Biskup fór ekki að lögum við skipun Páls í embætti héraðsprests Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2018 19:25 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fór ekki að lögum við skipun Páls Ágústs Pálssonar í embætti héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis í júlí í fyrra. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að biskup hefði átt að skipa Pál í embættið til fimm ára og féllst á kröfu hans um að biskup gæfi út erindisbréf Páli til handa með gildistíma frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022.Hjónin Karen Lind Ólafsdóttir og Páll Ágúst Ólafsson.Vísir/EgillForsaga málsins er sú að Páll var skipaður sóknarprestur á Staðarstað og jafnframt héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi í desember 2013. Í kjölfarið risu upp deilur milli Páls og biskups en upphaf þeirra má rekja til umfangsmikilla viðgerða sem nauðsynlegt þótti að ráðast í á prestssetrinu á Staðarstað.Sjá einnig: Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Biskup tilkynnti Páli svo í fyrrasumar að embættinu hefði borist áskorun um að leysa hann frá störfum sem sóknarprestur á Staðarstað. Í bréfi biskups var Páli boðið að færast í starf héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis þann tíma sem eftir væri af tímabundinni skipun hans í embætti sóknarprests á Staðarstað, nánar tiltekið til 30. nóvember 2018. Biskup skipaði Pál svo til embættis héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis til fimm ára og skipunartíminn þannig miðaður við skipun hans í embætti sóknarprests á Staðarstað. Þessu vildi Páll ekki una og vildi meina að þegar hann var skipaður héraðsprestur hefði nýr fimm ára skipunartími átt að hefjast. Þessa kröfu Páls féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á í gær, m.a. vegna þess að Páll hafði í reynd verið fluttur í nýtt embætti héraðsprests og þannig hafi skipunartíma hans í embætti sóknarprests að Staðarstað lokið. Þá var biskupi auk þess gert að greiða Páli 1,4 milljón króna í málskostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild hér. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Prestshjónin á Staðastað: „Ef við förum þessa leið þá erum við að svíkja drenginn okkar“ Sóknarprestur á Staðastað segir þjóðkirkjuna hafa brugðist fjölskyldu sinni eftir að upp komst um myglu í íbúðarhúsnæði á prestsetursjörðinni. Börn hans hafi hlotið skaða af. 1. mars 2017 19:45 Prestur á Staðastað og biskup deila enn Sóknarprestur á Staðastað sem gerður var að héraðspresti eftir deilur telur sig eiga að fá skipun til ársins 2022 en biskup hafnar því. Presturinn segir kirkjuna leyna gögnum um myglu. 26. september 2017 06:00 Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Heilbrigðiseftirlit Vesturlands taldi í lok mars í fyrra er viðgerðum lauk að prestsbústaðurinn á Staðastað væri ekki heilsuspillandi. Kirkjan viðurkennir myglu í húsinu fyrir þann tíma. Þess er krafist að sóknarpresturinn endurgreiði 2. mars 2017 07:00 Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fór ekki að lögum við skipun Páls Ágústs Pálssonar í embætti héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis í júlí í fyrra. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að biskup hefði átt að skipa Pál í embættið til fimm ára og féllst á kröfu hans um að biskup gæfi út erindisbréf Páli til handa með gildistíma frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022.Hjónin Karen Lind Ólafsdóttir og Páll Ágúst Ólafsson.Vísir/EgillForsaga málsins er sú að Páll var skipaður sóknarprestur á Staðarstað og jafnframt héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi í desember 2013. Í kjölfarið risu upp deilur milli Páls og biskups en upphaf þeirra má rekja til umfangsmikilla viðgerða sem nauðsynlegt þótti að ráðast í á prestssetrinu á Staðarstað.Sjá einnig: Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Biskup tilkynnti Páli svo í fyrrasumar að embættinu hefði borist áskorun um að leysa hann frá störfum sem sóknarprestur á Staðarstað. Í bréfi biskups var Páli boðið að færast í starf héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis þann tíma sem eftir væri af tímabundinni skipun hans í embætti sóknarprests á Staðarstað, nánar tiltekið til 30. nóvember 2018. Biskup skipaði Pál svo til embættis héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis til fimm ára og skipunartíminn þannig miðaður við skipun hans í embætti sóknarprests á Staðarstað. Þessu vildi Páll ekki una og vildi meina að þegar hann var skipaður héraðsprestur hefði nýr fimm ára skipunartími átt að hefjast. Þessa kröfu Páls féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á í gær, m.a. vegna þess að Páll hafði í reynd verið fluttur í nýtt embætti héraðsprests og þannig hafi skipunartíma hans í embætti sóknarprests að Staðarstað lokið. Þá var biskupi auk þess gert að greiða Páli 1,4 milljón króna í málskostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild hér.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Prestshjónin á Staðastað: „Ef við förum þessa leið þá erum við að svíkja drenginn okkar“ Sóknarprestur á Staðastað segir þjóðkirkjuna hafa brugðist fjölskyldu sinni eftir að upp komst um myglu í íbúðarhúsnæði á prestsetursjörðinni. Börn hans hafi hlotið skaða af. 1. mars 2017 19:45 Prestur á Staðastað og biskup deila enn Sóknarprestur á Staðastað sem gerður var að héraðspresti eftir deilur telur sig eiga að fá skipun til ársins 2022 en biskup hafnar því. Presturinn segir kirkjuna leyna gögnum um myglu. 26. september 2017 06:00 Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Heilbrigðiseftirlit Vesturlands taldi í lok mars í fyrra er viðgerðum lauk að prestsbústaðurinn á Staðastað væri ekki heilsuspillandi. Kirkjan viðurkennir myglu í húsinu fyrir þann tíma. Þess er krafist að sóknarpresturinn endurgreiði 2. mars 2017 07:00 Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Prestshjónin á Staðastað: „Ef við förum þessa leið þá erum við að svíkja drenginn okkar“ Sóknarprestur á Staðastað segir þjóðkirkjuna hafa brugðist fjölskyldu sinni eftir að upp komst um myglu í íbúðarhúsnæði á prestsetursjörðinni. Börn hans hafi hlotið skaða af. 1. mars 2017 19:45
Prestur á Staðastað og biskup deila enn Sóknarprestur á Staðastað sem gerður var að héraðspresti eftir deilur telur sig eiga að fá skipun til ársins 2022 en biskup hafnar því. Presturinn segir kirkjuna leyna gögnum um myglu. 26. september 2017 06:00
Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Heilbrigðiseftirlit Vesturlands taldi í lok mars í fyrra er viðgerðum lauk að prestsbústaðurinn á Staðastað væri ekki heilsuspillandi. Kirkjan viðurkennir myglu í húsinu fyrir þann tíma. Þess er krafist að sóknarpresturinn endurgreiði 2. mars 2017 07:00
Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00