Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. maí 2018 06:52 Engan regnbogafána hér, takk. Mango Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. Ástæðan er sú að sjónvarpsstöðin Mango TV huldi og máði út hvers kyns tákn, húðflúr eða fána sem vísuðu til hinsegin samfélagins. Má þar meðal annars nefna hinn táknræna regnbogafána, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Þá fór Mango TV frekar í auglýsingahlé en að sýna framlög Írlands og Albaníu. Írska sviðsetningin þótti of hýr og albanski söngvarinn var með of mörg húðflúr að mati þeirra kínversku. Framlögin tvö má sjá hér að neðan. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva segir að framganga Mango TV brjóti í bága við gildi sambandsins, sem hvíla meðal annars á hugsjóninni um fjölbreytileika og jafnrétti. „Það er því með trega sem við riftum samningi okkar við sjónvarpsstöðina umsvifalaust og er henni því óheimilt að sýna frá seinna undanúrslita- og úrslitakvöldinu,“ segir í yfirlýsingu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Fjölmargir kínverskir netverjar dældu út skjáskotum úr útsendingu Mango TV þar sem glögglega mátti sjá hvernig búið var að fjarlægja hinsegin vísanir. Einhverjir sögðu þetta stórt skref aftur á bak í baráttu kínversks hinsegin fólks og aðrir kölluðu eftir því að Kínverjar myndu sniðganga Mango TV. Keppandi Írlands, Ryan O'Shaughnessy, segist í samtali við breska ríkisútvarpið fagna ákvörðun sambandsins. „Frá upphafi höfum við sagt að ást sé ást - sama hvort það er á milli tveggja stráka, tveggja stelpna eða stelpu og stráks. Þannig að mér finnst þetta vera mikilvæg ákvörðun.“ Eurovision Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. Ástæðan er sú að sjónvarpsstöðin Mango TV huldi og máði út hvers kyns tákn, húðflúr eða fána sem vísuðu til hinsegin samfélagins. Má þar meðal annars nefna hinn táknræna regnbogafána, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Þá fór Mango TV frekar í auglýsingahlé en að sýna framlög Írlands og Albaníu. Írska sviðsetningin þótti of hýr og albanski söngvarinn var með of mörg húðflúr að mati þeirra kínversku. Framlögin tvö má sjá hér að neðan. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva segir að framganga Mango TV brjóti í bága við gildi sambandsins, sem hvíla meðal annars á hugsjóninni um fjölbreytileika og jafnrétti. „Það er því með trega sem við riftum samningi okkar við sjónvarpsstöðina umsvifalaust og er henni því óheimilt að sýna frá seinna undanúrslita- og úrslitakvöldinu,“ segir í yfirlýsingu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Fjölmargir kínverskir netverjar dældu út skjáskotum úr útsendingu Mango TV þar sem glögglega mátti sjá hvernig búið var að fjarlægja hinsegin vísanir. Einhverjir sögðu þetta stórt skref aftur á bak í baráttu kínversks hinsegin fólks og aðrir kölluðu eftir því að Kínverjar myndu sniðganga Mango TV. Keppandi Írlands, Ryan O'Shaughnessy, segist í samtali við breska ríkisútvarpið fagna ákvörðun sambandsins. „Frá upphafi höfum við sagt að ást sé ást - sama hvort það er á milli tveggja stráka, tveggja stelpna eða stelpu og stráks. Þannig að mér finnst þetta vera mikilvæg ákvörðun.“
Eurovision Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira