Efnismiðlun Góða hirðisins opnaði í dag: Margir munir sem geta öðlast framhaldslíf Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. maí 2018 20:15 Það kennir ýmissa grasa í Sorpu við Sævarhöfða þar sem efnismiðlun Góða hirðisins opnaði í dag. Um er að ræða tilraunaverkefni sem hefur farið vel af stað að sögn rektstrarstjóra. Ágóði efnissölunnar mun renna til góðgerðarmála. Á markaðnum er að finna ýmsa muni sem að gætu vel öðlast framhaldslíf. Má þar meðal annars nefna nefna timbur, hurðar, hellur og heilu innréttingarnar - blöndunartæki, reiðhjól og ýmislegt fleira, sem fyrri eigendur hafa losað sig við á haugana. „Hérna erum við búin að tína saman alls konar efni og búið til lítinn markað og svo erum við spennt að sjá hver viðbrögðin verða hjá væntanlegum viðskiptavinum,“ segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu. Hann segir söluna hafa farið ágætlega af stað strax á fyrsta degi. „Fólk hefur náttúrlega í gegnum tíðina töluvert verið að spyrja okkur út í alls konar hluti, hvort það megi taka þetta eða taka hitt, þannig við höfum svo sem áttað okkur á því að það er svolítil eftirspurn. Nú viljum við bara formgera það í þessu því að okkur hugnast það illa þegar það er verið að skríða ofan í gámana“ segir Guðmundur. Talið er að markaðurinn muni nýtast breiðum hópi viðskiptavina, einna helst einstaklingum og skólum, og ekki síður þeim sem stunda einhvers konar listsköpun. Verði verður stillt í hóf að sögn Guðmundar en ef vel gengur og hagnaður verður af sölunni verður hann látinn renna til góðgerðarmála. Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í Sorpu við Sævarhöfða þar sem efnismiðlun Góða hirðisins opnaði í dag. Um er að ræða tilraunaverkefni sem hefur farið vel af stað að sögn rektstrarstjóra. Ágóði efnissölunnar mun renna til góðgerðarmála. Á markaðnum er að finna ýmsa muni sem að gætu vel öðlast framhaldslíf. Má þar meðal annars nefna nefna timbur, hurðar, hellur og heilu innréttingarnar - blöndunartæki, reiðhjól og ýmislegt fleira, sem fyrri eigendur hafa losað sig við á haugana. „Hérna erum við búin að tína saman alls konar efni og búið til lítinn markað og svo erum við spennt að sjá hver viðbrögðin verða hjá væntanlegum viðskiptavinum,“ segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu. Hann segir söluna hafa farið ágætlega af stað strax á fyrsta degi. „Fólk hefur náttúrlega í gegnum tíðina töluvert verið að spyrja okkur út í alls konar hluti, hvort það megi taka þetta eða taka hitt, þannig við höfum svo sem áttað okkur á því að það er svolítil eftirspurn. Nú viljum við bara formgera það í þessu því að okkur hugnast það illa þegar það er verið að skríða ofan í gámana“ segir Guðmundur. Talið er að markaðurinn muni nýtast breiðum hópi viðskiptavina, einna helst einstaklingum og skólum, og ekki síður þeim sem stunda einhvers konar listsköpun. Verði verður stillt í hóf að sögn Guðmundar en ef vel gengur og hagnaður verður af sölunni verður hann látinn renna til góðgerðarmála.
Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira