„Fjöldi ferðamanna er bara einn þáttur af svo miklu fleirum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. maí 2018 19:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. VÍSIR/EYÞÓR Fjöldi ferðamanna er ekki eini þátturinn sem skiptir máli fyrir framtíð ferðaþjónustunnar að sögn ráðherra. Í apríl fækkaði ferðamönnum í fyrsta sinn í átta ár en ferðamálastjóri segir óþarfa að örvænta.Í nýrri samantekt Ferðamálastofu sem birt var í gær kemur fram að brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll hafi fækkað um 3,9% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Það er í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem fækkun hefur verið á milli ára. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir þetta ekki koma á óvart. „Þessi mikli vöxtur sem var, hann er ábyggilega liðinn enda getum við ekki tekið við áframhaldandi slíkum vexti í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Skarphéðinn. „Það sem af er árinu er fjölgun miðað við sömu mánuði í fyrra þannig að það er engin ástæða til þess að örvænta yfir því.“ Skoða þurfi stærra tímabil svo unnt sé að leggja mat á það hvort um raunverulegan samdrátt sé að ræða að sögn Skarphéðins. Undir það tekur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. „Við vissum alveg, og vitum alveg, að vöxturinn er að minnka og ég hef tekið undir með [ferðaþjónustu]greininni þegar greinin segir að fjöldi ferðamanna sé ekki það sem skiptir öllu máli. Auðvitað lítum við til þess en við erum miklu frekar að horfa á dreifingu þeirra, eyðslu þeirra, dvalartíma, ferðahegðun og þessa þætti,“ segir Þórdís. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, fækkunina vera til marks um að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fari versnandi. Ráðherra segir þó fleiri þætti spila inn í. „Samkeppnishæfin Íslands er sterk. Þegar það kemur að verðlagningu og verði á Íslandi, þar erum við ekki jafn sterk,“ segir Þórdís. Vert sé því að fylgjast vel með þróuninni og aðlagast þurfi aðstæðum hverju sinni. „Auðvitað þurfum við að lesa í það ef það eru einhverjar miklar sviptingar en fjöldi ferðamanna er bara einn þáttur af svo miklu fleirum þannig að ég, eins og staðan er núna, hef ekki áhyggjur af stöðunni.“ Tengdar fréttir Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Fjöldi ferðamanna er ekki eini þátturinn sem skiptir máli fyrir framtíð ferðaþjónustunnar að sögn ráðherra. Í apríl fækkaði ferðamönnum í fyrsta sinn í átta ár en ferðamálastjóri segir óþarfa að örvænta.Í nýrri samantekt Ferðamálastofu sem birt var í gær kemur fram að brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll hafi fækkað um 3,9% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Það er í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem fækkun hefur verið á milli ára. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir þetta ekki koma á óvart. „Þessi mikli vöxtur sem var, hann er ábyggilega liðinn enda getum við ekki tekið við áframhaldandi slíkum vexti í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Skarphéðinn. „Það sem af er árinu er fjölgun miðað við sömu mánuði í fyrra þannig að það er engin ástæða til þess að örvænta yfir því.“ Skoða þurfi stærra tímabil svo unnt sé að leggja mat á það hvort um raunverulegan samdrátt sé að ræða að sögn Skarphéðins. Undir það tekur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra. „Við vissum alveg, og vitum alveg, að vöxturinn er að minnka og ég hef tekið undir með [ferðaþjónustu]greininni þegar greinin segir að fjöldi ferðamanna sé ekki það sem skiptir öllu máli. Auðvitað lítum við til þess en við erum miklu frekar að horfa á dreifingu þeirra, eyðslu þeirra, dvalartíma, ferðahegðun og þessa þætti,“ segir Þórdís. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, fækkunina vera til marks um að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fari versnandi. Ráðherra segir þó fleiri þætti spila inn í. „Samkeppnishæfin Íslands er sterk. Þegar það kemur að verðlagningu og verði á Íslandi, þar erum við ekki jafn sterk,“ segir Þórdís. Vert sé því að fylgjast vel með þróuninni og aðlagast þurfi aðstæðum hverju sinni. „Auðvitað þurfum við að lesa í það ef það eru einhverjar miklar sviptingar en fjöldi ferðamanna er bara einn þáttur af svo miklu fleirum þannig að ég, eins og staðan er núna, hef ekki áhyggjur af stöðunni.“
Tengdar fréttir Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00