Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 32-26 | ÍBV tók forystuna Gabríel Sighvatsson í Vestmannaeyjum skrifar 12. maí 2018 20:45 ÍBV er komið yfir. vísir/anton ÍBV og FH mættust síðdegis í dag í Íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum, en þetta var fyrsta viðureign liðanna í úrslitum Olís-deildar karla. Í fyrri hálfleik var leikurinn jafn og skemmtilegur og FH-ingar voru yfir. Í seinni hálfleik mættu Eyjamenn tvíefldir til leiks og tóku leikinn í sínar hendur. Þeir skoruðu fyrstu fimm mörk seinni hálfleiksins og FH-ingar virtust ekki eiga ein svör. Þeir náðu þó að klóra í bakkan og um tíma var FH aðeins einu marki yfir að reyna að jafna leikinn. Þessi eltingarleikur var þreytandi fyrir gestina og þreytan náði til þeirra undir lokin þar sem þeir misstu ÍBV aftur fram úr sér. Eyjamenn keyrðu þá á þá og unnu að lokum sannfærandi sigur 32-26.Af hverju vann ÍBV? Það var rosaleg stemning í Eyjum og þetta er einn erfiðasti völlur landsins heim að sækja. Eyjamenn gerðu nóg í fyrri hálfleik en keyrðu upp tempó-ið í seinni hálfeik og unnu að lokum stemningssigur. Vörnin var algjörlega stórkostleg en FH-ingar áttu í vandræðum oft á tíðum.Hvað gekk illa? Markaskorun í fyrri hálfleik var nánast eingöngu úr hraðaupphlaupum hjá FH og það voru bara tveir menn sem komust á blað hjá gestunum. Í seinni hálfleik gekk mun verr og vörnin hjá ÍBV var mjög góð, á meðan vörn gestanna datt niður.Hverjir stóðu upp úr? Róbert Aron Hostert var ósýnilegur í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik átti hann einn besta hálfleik sinn á þessu tímabili. Aron Rafn Eðvarðsson var magnaður í markinu og hafði betur í rimmunni gegn Ágústi Elí í dag. 24 varðir boltar, takk fyrir! Þó má ekki gleyma frábærri byrjun Óðins Þórs og Einars Rafns sem enduðu báðir með 8 mörk.Hvað gerist næst? Næsti leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn í Kaplakrika kl 19:30.Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara „Við spiluðum virkilega vel í seinni hálfleik og losuðum svolítið um spennuna, það var svolítil spenna í okkur í fyrri hálfleik. Róbert Aron kemur frábær inn í seinni hálfleikinn og margir sem voru að spila mjög vel.“ „Menn voru að spila vel, við vorum ekkert slakir í fyrri hálfleik en svolítið stífir. Menn opnuðu sig aðeins í seinni hálfleik og þá vorum við bara helvíti góðir,“ sagði Arnar. Það voru miklar tilfinningar í spilinu og Agnar Smári sást meðal annars í talsverðu uppnámi á bekknum að því virtist vera og Arnar stóð yfir honum og spjallaði lengi vel við hann. „Aggi er einhver mesti Eyjamaður sem við finnum, hann er búinn að vera hjá okkur í 6 ár. Hann ber miklar tilfinningar til Eyjanna og Eyjarnar bera miklar tilfinningar til hans. Við erum búnir að halda því leyndu í töluverðan tíma en hann er að fara nám í Reykjavík á næsta ári og verður ekki með okkur á næsta tímabili og það truflar hann aðeins.“ „Við erum ekki að halda þessu neitt leyndu lengur, hann er að fara í bæinn í nám. Það eru auðvitað þannig að við ætluðum að geyma þetta fram yfir tímabilið en það er algjör óþarfi að bíða með þetta, hann er að fara.“ Arnar að færa stórfréttir þarna en ekki er ljóst hvar Aggi endar. „Það vita það allir að hann verður ekki með okkur og þá hættir hann að pæla í þessu og hættir að fá allar þessar spurningar og klárar þetta með okkur með sóma og líður bara betur með þetta.“ Halldór: Tökum slæmar ákvarðarnir „Stemningin í húsinu auðvitað Eyjamanna, en við vorum bara sjálfum okkur verstir á löngum kafla í seinni hálfleik. Við vorum með góð tök á leiknum og mér finnst við bara spila þetta frá okkur sjálfir, tökum aulaákvarðanir og erum sjálfum okkur verstir,“ sagi Halldór Jóhann, þjálfari FH, í leikslok. „Eins og ég sagði, við erum sjálfum okkur verstir á löngum kafla í seinni hálfleik, köstum boltanum frá okur, tökum fáránlegar ákvarðanir stundum og erum að gleyma okkur í varnarleiknum alltof oft.” „Það eru litlu hlutirnir sem svo miklu máli, þú færð ekkert að lifa með því þegar þú ert kominn í úrslitaeinvígið í Íslandsmótinu, það er alveg ljóst og við vorum bara fjarri nógu góðir til að vinna ÍBV það verður bara að segjast.“ Liðin mætast aftur á þriðjudaginn en Halldór vildi sjá margt betur fara í leik sinna manna. „Ég vil sjá einbeitinguna betri. Við erum að spila mjög vel lengi í leiknum en það eru alltof miklar sveiflur í okkar leik, bæði sóknarlega og varnarlega. Sérstaklega sóknarlega þar sem við erum að gera hlutina mjög illa og við tökum slæmar ákvarðanir og þeir ná að hlaupa á okkur, það er það fyrsta sem ég hugsa um núna, þegar ég hugsa til baka.“ Kári: Við erum svo klikkaðir stundum „Þetta var helvíti gott hjá okkur í seinni, við erum svo klikkaðir stundum, við nennum alltaf að drulla svolítið á okkur í fyrri hálfleik og þá þurfum við að setja allt á tvöfalt í seinni, við gerðum það og það var geggjað,” sagði Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV. Hann var ekki nógu ánægðir með fyrri hálfleikinn en sagði að pásan hefði ekkert truflað menn. „Við vorum að láta klukka okkur og vorum ekki nógu áræðnir í sókninni.“ „Okkur veitir ekkert af pásunni, menn eru mis laskaðir í þessu og það var gott að fá þessa pásu. Þetta er bara lélegt að vera ekki nógu fókuseraðir í fyrri hálfleik.” Það var hinsvegar seinni hálfleikurinn sem skóp sigurinn í kvöld. „Það var lykilatriði að fá vörsluna í seinni sem við gerðum, við dettum aðeins niður varnarlega síðasta korterið, við erum að fá svolítið af skotum á síðuna og smá vesen. Róbert frábær, kemur inn bara með þvílíkum látum og skorar fjögur, fimm í röð og gerir það frábærlega.“ „Það verður bara tekið eitt létt lamabalæri og það er vert að minnast á það að það verður bara fjórðungur bæjarbúa á leiknum, þetta er hvergi annars staðar en í Eyjum og menn verða að spila hérna til að upplifa þetta,“ sagði Kári Kristján að lokum. Olís-deild karla
ÍBV og FH mættust síðdegis í dag í Íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum, en þetta var fyrsta viðureign liðanna í úrslitum Olís-deildar karla. Í fyrri hálfleik var leikurinn jafn og skemmtilegur og FH-ingar voru yfir. Í seinni hálfleik mættu Eyjamenn tvíefldir til leiks og tóku leikinn í sínar hendur. Þeir skoruðu fyrstu fimm mörk seinni hálfleiksins og FH-ingar virtust ekki eiga ein svör. Þeir náðu þó að klóra í bakkan og um tíma var FH aðeins einu marki yfir að reyna að jafna leikinn. Þessi eltingarleikur var þreytandi fyrir gestina og þreytan náði til þeirra undir lokin þar sem þeir misstu ÍBV aftur fram úr sér. Eyjamenn keyrðu þá á þá og unnu að lokum sannfærandi sigur 32-26.Af hverju vann ÍBV? Það var rosaleg stemning í Eyjum og þetta er einn erfiðasti völlur landsins heim að sækja. Eyjamenn gerðu nóg í fyrri hálfleik en keyrðu upp tempó-ið í seinni hálfeik og unnu að lokum stemningssigur. Vörnin var algjörlega stórkostleg en FH-ingar áttu í vandræðum oft á tíðum.Hvað gekk illa? Markaskorun í fyrri hálfleik var nánast eingöngu úr hraðaupphlaupum hjá FH og það voru bara tveir menn sem komust á blað hjá gestunum. Í seinni hálfleik gekk mun verr og vörnin hjá ÍBV var mjög góð, á meðan vörn gestanna datt niður.Hverjir stóðu upp úr? Róbert Aron Hostert var ósýnilegur í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik átti hann einn besta hálfleik sinn á þessu tímabili. Aron Rafn Eðvarðsson var magnaður í markinu og hafði betur í rimmunni gegn Ágústi Elí í dag. 24 varðir boltar, takk fyrir! Þó má ekki gleyma frábærri byrjun Óðins Þórs og Einars Rafns sem enduðu báðir með 8 mörk.Hvað gerist næst? Næsti leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn í Kaplakrika kl 19:30.Arnar: Erum búnir að halda því leyndu en hann er að fara „Við spiluðum virkilega vel í seinni hálfleik og losuðum svolítið um spennuna, það var svolítil spenna í okkur í fyrri hálfleik. Róbert Aron kemur frábær inn í seinni hálfleikinn og margir sem voru að spila mjög vel.“ „Menn voru að spila vel, við vorum ekkert slakir í fyrri hálfleik en svolítið stífir. Menn opnuðu sig aðeins í seinni hálfleik og þá vorum við bara helvíti góðir,“ sagði Arnar. Það voru miklar tilfinningar í spilinu og Agnar Smári sást meðal annars í talsverðu uppnámi á bekknum að því virtist vera og Arnar stóð yfir honum og spjallaði lengi vel við hann. „Aggi er einhver mesti Eyjamaður sem við finnum, hann er búinn að vera hjá okkur í 6 ár. Hann ber miklar tilfinningar til Eyjanna og Eyjarnar bera miklar tilfinningar til hans. Við erum búnir að halda því leyndu í töluverðan tíma en hann er að fara nám í Reykjavík á næsta ári og verður ekki með okkur á næsta tímabili og það truflar hann aðeins.“ „Við erum ekki að halda þessu neitt leyndu lengur, hann er að fara í bæinn í nám. Það eru auðvitað þannig að við ætluðum að geyma þetta fram yfir tímabilið en það er algjör óþarfi að bíða með þetta, hann er að fara.“ Arnar að færa stórfréttir þarna en ekki er ljóst hvar Aggi endar. „Það vita það allir að hann verður ekki með okkur og þá hættir hann að pæla í þessu og hættir að fá allar þessar spurningar og klárar þetta með okkur með sóma og líður bara betur með þetta.“ Halldór: Tökum slæmar ákvarðarnir „Stemningin í húsinu auðvitað Eyjamanna, en við vorum bara sjálfum okkur verstir á löngum kafla í seinni hálfleik. Við vorum með góð tök á leiknum og mér finnst við bara spila þetta frá okkur sjálfir, tökum aulaákvarðanir og erum sjálfum okkur verstir,“ sagi Halldór Jóhann, þjálfari FH, í leikslok. „Eins og ég sagði, við erum sjálfum okkur verstir á löngum kafla í seinni hálfleik, köstum boltanum frá okur, tökum fáránlegar ákvarðanir stundum og erum að gleyma okkur í varnarleiknum alltof oft.” „Það eru litlu hlutirnir sem svo miklu máli, þú færð ekkert að lifa með því þegar þú ert kominn í úrslitaeinvígið í Íslandsmótinu, það er alveg ljóst og við vorum bara fjarri nógu góðir til að vinna ÍBV það verður bara að segjast.“ Liðin mætast aftur á þriðjudaginn en Halldór vildi sjá margt betur fara í leik sinna manna. „Ég vil sjá einbeitinguna betri. Við erum að spila mjög vel lengi í leiknum en það eru alltof miklar sveiflur í okkar leik, bæði sóknarlega og varnarlega. Sérstaklega sóknarlega þar sem við erum að gera hlutina mjög illa og við tökum slæmar ákvarðanir og þeir ná að hlaupa á okkur, það er það fyrsta sem ég hugsa um núna, þegar ég hugsa til baka.“ Kári: Við erum svo klikkaðir stundum „Þetta var helvíti gott hjá okkur í seinni, við erum svo klikkaðir stundum, við nennum alltaf að drulla svolítið á okkur í fyrri hálfleik og þá þurfum við að setja allt á tvöfalt í seinni, við gerðum það og það var geggjað,” sagði Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV. Hann var ekki nógu ánægðir með fyrri hálfleikinn en sagði að pásan hefði ekkert truflað menn. „Við vorum að láta klukka okkur og vorum ekki nógu áræðnir í sókninni.“ „Okkur veitir ekkert af pásunni, menn eru mis laskaðir í þessu og það var gott að fá þessa pásu. Þetta er bara lélegt að vera ekki nógu fókuseraðir í fyrri hálfleik.” Það var hinsvegar seinni hálfleikurinn sem skóp sigurinn í kvöld. „Það var lykilatriði að fá vörsluna í seinni sem við gerðum, við dettum aðeins niður varnarlega síðasta korterið, við erum að fá svolítið af skotum á síðuna og smá vesen. Róbert frábær, kemur inn bara með þvílíkum látum og skorar fjögur, fimm í röð og gerir það frábærlega.“ „Það verður bara tekið eitt létt lamabalæri og það er vert að minnast á það að það verður bara fjórðungur bæjarbúa á leiknum, þetta er hvergi annars staðar en í Eyjum og menn verða að spila hérna til að upplifa þetta,“ sagði Kári Kristján að lokum.