Vill að þjóðarsjóðurinn verði að veruleika á þessu ári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2018 14:52 Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar í dag. Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, vill sjá þjóðarsjóð verða að veruleika í ár, á 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á ársfundi Landsvirkjunar sem hófst klukkan 14 í dag en í síðasta mánuði var greint frá því að stefnt væri að frumvarpi um þjóðarsjóðinn næsta vetur. Yfirskrift fundarins er „Á traustum grunni“ en fyrirtækið, sem er að fullu í eigu ríkisins, stendur vel. Þannig hefur hagnaður þess aldrei verið meiri en á árinu 2017 þegar hann nam 11,2 milljörðum króna. Í ávarpi sínu í dag rifjaði Bjarni upp að hann hefði fyrst viðrað hugmyndina um þjóðarsjóð á ársfundi Landsvirkjunar árið 2016. Í sjóðinn yrði safnað arðgreiðslum Landsvirkjunar sem og annarra orkufyrirtækja í eigu ríkisins.Sjá einnig:Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar „Það má segja að hér hafi hið fornkveðna gilt, það er að segja að góðir hlutir gerist stundum hægt en það ber ekki að skilja svo að það hafi ekkert gerst í millitíðinni,“ sagði Bjarni á fundinum í dag. Hann nefndi að starfshópur um þjóðarsjóð hafi verið að störfum og að stjórnarflokkarnir væru sammála um að stofna ætti slíkan sjóð. Það birtist í stjórnarsáttmálanum. „En ég hef líka alltaf lagt áherslu á að það að það geti tekist um slíkt verkefni sem allra breiðust sátt, sérstaklega um útfærsluna og fyrirkomulag sjóðsins. En ég get ekki annað sagt en að ég myndi gjarnan vilja sjá þessa hugmynd verða að veruleika, að við myndum innsigla þessa hugmynd, á þessu aldarafmæli fullveldisins,“ sagði Bjarni. Hann sagði hugmyndina um þjóðarsjóðinn eiga sér rætur í mjög sterkum rekstri Landsvirkjunar. Þannig hafi fjárhagsleg staða fyrirtækisins aldrei verið betri og niðurgreiðsla lána verið umtalsverð undanfarin ár samhliða miklum framkvæmdum. Þessi góða staða gerði það að verkum að á næstum árum gætu umtalsverðar arðgreiðslur runnið til eiganda fyrirtæksins, það er ríkisins. Tengdar fréttir Þjóðarsjóður í undirbúningi í fullri sátt Vinna að stofnun þjóðarsjóðs hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Tæki við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum og önnur fjármögnun kemur vel til greina. Þverpólitískur vilji til staðar. Landsvirkjun í færum á tí- eða tuttuguföldu 15. apríl 2016 07:00 Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Velta fyrir sér ráðstöfun óstofnaðs íslensks þjóðarsjóðs Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin um íslenskan þjóðarsjóð er viðruð. Umræðan hefur staðið í um það bil tvo áratugi og skipaði Alþingi til að mynda auðlindanefnd árið 1998 sem lagði til stofnun íslensks þjóðarsjóðs þar sem arður og gjöld af auðlindum þjóðarinnar yrðu ávaxtaðar. 6. desember 2017 12:07 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, vill sjá þjóðarsjóð verða að veruleika í ár, á 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á ársfundi Landsvirkjunar sem hófst klukkan 14 í dag en í síðasta mánuði var greint frá því að stefnt væri að frumvarpi um þjóðarsjóðinn næsta vetur. Yfirskrift fundarins er „Á traustum grunni“ en fyrirtækið, sem er að fullu í eigu ríkisins, stendur vel. Þannig hefur hagnaður þess aldrei verið meiri en á árinu 2017 þegar hann nam 11,2 milljörðum króna. Í ávarpi sínu í dag rifjaði Bjarni upp að hann hefði fyrst viðrað hugmyndina um þjóðarsjóð á ársfundi Landsvirkjunar árið 2016. Í sjóðinn yrði safnað arðgreiðslum Landsvirkjunar sem og annarra orkufyrirtækja í eigu ríkisins.Sjá einnig:Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar „Það má segja að hér hafi hið fornkveðna gilt, það er að segja að góðir hlutir gerist stundum hægt en það ber ekki að skilja svo að það hafi ekkert gerst í millitíðinni,“ sagði Bjarni á fundinum í dag. Hann nefndi að starfshópur um þjóðarsjóð hafi verið að störfum og að stjórnarflokkarnir væru sammála um að stofna ætti slíkan sjóð. Það birtist í stjórnarsáttmálanum. „En ég hef líka alltaf lagt áherslu á að það að það geti tekist um slíkt verkefni sem allra breiðust sátt, sérstaklega um útfærsluna og fyrirkomulag sjóðsins. En ég get ekki annað sagt en að ég myndi gjarnan vilja sjá þessa hugmynd verða að veruleika, að við myndum innsigla þessa hugmynd, á þessu aldarafmæli fullveldisins,“ sagði Bjarni. Hann sagði hugmyndina um þjóðarsjóðinn eiga sér rætur í mjög sterkum rekstri Landsvirkjunar. Þannig hafi fjárhagsleg staða fyrirtækisins aldrei verið betri og niðurgreiðsla lána verið umtalsverð undanfarin ár samhliða miklum framkvæmdum. Þessi góða staða gerði það að verkum að á næstum árum gætu umtalsverðar arðgreiðslur runnið til eiganda fyrirtæksins, það er ríkisins.
Tengdar fréttir Þjóðarsjóður í undirbúningi í fullri sátt Vinna að stofnun þjóðarsjóðs hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Tæki við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum og önnur fjármögnun kemur vel til greina. Þverpólitískur vilji til staðar. Landsvirkjun í færum á tí- eða tuttuguföldu 15. apríl 2016 07:00 Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Velta fyrir sér ráðstöfun óstofnaðs íslensks þjóðarsjóðs Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin um íslenskan þjóðarsjóð er viðruð. Umræðan hefur staðið í um það bil tvo áratugi og skipaði Alþingi til að mynda auðlindanefnd árið 1998 sem lagði til stofnun íslensks þjóðarsjóðs þar sem arður og gjöld af auðlindum þjóðarinnar yrðu ávaxtaðar. 6. desember 2017 12:07 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Þjóðarsjóður í undirbúningi í fullri sátt Vinna að stofnun þjóðarsjóðs hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Tæki við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum og önnur fjármögnun kemur vel til greina. Þverpólitískur vilji til staðar. Landsvirkjun í færum á tí- eða tuttuguföldu 15. apríl 2016 07:00
Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15
Velta fyrir sér ráðstöfun óstofnaðs íslensks þjóðarsjóðs Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin um íslenskan þjóðarsjóð er viðruð. Umræðan hefur staðið í um það bil tvo áratugi og skipaði Alþingi til að mynda auðlindanefnd árið 1998 sem lagði til stofnun íslensks þjóðarsjóðs þar sem arður og gjöld af auðlindum þjóðarinnar yrðu ávaxtaðar. 6. desember 2017 12:07