Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 07:47 Ísraelar notuðust við eldflaugar, orrustuþotur og stórskotalið. Vísir/AFP Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdor Liberman, segir að her landsins hafi í nótt skemmt nærri því allar herstöðvar Íran í Sýrlandi. Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. Liberman varaði yfirvöld Íran við að storka Ísrael og sagði að öllum árásum yrði svarað af miklum krafti. Aðgerðir Ísraela eru sagðar vera þær umfangsmestu sem her ríkisins hafi gripið til í mörg ár. „Ef það rignir í Ísrael, mun flæða í Íran,“ sagði Liberman á blaðamannafundi í morgun. Hann tók sérstaklega fram að Ísrael hefði engan áhuga á aukinni spennu á svæðinu en að þeir myndu ekki sætta sig við ógnanir og árásir.Engan mun hafa sakað í árásunum á Gólanhæðir og segir Liberman að allar eldflaugarnar hafi verið skotnar niður eða þær hafi hrapað. Yfirvöld Sýrlands segjast hafa skotið tugi eldflauga Ísraela niður en að örfáar hafi komist í gegnum varnir þeirra. Ríkissjónvarp Sýrlands birti í nótt nokkur myndbönd sem eiga að sýna eldflaugavarnir ríkisins skjóta niður eldflaugar.Árásir Ísraela voru ekki eingöngu gerðar með eldflaugum en orrustuþotur voru einnig notaðar sem og stórskotalið. Talsmaður hers Ísrael, Jonathan Conricus, segir að engin orrustuþota hafi verið skotin niður en skotið hafi verið að þeim. The IDF has struck dozens of Iranian military targets in Syria in response to the Iranian rocket attack against Israel. Quds force is behind attack and has played the initial price. IDF remains ready for various scenarios but does not seek to escalate the situation. pic.twitter.com/4rC8gHK2LG — Jonathan Conricus (@LTCJonathan) May 10, 2018 Yfirvöld Ísrael höfðu búist við árásum sem þessum í kjölfar árása þeirra á Írani í Sýrlandi. Búið var að opna sprengjuskýli víða um landið og varalið kallað út. Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir að minnst 15 hafi fallið í árás Ísrael á skotfærageymslu og að átta íranskir hermenn hafi fallið í annarri árás.Overnight, IDF fighter jets struck dozens of military targets belonging to the Iranian Quds forces in Syrian territory pic.twitter.com/LwBJTMkxYR— IDF (@IDFSpokesperson) May 10, 2018 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45 Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdor Liberman, segir að her landsins hafi í nótt skemmt nærri því allar herstöðvar Íran í Sýrlandi. Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. Liberman varaði yfirvöld Íran við að storka Ísrael og sagði að öllum árásum yrði svarað af miklum krafti. Aðgerðir Ísraela eru sagðar vera þær umfangsmestu sem her ríkisins hafi gripið til í mörg ár. „Ef það rignir í Ísrael, mun flæða í Íran,“ sagði Liberman á blaðamannafundi í morgun. Hann tók sérstaklega fram að Ísrael hefði engan áhuga á aukinni spennu á svæðinu en að þeir myndu ekki sætta sig við ógnanir og árásir.Engan mun hafa sakað í árásunum á Gólanhæðir og segir Liberman að allar eldflaugarnar hafi verið skotnar niður eða þær hafi hrapað. Yfirvöld Sýrlands segjast hafa skotið tugi eldflauga Ísraela niður en að örfáar hafi komist í gegnum varnir þeirra. Ríkissjónvarp Sýrlands birti í nótt nokkur myndbönd sem eiga að sýna eldflaugavarnir ríkisins skjóta niður eldflaugar.Árásir Ísraela voru ekki eingöngu gerðar með eldflaugum en orrustuþotur voru einnig notaðar sem og stórskotalið. Talsmaður hers Ísrael, Jonathan Conricus, segir að engin orrustuþota hafi verið skotin niður en skotið hafi verið að þeim. The IDF has struck dozens of Iranian military targets in Syria in response to the Iranian rocket attack against Israel. Quds force is behind attack and has played the initial price. IDF remains ready for various scenarios but does not seek to escalate the situation. pic.twitter.com/4rC8gHK2LG — Jonathan Conricus (@LTCJonathan) May 10, 2018 Yfirvöld Ísrael höfðu búist við árásum sem þessum í kjölfar árása þeirra á Írani í Sýrlandi. Búið var að opna sprengjuskýli víða um landið og varalið kallað út. Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir að minnst 15 hafi fallið í árás Ísrael á skotfærageymslu og að átta íranskir hermenn hafi fallið í annarri árás.Overnight, IDF fighter jets struck dozens of military targets belonging to the Iranian Quds forces in Syrian territory pic.twitter.com/LwBJTMkxYR— IDF (@IDFSpokesperson) May 10, 2018
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45 Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45
Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19