Rafmögnuð stikla úr myndinni um Queen og Freddie Mercury Stefán Árni Pálsson skrifar 15. maí 2018 15:15 Kvikmyndin Bohemian Rhapsody verður frumsýnd í haust. Kvikmyndaverið 20th Century Fox hefur birt fyrstu stikluna úr kvikmyndinni Bohemian Rhapsody sem fjallar um hljómsveitina Queen og söngvarann Freddie Mercury. Rami Malek fer með hlutverk söngvarans með röddina mögnuðu sem lést fyrir aldur fram úr alnæmi árið 1991. Bohemian Rhapsody hefur verið í vinnslu síðan 2010 þegar til stóð að Sacha Baron Cohen færi með hlutverk Mercury. Deilur hans við aðra meðlimi Queen, þeirra á meðal gítarleikarann og lagasmiðinn Brian May, varð til þess að hann hætti við þátttöku í verkefninu. Enn bættist á vandann þegar kvikmyndin varð leikstjóralaus þegar Bryan Singer var rekinn eftir mikla fjarveru sökum veikinda. Var Dexter Fletcher, sem leikstýrði meðal annars Eddie the Eagle, fenginn í hans stað. Hann hefur einnið unnið að myndum á borð við Lock, Stock and Two Smoking Barrels, The Three Musketeers, Doom og Kick Ass. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bretlandi þann 24. október, 1. nóvember í Ástralíu og 2. nóvember í Bandaríkjunum. Gera má ráð fyrir að um svipað leyti verði hún tekin til sýninga hér á landi. Rami Malek virðist smellpassa í hlutverkið en hann sló fyrst í gegn í þáttunum Mr. Robot en hér að neðan má sjá stikluna sjálfa. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta myndin af Rami Malek sem Freddie Mercury Leikarinn Rami Malek mun fara með aðalhlutverkið í kvikmyndin Bohemian Rhapsody sem fjallar sem er einskonar ævisaga um söngvarann Freddie Mercury. 6. september 2017 13:30 Kvikmyndin um Freddie Mercury leikstjóralaus Bryan Singer hefur verið rekinn af vegna þess sem kallað er „óareiðanleg hegðun“ hans. 5. desember 2017 06:17 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndaverið 20th Century Fox hefur birt fyrstu stikluna úr kvikmyndinni Bohemian Rhapsody sem fjallar um hljómsveitina Queen og söngvarann Freddie Mercury. Rami Malek fer með hlutverk söngvarans með röddina mögnuðu sem lést fyrir aldur fram úr alnæmi árið 1991. Bohemian Rhapsody hefur verið í vinnslu síðan 2010 þegar til stóð að Sacha Baron Cohen færi með hlutverk Mercury. Deilur hans við aðra meðlimi Queen, þeirra á meðal gítarleikarann og lagasmiðinn Brian May, varð til þess að hann hætti við þátttöku í verkefninu. Enn bættist á vandann þegar kvikmyndin varð leikstjóralaus þegar Bryan Singer var rekinn eftir mikla fjarveru sökum veikinda. Var Dexter Fletcher, sem leikstýrði meðal annars Eddie the Eagle, fenginn í hans stað. Hann hefur einnið unnið að myndum á borð við Lock, Stock and Two Smoking Barrels, The Three Musketeers, Doom og Kick Ass. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bretlandi þann 24. október, 1. nóvember í Ástralíu og 2. nóvember í Bandaríkjunum. Gera má ráð fyrir að um svipað leyti verði hún tekin til sýninga hér á landi. Rami Malek virðist smellpassa í hlutverkið en hann sló fyrst í gegn í þáttunum Mr. Robot en hér að neðan má sjá stikluna sjálfa.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta myndin af Rami Malek sem Freddie Mercury Leikarinn Rami Malek mun fara með aðalhlutverkið í kvikmyndin Bohemian Rhapsody sem fjallar sem er einskonar ævisaga um söngvarann Freddie Mercury. 6. september 2017 13:30 Kvikmyndin um Freddie Mercury leikstjóralaus Bryan Singer hefur verið rekinn af vegna þess sem kallað er „óareiðanleg hegðun“ hans. 5. desember 2017 06:17 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fyrsta myndin af Rami Malek sem Freddie Mercury Leikarinn Rami Malek mun fara með aðalhlutverkið í kvikmyndin Bohemian Rhapsody sem fjallar sem er einskonar ævisaga um söngvarann Freddie Mercury. 6. september 2017 13:30
Kvikmyndin um Freddie Mercury leikstjóralaus Bryan Singer hefur verið rekinn af vegna þess sem kallað er „óareiðanleg hegðun“ hans. 5. desember 2017 06:17