Leikskólar og launamunur Hildur Björnsdóttir skrifar 10. maí 2018 10:30 Kynjajafnrétti mælist reglulega mest á Íslandi. Við stöndum framarlega í alþjóðlegum samanburði. Háskólamenntuðum konum hefur fjölgað. Feðrum býðst nú fæðingarorlof. Foreldrar deila fjölskylduábyrgð. Árangur hefur náðst í jafnréttisbaráttunni. Samt reynist konum enn torvelt að standa jafnfætis körlum á vinnumarkaði. Nýlegar tölur sýna 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna sitja föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komast ekki aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna. Fjölskylduvandinn er gjarnan á herðum kvenna. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis – því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahring. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Atvinnulífið virðist álykta að barneignir dragi úr framlagi kvenna á vinnumarkaði. Þessu þarf að breyta. Það er mikilvægt að fjölskyldur eigi kost á öruggri og áreiðanlegri daggæslu strax í kjölfar fæðingarorlofs. Í dag er skortur á úrræðum og fjölskyldur lenda í vanda. Málaflokkurinn hefur verið vanræktur. Við þurfum víðtækar lausnir. Samræmt kerfi þar sem eitt úrræði tekur við af öðru og fjölskyldur festast ekki á biðlistum. Æskilegt er að lengja fæðingarorlof og hækka þak á orlofsgreiðslum. Skapa þarf umhverfi sem hvetur báða foreldra til töku orlofs. Við munum bjóða foreldrum frelsi og val um daggæslukosti. Við munum styðja betur við bæði dagforeldrastigið og leikskólastigið. Reykjavík er í samkeppni við önnur sveitarfélög um fagmenntað starfsfólk. Við viljum gera betur svo gott fólk velji starf á leikskóla. Núverandi meirihluti vill bjóða ódýrustu leikskólana. Ódýr þjónusta er gjarnan slæm þjónusta. Það hafa nýlegar þjónustukannanir sýnt. Ánægja með leikskóla mælist minnst í Reykjavík. Bregðast þarf við þessari óánægju. Sjálfstæðisflokkurinn leggur ekki áherslu á ódýrari leikskóla. Okkar markmið er að bjóða áreiðanlega leikskóla. Við viljum að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Við viljum því bjóða bestu leikskólana. Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að tryggja öllum fjölskyldum úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs. Þrátt fyrir mikinn árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn meiri ábyrgð á umönnun barna. Dagvistunarvandi lendir því oftar á konum og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Það hefur aftur áhrif á launaþróun og ýtir undir kynbundinn launamun. Við ætlum að leggja okkar af mörkum við lausn þessa vanda. Áreiðanlegar lausnir eru mikilvægt jafnréttismál – samfélaginu öllu til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Skoðun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Kynjajafnrétti mælist reglulega mest á Íslandi. Við stöndum framarlega í alþjóðlegum samanburði. Háskólamenntuðum konum hefur fjölgað. Feðrum býðst nú fæðingarorlof. Foreldrar deila fjölskylduábyrgð. Árangur hefur náðst í jafnréttisbaráttunni. Samt reynist konum enn torvelt að standa jafnfætis körlum á vinnumarkaði. Nýlegar tölur sýna 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna sitja föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komast ekki aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna. Fjölskylduvandinn er gjarnan á herðum kvenna. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis – því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahring. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Atvinnulífið virðist álykta að barneignir dragi úr framlagi kvenna á vinnumarkaði. Þessu þarf að breyta. Það er mikilvægt að fjölskyldur eigi kost á öruggri og áreiðanlegri daggæslu strax í kjölfar fæðingarorlofs. Í dag er skortur á úrræðum og fjölskyldur lenda í vanda. Málaflokkurinn hefur verið vanræktur. Við þurfum víðtækar lausnir. Samræmt kerfi þar sem eitt úrræði tekur við af öðru og fjölskyldur festast ekki á biðlistum. Æskilegt er að lengja fæðingarorlof og hækka þak á orlofsgreiðslum. Skapa þarf umhverfi sem hvetur báða foreldra til töku orlofs. Við munum bjóða foreldrum frelsi og val um daggæslukosti. Við munum styðja betur við bæði dagforeldrastigið og leikskólastigið. Reykjavík er í samkeppni við önnur sveitarfélög um fagmenntað starfsfólk. Við viljum gera betur svo gott fólk velji starf á leikskóla. Núverandi meirihluti vill bjóða ódýrustu leikskólana. Ódýr þjónusta er gjarnan slæm þjónusta. Það hafa nýlegar þjónustukannanir sýnt. Ánægja með leikskóla mælist minnst í Reykjavík. Bregðast þarf við þessari óánægju. Sjálfstæðisflokkurinn leggur ekki áherslu á ódýrari leikskóla. Okkar markmið er að bjóða áreiðanlega leikskóla. Við viljum að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Við viljum því bjóða bestu leikskólana. Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að tryggja öllum fjölskyldum úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs. Þrátt fyrir mikinn árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn meiri ábyrgð á umönnun barna. Dagvistunarvandi lendir því oftar á konum og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Það hefur aftur áhrif á launaþróun og ýtir undir kynbundinn launamun. Við ætlum að leggja okkar af mörkum við lausn þessa vanda. Áreiðanlegar lausnir eru mikilvægt jafnréttismál – samfélaginu öllu til heilla.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun