Formaður kjaranefndar ljósmæðra segir samninganefndir ljósmæðra og ríkisins þokast nær lausn. Kjaradeilan hefur verið á borði ríkissáttasemjara síðan í byrjun febrúar, en 21 ljósmóðir hefur sagt upp störfum á Landspítalanum samkvæmt upplýsingafulltrúa.
Í dag fór fram óformlegur fundur þar sem hlutar beggja samninganefnda ræddu mögulegar lausnir og stendur til að halda annan slíkan fund á miðvikudag.
Þokast nær lausn í ljósmæðradeilu
Tengdar fréttir

Forstjóri Landspítalans: Óhætt að segja að það sé uggur og urgur í hópi ljósmæðra
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur.

Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna
Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag.

Meðalhækkun sjálfstæðra ljósmæðra var 16,5 prósent
Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi ljósmæður var nýlega birtur. Um lágmarkshækkun var að ræða segir aðili að samningnum. Ljósmæður þurfi að vinna ansi mikið til að vera með einhver laun.