Skoða alvarlega að flýja slæmt ástand í leikskólamálum Sveinn Arnarsson skrifar 21. apríl 2017 06:00 Foreldrar á Akureyri eru hræddir um mikið tekjutap næsta haust þar sem börn komast ekki inn á leikskóla. Fréttablaðið/Pjetur Foreldrar barna á Akureyri sem fædd eru árið 2016 íhuga margir að flytja í nágrannabyggðir til að fá pláss í leikskóla fyrir börn sín. Aðeins örfá börn komast í leikskóla næsta haust á Akureyri. Oddvitar minnihlutaflokka í bæjarstjórn segjast undrast andvaraleysi meirihlutans. „Þetta er grafalvarleg staða sem komin er upp. Kerfið er einfaldlega ekki að virka og metnaður virðist ekki vera fyrir hendi til að breyta kerfinu,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG í bæjarstjórn. Sóley Björk Stefánsdóttir, Oddviti VG á Akureyri.„Bak við tölurnar eru fjölskyldur sem munu eiga í fjárhagslegum erfiðleikum næsta vetur. Þessu verður líklega ekki breytt fyrr en fleiri konur komast í oddvitastöður í bæjarstjórninni hér á Akureyri.“ Akureyri hefur frá 2008 haft þá stefnu að bjóða börnum inngöngu í leikskóla við átján mánaða aldur. Einsýnt er að sum börn komist ekki inn fyrr en langt komin á þriðja aldursár. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi fræðslustjóri Akureyrar, segir málið alvarlegt. „Ég hef óskað eftir því að fá gögn um stöðuna. Það er á hreinu að það verður að bregðast við þessu og sjá hvaða leiðir eru mögulegar.Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á AkureyriSamkvæmt heimildum fréttastofu eru foreldrar farnir að hugsa sér til hreyfings úr sveitarfélaginu. Hugrún Sigmundsdóttir, leikskólastjóri í Eyjafjarðarsveit sunnan Akureyrar, staðfestir við Fréttablaðið að hún hafi fengið símtöl frá áhyggjufullum foreldrum á Akureyri til að spyrjast fyrir um leikskólapláss. Dagbjört Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs, segir lítið hægt að gera í málinu en ný skólastefna sé í burðarliðnum. Ekki sé hægt að tryggja átján mánaða börnum inngöngu í leikskóla á þessu hausti. „Þetta er stór árgangur sem er núna og við vissum það fyrir. Strax á næsta ári verður ástandið betra. Það er voðalega lítið sem við getum gert akkúrat núna meira en við erum að gera.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Foreldrar barna á Akureyri sem fædd eru árið 2016 íhuga margir að flytja í nágrannabyggðir til að fá pláss í leikskóla fyrir börn sín. Aðeins örfá börn komast í leikskóla næsta haust á Akureyri. Oddvitar minnihlutaflokka í bæjarstjórn segjast undrast andvaraleysi meirihlutans. „Þetta er grafalvarleg staða sem komin er upp. Kerfið er einfaldlega ekki að virka og metnaður virðist ekki vera fyrir hendi til að breyta kerfinu,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti VG í bæjarstjórn. Sóley Björk Stefánsdóttir, Oddviti VG á Akureyri.„Bak við tölurnar eru fjölskyldur sem munu eiga í fjárhagslegum erfiðleikum næsta vetur. Þessu verður líklega ekki breytt fyrr en fleiri konur komast í oddvitastöður í bæjarstjórninni hér á Akureyri.“ Akureyri hefur frá 2008 haft þá stefnu að bjóða börnum inngöngu í leikskóla við átján mánaða aldur. Einsýnt er að sum börn komist ekki inn fyrr en langt komin á þriðja aldursár. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi fræðslustjóri Akureyrar, segir málið alvarlegt. „Ég hef óskað eftir því að fá gögn um stöðuna. Það er á hreinu að það verður að bregðast við þessu og sjá hvaða leiðir eru mögulegar.Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á AkureyriSamkvæmt heimildum fréttastofu eru foreldrar farnir að hugsa sér til hreyfings úr sveitarfélaginu. Hugrún Sigmundsdóttir, leikskólastjóri í Eyjafjarðarsveit sunnan Akureyrar, staðfestir við Fréttablaðið að hún hafi fengið símtöl frá áhyggjufullum foreldrum á Akureyri til að spyrjast fyrir um leikskólapláss. Dagbjört Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs, segir lítið hægt að gera í málinu en ný skólastefna sé í burðarliðnum. Ekki sé hægt að tryggja átján mánaða börnum inngöngu í leikskóla á þessu hausti. „Þetta er stór árgangur sem er núna og við vissum það fyrir. Strax á næsta ári verður ástandið betra. Það er voðalega lítið sem við getum gert akkúrat núna meira en við erum að gera.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent