Ráðherra saknar virkrar samkeppni í raforkusölu Kristján Már Unnarsson skrifar 16. maí 2018 11:20 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Landsvirkjunar. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Fjármálaráðherra vill að þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar verði að veruleika á aldarafmæli fullveldisins. Ráðherrann lýsti á ársfundi fyrirtækisins áhyggjum yfir því hversu lítil samkeppni væri í raforkusölu hérlendis. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Staða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari, var viðkvæðið í ræðum dagsins. Stjórnarformaðurinn, Jónas Þór Guðmundsson, sagði tekjur síðasta árs hafa verið meiri en nokkru sinni fyrr. Eigandinn, ríkissjóður, á von á tugmilljarða árlegum arðgreiðslum sem ríkisstjórnin undirbýr að renni í þjóðarsjóð. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þessa hugmynd verða að veruleika, - við myndum innsigla þessa hugmynd, - á þessu aldarafmæli fullveldisins,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ávarpi sínu. Ráðherra nýtti ársfundinn til að lýsa áhyggjum af umfangi hins opinbera. Hann kvaðst efast um að menn hefðu áður séð jafn hátt hlutfall atvinnustarfseminnar í landinu í opinberri eigu eða í óbeinni eigu almennings í gegnum lífeyrissjóði. Raforkumarkaðnum lýsti hann þannig að þar væri hið opinbera yfir og allt um kring. Ríki og sveitarfélög ættu nær alfarið framleiðslufyrirtækin. Flutningafyrirtækið og dreifiveiturnar væru í opinberri eigu og háð sérleyfum. „Á raforkumarkaði, þar sem ætlunin var að ná fram samkeppni, eru fá merki þess að hún sé í reynd til staðar,“ sagði Bjarni og spurði hvort opinber fyrirtæki þyrftu að vera allsráðandi á smásölumarkaði. „Í það minnsta er augljóst að samkeppni á smásölumarkaði er mun minni hér á landi en í nágrannalöndunum. Þó við tækjum ekki annað en bara til vitnis um það en hversu margir skipta um smásöluaðila á ári á Íslandi. Það er svona hálft til eitt prósent. En á Norðurlöndunum liggja þessar tölur í kringum tíu prósentin,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Fjármálaráðherra vill að þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar verði að veruleika á aldarafmæli fullveldisins. Ráðherrann lýsti á ársfundi fyrirtækisins áhyggjum yfir því hversu lítil samkeppni væri í raforkusölu hérlendis. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Staða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari, var viðkvæðið í ræðum dagsins. Stjórnarformaðurinn, Jónas Þór Guðmundsson, sagði tekjur síðasta árs hafa verið meiri en nokkru sinni fyrr. Eigandinn, ríkissjóður, á von á tugmilljarða árlegum arðgreiðslum sem ríkisstjórnin undirbýr að renni í þjóðarsjóð. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þessa hugmynd verða að veruleika, - við myndum innsigla þessa hugmynd, - á þessu aldarafmæli fullveldisins,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ávarpi sínu. Ráðherra nýtti ársfundinn til að lýsa áhyggjum af umfangi hins opinbera. Hann kvaðst efast um að menn hefðu áður séð jafn hátt hlutfall atvinnustarfseminnar í landinu í opinberri eigu eða í óbeinni eigu almennings í gegnum lífeyrissjóði. Raforkumarkaðnum lýsti hann þannig að þar væri hið opinbera yfir og allt um kring. Ríki og sveitarfélög ættu nær alfarið framleiðslufyrirtækin. Flutningafyrirtækið og dreifiveiturnar væru í opinberri eigu og háð sérleyfum. „Á raforkumarkaði, þar sem ætlunin var að ná fram samkeppni, eru fá merki þess að hún sé í reynd til staðar,“ sagði Bjarni og spurði hvort opinber fyrirtæki þyrftu að vera allsráðandi á smásölumarkaði. „Í það minnsta er augljóst að samkeppni á smásölumarkaði er mun minni hér á landi en í nágrannalöndunum. Þó við tækjum ekki annað en bara til vitnis um það en hversu margir skipta um smásöluaðila á ári á Íslandi. Það er svona hálft til eitt prósent. En á Norðurlöndunum liggja þessar tölur í kringum tíu prósentin,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45
Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30
Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu. 16. maí 2018 06:00