Ætla að standa í hárinu á Kína Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2018 23:47 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. Þetta segir James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og heldur hann því fram að yfirvöld í Peking hafi ekki staðið við loforð sitt um að koma vopnum ekki fyrir á Spratly-eyjum. Mattis segir að herskip ríkisins muni halda siglingum sínum um Suður-Kínahaf áfram og að svo virðist sem að einungis eitt ríki setji sig á móti þeim siglingum. Kína. Á blaðamannafundi í Singapúr í gærkvöldi sagði Mattis að Bandaríkin myndu starfa með þjóðum Kyrrahafsins en þeir myndu þó ekki sætta sig við brot á alþjóðalögum. Kínverjar hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa þeir byggt upp heilu eyjurnar á hafsvæðinu þar sem talið er að finna megi umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Herstöðvar og flugvellir hafa verið byggðir á þessum eyjum og hefur vopnum verið komið fyrir á þeim. Alþjóðagerðadómurinn í Haag sagði árið 2016 að tilkall Kína á Suður-Kyrrahafi væri ólöglegt en Kínverjar viðurkenna ekki þá niðurstöðu. Nú um helgina sendu Kínverjar herskip og orrustuþotur gegn tveimur herskipum Bandaríkjanna sem siglt var um svæðið. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera einnig tilkall til hluta hafsins en þau byggja þó á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu ríkja. Mattis sagði aðrar þjóðir á svæðinu hafa áhyggjur af hervæðingu Kínverja og þær vilji að frjálsar siglingar um hafið verði tryggðar. Nú nýlega dróu Bandaríkin til baka boð til herafla Kína um að taka þátt í fjölþjóða heræfingum í Kyrrahafinu. Sögðu þeir það hafa verið gert vegna vísbendinga um að Kínverjar hefðu komið fyrir eldflaugum sem hannaðar séu til að granda jafnt skipum sem og flugvélum fyrir í Suður-Kyrrahafi. Bandaríkin krefjast þess að vopn þessi, og önnur vopn, verði fjarlægð af svæðinu. Kínverjar segjast í fullum rétti þegar kemur að hervæðingu Suður-Kínahafs. Svæðið sé hluti af þeirra ríki. Brúnei Filippseyjar Kína Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira
Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. Þetta segir James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og heldur hann því fram að yfirvöld í Peking hafi ekki staðið við loforð sitt um að koma vopnum ekki fyrir á Spratly-eyjum. Mattis segir að herskip ríkisins muni halda siglingum sínum um Suður-Kínahaf áfram og að svo virðist sem að einungis eitt ríki setji sig á móti þeim siglingum. Kína. Á blaðamannafundi í Singapúr í gærkvöldi sagði Mattis að Bandaríkin myndu starfa með þjóðum Kyrrahafsins en þeir myndu þó ekki sætta sig við brot á alþjóðalögum. Kínverjar hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa þeir byggt upp heilu eyjurnar á hafsvæðinu þar sem talið er að finna megi umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Herstöðvar og flugvellir hafa verið byggðir á þessum eyjum og hefur vopnum verið komið fyrir á þeim. Alþjóðagerðadómurinn í Haag sagði árið 2016 að tilkall Kína á Suður-Kyrrahafi væri ólöglegt en Kínverjar viðurkenna ekki þá niðurstöðu. Nú um helgina sendu Kínverjar herskip og orrustuþotur gegn tveimur herskipum Bandaríkjanna sem siglt var um svæðið. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera einnig tilkall til hluta hafsins en þau byggja þó á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu ríkja. Mattis sagði aðrar þjóðir á svæðinu hafa áhyggjur af hervæðingu Kínverja og þær vilji að frjálsar siglingar um hafið verði tryggðar. Nú nýlega dróu Bandaríkin til baka boð til herafla Kína um að taka þátt í fjölþjóða heræfingum í Kyrrahafinu. Sögðu þeir það hafa verið gert vegna vísbendinga um að Kínverjar hefðu komið fyrir eldflaugum sem hannaðar séu til að granda jafnt skipum sem og flugvélum fyrir í Suður-Kyrrahafi. Bandaríkin krefjast þess að vopn þessi, og önnur vopn, verði fjarlægð af svæðinu. Kínverjar segjast í fullum rétti þegar kemur að hervæðingu Suður-Kínahafs. Svæðið sé hluti af þeirra ríki.
Brúnei Filippseyjar Kína Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira
Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00