hærra á Akureyri en annars staðar á landsbyggðinni.Mynd/Íbúðarlánasjóður.150 þúsund fyrir eins herbergja íbúð Sagðist gröfumaðurinn vera búinn að kaupa sér lóð á Hrafnagili, rétt fyrir utan Akureyri, utan sveitarfélagsins, þar sem lóðir væru mun dýrari í bænum en þar. „Ég skoðaði það að byggja hérna en munurinn er of mikill. 2,8 milljónir þar á móti 8 milljónum hér. Ég skoðaði eina skitna lóð hérna sem var verið að úthluta á klöppinni fyrir ofan Þórsvöllinn. Þar var lóðin á 6,3 milljónir, pínulítil lóð þar sem átti eftir að fleyga klöppina sem er miklu dýrara en að keyra möl í hana,“ segir gröfumaðurinn sem sér því fram á að geta byggt sér stærra hús fyrir mismuninn, án þess þó að missa af þeirri þjónustu sem er í boði á Akureyri enda Hrafnagil aðeins í um tíu mínútna fjarlægð frá Akureyri. Fjóla Björk hafði sömu sögu að segja en hún sagðist þekkja marga sem væru á leigumarkaði á Akureyri að borga háa leigu. „Tvær vinkonur mínar eru að leigja og það var erfitt fyrir þær að finna íbúð. Þær fundu svo íbúðir á endanum en eru að borga 150 þúsund fyrir litla eins herbergja íbúð,“ segir Fjóla Björk. Leigir hún sjálf húsnæði hjá fjölskyldu sinni sem hún segir vera lúxus sem ekki allir hafi en að sama skapi sér hún ekki fram á að hún og maður hennar geti keypt sér íbúð á næstunni. „Húsnæðisskorturinn er það sem skiptir mestu máli. Verð á leigu og verð á íbúðum er bara, ég veit ekki hvernig við eigum að fara að því. Það er bæði allt of dýrt að kaupa og leigja,“ segir Fjóla Björk. Margir að pæla í að byggja „Ungt fólk með tvö börn, ég er ekki búin að prófa hvort við komumst í gegnum eitthvað greiðslumat en mér finnst það mjög ólíklegt. Ég er í fæðingarorlofi og maðurinn minn er nýbyrjaður að vinna. Ég held að eitthvað verði að breytast til að við eigum séns á að kaupa íbúð,“ segir Fjóla Björk. Þá segir hún einnig að þeir sem séu í kauphugleiðingum í hennar vinahóp horfi til þess að byggja sína eigin íbúð, til þess að eiga möguleika á því að eignast fasteign. Þeir virðast vera í sömu hugleiðingum og gröfumaðurinn hér að ofan. „Þeir sem eru að pæla í að kaupa eru að pæla í að kaupa lóðir einhvers staðar utan við bæinn eða á Dalvík til þess að byggja. Það virðist vera helsti kosturinn núna,“ segir Fjóla Björk.Byggingarkranar eru komnir á stjá á Akureyri á ný líkt og víða annars staðar á Íslandi.Vísir/Tryggvi.Hagahverfi rís þar sem áður voru bara hestar Töluverð uppbygging á sér stað á Akureyri í húsnæðismálum og er nú verið að byggja heilt nýtt hverfi sunnan við nýjasta hverfi bæjarins, Naustahverfið. Hið nýja hverfi ber nafnið Hagahverfi og þótti blaðamanni, sem er uppalinn Akureyringur, nokkuð ótrúlegt að sjá hversu langt bærinn hefur teygt sig í átt að Kjarnaskógi. Þegar blaðamaður var að alast upp á Akureyri voru þar ekkert nema hagar og einstöku hestar á ferð. Nú eru það hins vegar byggingakranar, steypumót og verkamenn sem setja svip sinn hagana. Töluvert hefur verið byggt á skömmum tíma en uppbygging þar er tiltölulega nýhafin. Alls er gert ráð fyrir að 1500 íbúðir verði í hverfinu þegar það verður fullbyggt.Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS byggi, rótgrónu verktakafyrirtæki á Akureyri, tók á móti blaðamanni í íbúð í nýju fjölbýlishúsi í Kristjánshaga 2 og fór yfir stöðu mála í byggingarframkvæmdum á Akureyri.„Það eru allir stærri verktakar bæjarins sem hafa verið að byggja og selja í gegnum tíðina hér með lóðir,“ segir Helgi Örn en aðaluppbygging á húsnæði á Akureyri um þessar mundir fer fram í Hagahverfi en einnig er unnið að þéttingarverkefnum í miðbæ Akureyrar.Hér að neðan má sjá myndband sem Friðrik Þór Halldórsson, tökumaður Stöðvar 2, tók með aðstoð dróna af hinu nýja Hagahverfi á Akureyri.Íbúðin sem blaðamaður fékk að skoða var fjögurra herbergja íbúð, 88 fermetrar að stærð og segir Helgi Örn að flestar íbúðirnar í hverfinu, í það minnsta þær sem eru í fjölbýlishúsunum, séu í minni kantinum.En hverjir eru að kaupa þessar nýju íbúðir?„Þetta eru stéttarfélög sem eru að kaupa orlofsíbúðir, þetta er fólk sem er að kaupa sína fyrstu eða aðra fasteign, ungt fólk, og svo eldra fólk sem er að minnka við sig,“ segir Helgi Örn.Á þeirri lóð sem fjölbýlishúsið að Kristjánshaga 2 stendur stefnir SS byggir á að reisa fimm hús alls, eitt er þegar risið og annað langt komið. Telur Helgi Örn að undanfarin ár hafi eftirspurn eftir húsnæði verið meiri á Akureyri en framboðið en nú sé að koma jafnvægi á markaðinn og stefni SS byggir á því að byggja sín hús jafnt og þétt eftir þörfum. „Á þessu byggingasvæði getum við aðeins hagað hraða uppbyggingarinnar í takti við þörf markaðarins“, segir Helgi Örn.Skárri staða en í Reykjavík Undir það tekur fasteignasalinn Arnar sem segist hafa í samskiptum sínum við verktaka orðið var við að þeir séu meira í því að byggja smærri íbúðir en áður. „Þeir eru að byggja minni eignir, færri fermetra en miklu skemmtilegra skipulag og nýting á fermetrum er mikið betri í nýbyggingum sem er verið að selja og þeim sem er að koma. Þeir eru að pæla mikið í því þannig að ódýrari eignir, tveggja til þriggja herbergja, eru að koma á markaðinn og unga fólkið getur keypt það,“ segir Arnar. Hann bendir þó á að fasteignaverð hafi hækkað töluvert á Akureyri undanfarin ár, líkt og gerst hefur á höfuðborgarsvæðinu. „Auðvitað gerir það að verkum að það er erfiðara fyrir yngra fólk að komast inn á markaðinn en engu að síður þá er verðið töluvert mikið lægra en í Reykjavík þannig að unga fólkið kemst alveg inn á markaðinn. En auðvitað er það erfitt, það er alveg ljóst.“Stórborgin í dulargervi smábæjar Þrátt fyrir þessa vankanta og ýmsa aðra sem ekki verða tíundaðir hér eru viðmælendur Vísis á Akureyri almennt sammála um að á Akureyri sé gott að búa. Almennt heyrist blaðamanni að Akureyringum þyki bærinn vera stórborg í dulargervi smábæjar. Smæðin veiti öryggi en fjölmennið, á hinn íslenska mælikvarða, geri það að verkum að margvísleg þjónusta og afþreying blómstrar í bænum. Það segir ýmislegt að þrátt fyrir glímu Fjólu Bjarkar við fasteignamarkaðinn á Akureyri og biðlistana hjá dagforeldrunum líði henni best á Akureyri. Stutt er síðan hún flutti frá Kaupmannahöfn í bæinn. „Það sem skiptir máli fyrir mig er að það er mikil afþreying fyrir krakka. Þetta er lítill bær og það er mikið öryggi. Ég er í fæðingarorlofi og fyrir mig að geta verið með stelpuna í einhverri dagskrá nánast á hverjum degi er bara frábært, að geta farið upp í fjall eða á skauta á veturna og fótbolti og alls konar íþróttastarf á sumrin. Fólk getur alltaf kvartað og kveinað en það er mjög gott að búa hér.“
Dagvistun barna er eitt af stóru málunum á Akureyri Íbúum á Akureyri hefur fjölgað nokkuð hratt á undanförnum misserum sem hefur skapað vandræði á leikskólum bæjarins. 14. maí 2018 23:27
„Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30
„Um leið og það kemur hálka þá fer ég ekki yfir“ Blaðamaður Vísis kom víða við á þriggja daga ferð sinni um Austurland í lok apríl síðastliðnum og ræddi við fjölda fólks um helstu málin í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. 8. maí 2018 10:00
Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00