Kvennahreyfingin mætir ekki á frambjóðendafund Kennarafélags vegna Ragnars Þórs Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2018 18:18 Ragnar Þór Pétursson er nýr formaður Kennarasambands Íslands. vísir/vilhelm Kvennahreyfingin ætlar ekki að taka þátt í fundi Kennarafélags Reykjavíkur í kvöld með frambjóðendum til borgarstjórnar. Ástæðan er að fundurinn á að hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að Ragnar Þór hafi ekki verið tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo byltingarinnar. „Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangegninni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni.“Sjá einnig: Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Í yfirlýsingunni kemur fram að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun fyrir kvennahreyfinguna. „Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu.“ Eftir ítarlega yfirferð á málinu ákváðu þær að þiggja ekki boð um þátttöku. „Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils.“Listi flokksins var kynntur á Bríetartorgi fyrr í þessum mánuði.Vísir/EgillYfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan: Í kvöld mun Kennarafélag Reykjavíkur standa fyrir fundi með frambjóðendum til borgarstjórnar. Fundurinn mun hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar.Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangenginni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni. Ákvörðun um að þiggja boð Kennarafélagsins eða ekki reyndist okkur því mjög erfið.Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu. Kvennahreyfingin telur skólakerfið gegna mikilvægu hlutverki í jafnréttismálum og telur brýnt að ræða þær leiðir sem færar eru til að tryggja að börnin okkar geti þroskast og elfst án skaðlegra áhrifa staðalmynda kynjanna og hvernig skólakerfið getur tekið þátt í að byggja öruggara umhverfi fyrir okkur öll.Sú klemma sem við upplifum með fundarboðinu er gott dæmi um dagleg viðfangsefni fólksins í borginni okkar. Öll þekkjum við gerendur og þolendur, meinta eða ekki. Við þurfum stöðugt að velta fyrir okkur áhrifum þess sem við gerum og segjum og hvernig við getum staðið með þolendum, jafnvel þó það kosti fórnir, erfiðar rökræður, útskýringar og jafnvel úthrópanir.Eftir ítarlega yfirferð á málinu höfum við þó ákveðið að þiggja ekki boð um þátttöku í fundinum. Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils. MeToo Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Ragnar tók við formennskunni eftir átakafund sambandsins Hitafundur varhjá Kennarasambandi Íslands í gær þar sem nýr formaður tók við. 14. apríl 2018 07:45 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Kvennahreyfingin ætlar ekki að taka þátt í fundi Kennarafélags Reykjavíkur í kvöld með frambjóðendum til borgarstjórnar. Ástæðan er að fundurinn á að hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að Ragnar Þór hafi ekki verið tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo byltingarinnar. „Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangegninni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni.“Sjá einnig: Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Í yfirlýsingunni kemur fram að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun fyrir kvennahreyfinguna. „Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu.“ Eftir ítarlega yfirferð á málinu ákváðu þær að þiggja ekki boð um þátttöku. „Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils.“Listi flokksins var kynntur á Bríetartorgi fyrr í þessum mánuði.Vísir/EgillYfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan: Í kvöld mun Kennarafélag Reykjavíkur standa fyrir fundi með frambjóðendum til borgarstjórnar. Fundurinn mun hefjast á opnunarerindi nýs formanns Kennarasambandsins, Ragnars Þórs Péturssonar.Á landsþingi KÍ var skorað á Ragnar Þór að taka ekki við formennsku sambandsins nema að undangenginni nýrri kosningu, enda höfðu alvarlegar ásakanir um blygðunarbrot litið dagsins ljós eftir að kosning í embættið fór fram. Tillögunni var vísað frá af naumum meirihluta þingfulltrúa og Ragnar Þór varð ekki við áskoruninni. Ákvörðun um að þiggja boð Kennarafélagsins eða ekki reyndist okkur því mjög erfið.Kvennahreyfingin er femínískt afl. Hún vill uppræta ofbeldi, hlusta á raddir þolenda og taka þær alvarlega á sama tíma og hún vill standa með kennurum sem eru vanmetin lykilstétt í samfélaginu. Kvennahreyfingin telur skólakerfið gegna mikilvægu hlutverki í jafnréttismálum og telur brýnt að ræða þær leiðir sem færar eru til að tryggja að börnin okkar geti þroskast og elfst án skaðlegra áhrifa staðalmynda kynjanna og hvernig skólakerfið getur tekið þátt í að byggja öruggara umhverfi fyrir okkur öll.Sú klemma sem við upplifum með fundarboðinu er gott dæmi um dagleg viðfangsefni fólksins í borginni okkar. Öll þekkjum við gerendur og þolendur, meinta eða ekki. Við þurfum stöðugt að velta fyrir okkur áhrifum þess sem við gerum og segjum og hvernig við getum staðið með þolendum, jafnvel þó það kosti fórnir, erfiðar rökræður, útskýringar og jafnvel úthrópanir.Eftir ítarlega yfirferð á málinu höfum við þó ákveðið að þiggja ekki boð um þátttöku í fundinum. Við getum ekki látið sem ekkert sé eftir allt sem á undan er gengið. Við getum ekki tekið þátt í áframhaldandi hunsun og þöggun þolenda með því að hlýða á opnunarerindi manns sem ekki var tilbúinn til að taka þátt og axla ábyrgð í kjölfar #metoo. Okkur þykir það miður, því þannig verðum við af dýrmætu samtali við stétt sem okkur þykir vænt um og metum mikils.
MeToo Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Ragnar tók við formennskunni eftir átakafund sambandsins Hitafundur varhjá Kennarasambandi Íslands í gær þar sem nýr formaður tók við. 14. apríl 2018 07:45 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00
Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38
Ragnar tók við formennskunni eftir átakafund sambandsins Hitafundur varhjá Kennarasambandi Íslands í gær þar sem nýr formaður tók við. 14. apríl 2018 07:45