Ekkert því til fyrirstöðu að rækta þörunga við Ísland Kristján Már Unnarsson skrifar 15. maí 2018 21:30 Karl Gunnarsson, líffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að rækta þörunga við Ísland, að mati sérfræðings Hafrannsóknastofnunar, sem segir þess virði að skoða hvar þörungabúskapur henti best. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Í Bandaríkjunum eru bændur hvattir til að rækta þörunga til manneldis, enda þykja þeir holl fæða og vinna gegn súrnun sjávar. En hvað með Ísland? Þegar gengið er um íslenskar fjörur má glöggt sjá að þessar plöntur hafsins dafna vel hér við land. En liggja tækifæri í þeim?Bandarískur bóndi í þörungarækt. Er þetta eitthvað fyrir Íslendinga?Skjáskot/60 mínútur.Helsti sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar um botnþörunga er Karl Gunnarsson líffræðingur. Hann segir að við Ísland vaxi um 300 tegundir. „Okkur telst til að með þægilegu móti mætti nýta til matar einhversstaðar á milli 20 og 30 tegundir af þessum stóru brúnþörungum. Það er náttúrlega misjafnlega mikið af þeim, þeir eru misjafnlega stórir og misjafnlega aðgengilegir,“ segir Karl. Hann bendir raunar á að nú þegar sé einn aðili í Stykkishólmi að rækta beltisþara til sölu í veitingahús. Þá séu margir sem tíni beltisþara til manneldis, þurrki hann og pakki, og selji á markað, meðal annars í verslanir í Reykjavík. Beltisþari þykir einna vænlegastur matþörunga til ræktunar.Skjáskot/60 mínútur.Tæknilega segir Karl ekkert því til fyrirstöðu að hér verði þörungabúgarðar. Aðstæður hér séu ágætar fyrir vöxt beltisþara. „Eina vandamálið sem ég sæi er að það væru nægilega stór svæði sem væru nægilega skjólgóð fyrir þessa ræktun. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða sérstaklega. Hvar hentugast er að rækta hann? Hvar vex hann best? Og hvar fær hann næði þannig að hann slitni ekki af böndunum út af öldugangi eða straumi? -En þetta er þess virði að skoða þetta? „Já, alveg vafalaust er það, í mínum huga,“ svarar Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hvetja bændur til að hefja þörungabúskap Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis. 10. maí 2018 21:00 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að rækta þörunga við Ísland, að mati sérfræðings Hafrannsóknastofnunar, sem segir þess virði að skoða hvar þörungabúskapur henti best. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Í Bandaríkjunum eru bændur hvattir til að rækta þörunga til manneldis, enda þykja þeir holl fæða og vinna gegn súrnun sjávar. En hvað með Ísland? Þegar gengið er um íslenskar fjörur má glöggt sjá að þessar plöntur hafsins dafna vel hér við land. En liggja tækifæri í þeim?Bandarískur bóndi í þörungarækt. Er þetta eitthvað fyrir Íslendinga?Skjáskot/60 mínútur.Helsti sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar um botnþörunga er Karl Gunnarsson líffræðingur. Hann segir að við Ísland vaxi um 300 tegundir. „Okkur telst til að með þægilegu móti mætti nýta til matar einhversstaðar á milli 20 og 30 tegundir af þessum stóru brúnþörungum. Það er náttúrlega misjafnlega mikið af þeim, þeir eru misjafnlega stórir og misjafnlega aðgengilegir,“ segir Karl. Hann bendir raunar á að nú þegar sé einn aðili í Stykkishólmi að rækta beltisþara til sölu í veitingahús. Þá séu margir sem tíni beltisþara til manneldis, þurrki hann og pakki, og selji á markað, meðal annars í verslanir í Reykjavík. Beltisþari þykir einna vænlegastur matþörunga til ræktunar.Skjáskot/60 mínútur.Tæknilega segir Karl ekkert því til fyrirstöðu að hér verði þörungabúgarðar. Aðstæður hér séu ágætar fyrir vöxt beltisþara. „Eina vandamálið sem ég sæi er að það væru nægilega stór svæði sem væru nægilega skjólgóð fyrir þessa ræktun. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða sérstaklega. Hvar hentugast er að rækta hann? Hvar vex hann best? Og hvar fær hann næði þannig að hann slitni ekki af böndunum út af öldugangi eða straumi? -En þetta er þess virði að skoða þetta? „Já, alveg vafalaust er það, í mínum huga,“ svarar Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hvetja bændur til að hefja þörungabúskap Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis. 10. maí 2018 21:00 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Hvetja bændur til að hefja þörungabúskap Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis. 10. maí 2018 21:00