Vinnumat fellt út og 150 þúsund króna eingreiðsla Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. maí 2018 14:03 Dagur B. Eggertsson, sagði frá því í oddvitakappræðum helstu flokka að borgin væri búin að semja við grunnskólakennara. Vísir/Vilhelm Launahækkun upp á 4,1% og 150 þúsund króna eingreiðsla er á meðal þess sem nýr kjarasamningur grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga felur í sér. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst þann 31. maí. Sjá nánar hér: Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Undirritun nýs kjarasamnings við grunnskólakennara féll nokkuð í skuggann af sveitarstjórnarkosningunum en hann var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara síðdegis á föstudaginn, þar sem málsaðilar hafa fundað stíft að undanförnu. Dagur B. Eggertsson, borgarstóri upplýsti um samninginn í kappræðuþætti oddvita á Stöð 2. Kynning fyrir félagsmenn á efnisatriðum nýs samnings er þegar hafin og gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um samninginn hefist á fimmtudaginn að sögn Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur, formanns Félags grunnskólakennara. Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt og lýkur þann 5. júní. „Við undirrituðum samning með fyrirvara um samþykki félagsmanna og það var ákveðið að færi í kynningu eftir helgi og við erum farin af stað að kynna samninginn fyrir kennurum,“ segir Þorgerður. Samkvæmt upplýsingum sem félagsmönnum hafa verið sendar um efni samningsins felur hann meðal annars í sér 150 þúsund króna eingreiðslu þann 1. júlí og 4,1% launahækkun 1. júní. Þá verði vinnumat fellt út og tími til undirbúnings aukinn, launaflokkur bætist við eftir 20 ár í kennslu auk nýs menntunarkafla svo fátt eitt sé nefnt.Þorgerður Laufey Diðriksdóttir sagðist hafa samþykkt samninginn fyrir hönd Félags grunnskólakennara en félagsmenn greiða atkvæði um samninginn 31.maí.Kennarasamband Íslands„Það er svona ákveðin tilfærsla og breyting sem átti sér stað í þessum samningi sem við ætlum núna að bera undir félagsmenn og heyra hvað þeir segja um það.“ Félag grunnskólakennara hefur verið án samnings síðan í desember á síðasta ári en í mars felldu grunnskólakennarar kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga með rúmlega 68 prósentum atkvæða. Spurð hvort hún sé vongóð um að samningurinn verði samþykktur segir Þorgerður: „Við skrifuðum undir þennan samning í þeirri von að kennarar gefi því tækifæri að skoða hvað í honum felst.“ Samningurinn sem undirritaður var síðastliðinn föstudag gildir til 30. júní 2019, sé það niðurstaða í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Samingurinn var undirritaður síðdegis í dag. 25. maí 2018 19:50 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Launahækkun upp á 4,1% og 150 þúsund króna eingreiðsla er á meðal þess sem nýr kjarasamningur grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga felur í sér. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst þann 31. maí. Sjá nánar hér: Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Undirritun nýs kjarasamnings við grunnskólakennara féll nokkuð í skuggann af sveitarstjórnarkosningunum en hann var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara síðdegis á föstudaginn, þar sem málsaðilar hafa fundað stíft að undanförnu. Dagur B. Eggertsson, borgarstóri upplýsti um samninginn í kappræðuþætti oddvita á Stöð 2. Kynning fyrir félagsmenn á efnisatriðum nýs samnings er þegar hafin og gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um samninginn hefist á fimmtudaginn að sögn Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur, formanns Félags grunnskólakennara. Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt og lýkur þann 5. júní. „Við undirrituðum samning með fyrirvara um samþykki félagsmanna og það var ákveðið að færi í kynningu eftir helgi og við erum farin af stað að kynna samninginn fyrir kennurum,“ segir Þorgerður. Samkvæmt upplýsingum sem félagsmönnum hafa verið sendar um efni samningsins felur hann meðal annars í sér 150 þúsund króna eingreiðslu þann 1. júlí og 4,1% launahækkun 1. júní. Þá verði vinnumat fellt út og tími til undirbúnings aukinn, launaflokkur bætist við eftir 20 ár í kennslu auk nýs menntunarkafla svo fátt eitt sé nefnt.Þorgerður Laufey Diðriksdóttir sagðist hafa samþykkt samninginn fyrir hönd Félags grunnskólakennara en félagsmenn greiða atkvæði um samninginn 31.maí.Kennarasamband Íslands„Það er svona ákveðin tilfærsla og breyting sem átti sér stað í þessum samningi sem við ætlum núna að bera undir félagsmenn og heyra hvað þeir segja um það.“ Félag grunnskólakennara hefur verið án samnings síðan í desember á síðasta ári en í mars felldu grunnskólakennarar kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga með rúmlega 68 prósentum atkvæða. Spurð hvort hún sé vongóð um að samningurinn verði samþykktur segir Þorgerður: „Við skrifuðum undir þennan samning í þeirri von að kennarar gefi því tækifæri að skoða hvað í honum felst.“ Samningurinn sem undirritaður var síðastliðinn föstudag gildir til 30. júní 2019, sé það niðurstaða í atkvæðagreiðslu félagsmanna.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Samingurinn var undirritaður síðdegis í dag. 25. maí 2018 19:50 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Samingurinn var undirritaður síðdegis í dag. 25. maí 2018 19:50