Sjö fórust í verstu árásinni í tvo áratugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. maí 2018 09:00 Árásin var sú hrottalegasta í áratugi í Ástralíu og mun skilja eftir sig djúpt sár í áströlsku samfélagi. Vísir/EPA Sjö, þar af fjögur börn, fundust látin í smábænum Osmington á suðvesturströnd Ástralíu seint á fimmtudagskvöld. Samkvæmt ástralska ABC News var um að ræða þrjá ættliði sömu fjölskyldu, fjögur börn, móður þeirra, ömmu og afa. Tvær byssur fundust á vettvangi og staðfesti Chris Dawson lögreglustjóri að skotsár væru á hinum látnu. Lögregla vildi þó ekki staðfesta hvort árásin flokkaðist sem fjöldaskotárás. Þá staðfesti lögregla ekki heldur að árásarmaðurinn hefði verið einn hinna látnu, líkt og ástralskir fjölmiðlar hafa sumir haldið fram. „Þessi harmleikur mun koma til með að hafa varanleg áhrif á fjölskylduna, samfélagið í kring og reyndar öll samfélög hér á suðvesturströndinni,“ sagði Dawson á blaðamannafundi Ljóst er að samfélagið í Osmington er slegið. Felicity Haynes, vinur fjölskyldunnar, sagði í samtali við 9 News að málið væri hryllilegt. „Manni verður bara óglatt. Ég hélt að svona lagað gæti ekki gerst hér. Þetta var gott fólk. Þetta er ekki sanngjarnt, þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Haynes. Washington Post greindi frá því í gær að um væri að ræða verstu fjöldaskotárás í Ástralíu í 22 ár, eða allt frá því 35 voru myrt og 23 særð þegar Martin Bryant hóf skotárás á Port Arthur í Tasmaníu árið 1996. Bryant afplánar nú 35 lífstíðardóma auk 1.035 ára í fangelsi án möguleika á reynslulausn. Í gegnum tíðina hefur hann gefið mismunandi ástæður fyrir árásinni. Meðal annars sagst hafa gert árásina til þess að eftir honum yrði munað. Bryant skaut á fólk með Colt AR-15, hálfsjálfvirkum riffli, en eftir árásina kom John Howard, þá nýorðinn forsætisráðherra, á strangri byssulöggjöf. Löggjöfin kallast National Firearms Agreement, eða NFA, og felur í sér bann við eign, framleiðslu og sölu allra hálfsjálfvirkra skotvopna og haglabyssna nema í algjörum undantekningartilfellum. Þá þurfa allir sem vilja kaupa skotvopn að bíða í 28 daga eftir leyfi. Þurfa byssukaupendur jafnframt að sækja námskeið um örugga meðferð skotvopna. Mikill einhugur var um löggjöfina í Ástralíu. Í könnun frá sama ári sögðust 95 prósent Ástrala hlynnt löggjöfinni. Þeir fáu sem stóðu gegn henni sögðu lögin ekki til þess fallin að draga úr skotárásum. Glæpirnir yrðu einungis verri þar sem fórnarlömbin hefðu ekki greiðan aðgang að skotvopnum til að verja sig. Á tuttugu ára afmæli löggjafarinnar árið 2016 fjallaði Washington Post um áhrif hennar og tók fram að engin fjöldaskotárás hefði verið gerð frá því löggjöfinni var komið á. Þá hefði sjálfsmorðstíðni lækkað en tíðni morða er framin voru með skotvopni hefði staðið í stað. Rannsókn ástralska dagblaðsins The Age frá sama ári leiddi hins vegar í ljós að byssutengdum glæpum hafði fjölgað á undanförnum fimm árum í Melbourne. Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Sjö, þar af fjögur börn, fundust látin í smábænum Osmington á suðvesturströnd Ástralíu seint á fimmtudagskvöld. Samkvæmt ástralska ABC News var um að ræða þrjá ættliði sömu fjölskyldu, fjögur börn, móður þeirra, ömmu og afa. Tvær byssur fundust á vettvangi og staðfesti Chris Dawson lögreglustjóri að skotsár væru á hinum látnu. Lögregla vildi þó ekki staðfesta hvort árásin flokkaðist sem fjöldaskotárás. Þá staðfesti lögregla ekki heldur að árásarmaðurinn hefði verið einn hinna látnu, líkt og ástralskir fjölmiðlar hafa sumir haldið fram. „Þessi harmleikur mun koma til með að hafa varanleg áhrif á fjölskylduna, samfélagið í kring og reyndar öll samfélög hér á suðvesturströndinni,“ sagði Dawson á blaðamannafundi Ljóst er að samfélagið í Osmington er slegið. Felicity Haynes, vinur fjölskyldunnar, sagði í samtali við 9 News að málið væri hryllilegt. „Manni verður bara óglatt. Ég hélt að svona lagað gæti ekki gerst hér. Þetta var gott fólk. Þetta er ekki sanngjarnt, þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði Haynes. Washington Post greindi frá því í gær að um væri að ræða verstu fjöldaskotárás í Ástralíu í 22 ár, eða allt frá því 35 voru myrt og 23 særð þegar Martin Bryant hóf skotárás á Port Arthur í Tasmaníu árið 1996. Bryant afplánar nú 35 lífstíðardóma auk 1.035 ára í fangelsi án möguleika á reynslulausn. Í gegnum tíðina hefur hann gefið mismunandi ástæður fyrir árásinni. Meðal annars sagst hafa gert árásina til þess að eftir honum yrði munað. Bryant skaut á fólk með Colt AR-15, hálfsjálfvirkum riffli, en eftir árásina kom John Howard, þá nýorðinn forsætisráðherra, á strangri byssulöggjöf. Löggjöfin kallast National Firearms Agreement, eða NFA, og felur í sér bann við eign, framleiðslu og sölu allra hálfsjálfvirkra skotvopna og haglabyssna nema í algjörum undantekningartilfellum. Þá þurfa allir sem vilja kaupa skotvopn að bíða í 28 daga eftir leyfi. Þurfa byssukaupendur jafnframt að sækja námskeið um örugga meðferð skotvopna. Mikill einhugur var um löggjöfina í Ástralíu. Í könnun frá sama ári sögðust 95 prósent Ástrala hlynnt löggjöfinni. Þeir fáu sem stóðu gegn henni sögðu lögin ekki til þess fallin að draga úr skotárásum. Glæpirnir yrðu einungis verri þar sem fórnarlömbin hefðu ekki greiðan aðgang að skotvopnum til að verja sig. Á tuttugu ára afmæli löggjafarinnar árið 2016 fjallaði Washington Post um áhrif hennar og tók fram að engin fjöldaskotárás hefði verið gerð frá því löggjöfinni var komið á. Þá hefði sjálfsmorðstíðni lækkað en tíðni morða er framin voru með skotvopni hefði staðið í stað. Rannsókn ástralska dagblaðsins The Age frá sama ári leiddi hins vegar í ljós að byssutengdum glæpum hafði fjölgað á undanförnum fimm árum í Melbourne.
Ástralía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira