Skildi drenginn eftir einan og spilaði Pokémon Go á heimleiðinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2018 07:52 Drenguinn hékk fram af svölunum þegar Mamoudou Gassama mætti á svæðið. Skjáskot Faðir drengsins, sem bjargað var af svölum í París á dögunum, hefur verið kærður fyrir vanrækslu. Hann er sagður hafa skilið son sinn einan eftir í íbúðinni á meðan hann fór að versla.Myndband af björguninni hefur vakið mikla athygli en á því má sjá hvernig hinn 22 ára gamli Mamaoudou Gassama klifrar upp fjórar hæðir til þess að koma drengnum til bjargar á laugardaginn. „Hann er sannkölluð hetja,“ er haft eftir ömmu drengsins á vef breska ríkisútvarpsins, þegar hún var beðin um að lýsa Gassama. Fjölskyldan segist munu verða Malímanninum ævinlega þakklát. Gassama var sæmdur heiðursorðu fyrir björgunina auk þess sem honum var boðinn franskur ríkisborgararéttur.Hann gæti þó þurft að koma drengnum aftur til bjargar ef marka má frásagnir fjölskyldunnar. This man did not hesitate a second, risked his life and saved the kid! #truehero #spiderman #paris pic.twitter.com/u1fvid3i1j— Fred (@FredBC77) May 27, 2018 Þetta sé nefnilega ekki í fyrsta sinn sem faðirinn hefur skilið barn sitt eftir eitt heima og bætir móðir drengsins við að maðurinn sé ekki vanur því að passa barnið einn. „Ég get ekki réttlætt það sem eiginmaður minn gerði. Fólk mun benda á að þetta getur komið fyrir hvern sem er og þetta hefur komið fyrir aðra. Sonur minn var einfaldlega heppinn,“ er haft eftir móður drengsins. Saksóknarar segja jafnframt að maðurinn hafi ekkert verið að drífa sig heim úr búðinni, því hann hafi ákveðið að spila Pokémon Go á heimleiðinni. Drengurinn hafði flutt til föður síns, sem býr í París þar sem hann starfar, fyrir um þremur vikum síðan. Amma hans og móðir ætluðu svo að flytja til feðganna í júní. Faðirinn er sagður miður sín vegna málsins og að starfsmenn frönsku félagsþjónustunnar muni ræða við fjölskylduna á næstu dögum. Pokemon Go Tengdar fréttir Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Frakkar hafa hyllt unga mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. 27. maí 2018 23:48 Hetjudáðir og hugrekki Mamoudou Gassama heillaði heimsbyggðina með hetjudáð í París um helgina sem náðist á myndband. Fyrir hlaut hann orðu og ríkisborgararétt. Hér verður farið yfir nokkrar hversdagshetjur úr sögunni. 29. maí 2018 06:00 „Köngulóarmaðurinn“ fær ríkisborgararétt í verðlaun Malímaðurinn Mamoudou Gassama, sem hylltur hefur verið sem hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gamli barni, mun fá franskan ríkisborgararétt í verðlaun fyrir björgunina. 28. maí 2018 10:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Faðir drengsins, sem bjargað var af svölum í París á dögunum, hefur verið kærður fyrir vanrækslu. Hann er sagður hafa skilið son sinn einan eftir í íbúðinni á meðan hann fór að versla.Myndband af björguninni hefur vakið mikla athygli en á því má sjá hvernig hinn 22 ára gamli Mamaoudou Gassama klifrar upp fjórar hæðir til þess að koma drengnum til bjargar á laugardaginn. „Hann er sannkölluð hetja,“ er haft eftir ömmu drengsins á vef breska ríkisútvarpsins, þegar hún var beðin um að lýsa Gassama. Fjölskyldan segist munu verða Malímanninum ævinlega þakklát. Gassama var sæmdur heiðursorðu fyrir björgunina auk þess sem honum var boðinn franskur ríkisborgararéttur.Hann gæti þó þurft að koma drengnum aftur til bjargar ef marka má frásagnir fjölskyldunnar. This man did not hesitate a second, risked his life and saved the kid! #truehero #spiderman #paris pic.twitter.com/u1fvid3i1j— Fred (@FredBC77) May 27, 2018 Þetta sé nefnilega ekki í fyrsta sinn sem faðirinn hefur skilið barn sitt eftir eitt heima og bætir móðir drengsins við að maðurinn sé ekki vanur því að passa barnið einn. „Ég get ekki réttlætt það sem eiginmaður minn gerði. Fólk mun benda á að þetta getur komið fyrir hvern sem er og þetta hefur komið fyrir aðra. Sonur minn var einfaldlega heppinn,“ er haft eftir móður drengsins. Saksóknarar segja jafnframt að maðurinn hafi ekkert verið að drífa sig heim úr búðinni, því hann hafi ákveðið að spila Pokémon Go á heimleiðinni. Drengurinn hafði flutt til föður síns, sem býr í París þar sem hann starfar, fyrir um þremur vikum síðan. Amma hans og móðir ætluðu svo að flytja til feðganna í júní. Faðirinn er sagður miður sín vegna málsins og að starfsmenn frönsku félagsþjónustunnar muni ræða við fjölskylduna á næstu dögum.
Pokemon Go Tengdar fréttir Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Frakkar hafa hyllt unga mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. 27. maí 2018 23:48 Hetjudáðir og hugrekki Mamoudou Gassama heillaði heimsbyggðina með hetjudáð í París um helgina sem náðist á myndband. Fyrir hlaut hann orðu og ríkisborgararétt. Hér verður farið yfir nokkrar hversdagshetjur úr sögunni. 29. maí 2018 06:00 „Köngulóarmaðurinn“ fær ríkisborgararétt í verðlaun Malímaðurinn Mamoudou Gassama, sem hylltur hefur verið sem hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gamli barni, mun fá franskan ríkisborgararétt í verðlaun fyrir björgunina. 28. maí 2018 10:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Hylltur sem hetja eftir frækilega björgun barns Frakkar hafa hyllt unga mann frá Malí sem hetju eftir að hann bjargaði barni í París á laugardaginn. 27. maí 2018 23:48
Hetjudáðir og hugrekki Mamoudou Gassama heillaði heimsbyggðina með hetjudáð í París um helgina sem náðist á myndband. Fyrir hlaut hann orðu og ríkisborgararétt. Hér verður farið yfir nokkrar hversdagshetjur úr sögunni. 29. maí 2018 06:00
„Köngulóarmaðurinn“ fær ríkisborgararétt í verðlaun Malímaðurinn Mamoudou Gassama, sem hylltur hefur verið sem hetja í Frakklandi eftir frækilega björgun á fjögurra ára gamli barni, mun fá franskan ríkisborgararétt í verðlaun fyrir björgunina. 28. maí 2018 10:51