„Við getum ekki svikið kjósendur“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2018 20:51 Frá Ísafirði. vísir/einar Fulltrúar Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ heyrðu hljóðið í bæði fulltrúum Í-listans og Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag vegna mögulegra meirihlutaviðræðna. „Það eru bara þreifingar. Við heyrðum í þeim báðum í dag en það voru engar ákvarðanir teknar og málefnin ekki rædd,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins, en flokkurinn bætti við sig manni í sveitarstjórnarkosningunum og verður með tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Í-listinn var með hreinan meirihluta á síðasta kjörtímabili en missti einn í kosningunum og verður því með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn var með þrjá fulltrúa í bæjarstjórn og hélt þeim fjölda í nýafstöðnum kosningum. Það má því segja að Framsóknarflokkurinn á Ísafirði sé í vænlegri stöðu þegar kemur að meirihlutaviðræðum en þegar Vísir heyrði í Marzellíusi var hann að ræða við félaga sína í flokknum um hver næstu skref verða, en engin ákvörðun hafði verið tekin.Ófrávíkjanlegt að auglýsa starf bæjarstjóra Framsóknarflokkurinn lofaði því fyrir kosningar að kæmist hann til valda myndi hann auglýsa bæjarstjórastöðuna. Í-listinn bauð áfram fram krafta Gísla Halldórs Halldórssonar, sem var bæjarstjóri á síðasta kjörtímabili, og Sjálfstæðismenn tefldu fram oddvita sínum, Daníel Jakobssyni, sem bæjarstjóraefni. Marzellíus segir Framsóknarflokkinn standa fast á sínu og ekki gefa eftir þá kröfu að starf bæjarstjóra verði auglýst, verði flokkurinn í meirihluta. „Það er bara algjörlega númer 1, 2 og 3. Við getum ekki svikið kjósendur okkar með einhverju öðru miðað við hvað við vorum búin að segja og erum harðir á því að auglýsa,“ segir Marzellíus.Framsókn vænlegri kostur Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans, segist hafa heyrt í fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í dag. „Við erum bara að anda ofan í maga og reyna að ná okkur eftir kosningarnar,“ segir Arna og tekur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar af þeirra hálfu þegar hún er spurð út í meirihlutaviðræður. Hún segir Í-listann ekki hafa útilokað neitt en fljótt á litið sé Framsóknarflokkurinn vænlegri kostur til samstarfs í meirihluta. „Enda unnum við vel með þeim á kjörtímabilinu og síst átök þar á milli. Ekki það að það hefur verið mjög gott samstarf í bæjarstjórninni en línurnar eru frekar skýrar á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins heldur en okkar og Framsókn. Við náum oftar saman við Framsókn, þannig að það er einhvern veginn eðlilegt að byrja þar. En þetta er að sjálfsögðu allt saman gott fólk,“ segir Arna. Ekki náðist í Daníel Jakobsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, við vinnslu þessarar fréttar. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58 Ein af stjörnum kosninganæturinnar skildi ekki af hverju svo margir vildu taka „selfie“ með honum Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara, segir Björn Davíðsson formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar. 27. maí 2018 16:08 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni Sjá meira
Fulltrúar Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ heyrðu hljóðið í bæði fulltrúum Í-listans og Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag vegna mögulegra meirihlutaviðræðna. „Það eru bara þreifingar. Við heyrðum í þeim báðum í dag en það voru engar ákvarðanir teknar og málefnin ekki rædd,“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins, en flokkurinn bætti við sig manni í sveitarstjórnarkosningunum og verður með tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Í-listinn var með hreinan meirihluta á síðasta kjörtímabili en missti einn í kosningunum og verður því með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn var með þrjá fulltrúa í bæjarstjórn og hélt þeim fjölda í nýafstöðnum kosningum. Það má því segja að Framsóknarflokkurinn á Ísafirði sé í vænlegri stöðu þegar kemur að meirihlutaviðræðum en þegar Vísir heyrði í Marzellíusi var hann að ræða við félaga sína í flokknum um hver næstu skref verða, en engin ákvörðun hafði verið tekin.Ófrávíkjanlegt að auglýsa starf bæjarstjóra Framsóknarflokkurinn lofaði því fyrir kosningar að kæmist hann til valda myndi hann auglýsa bæjarstjórastöðuna. Í-listinn bauð áfram fram krafta Gísla Halldórs Halldórssonar, sem var bæjarstjóri á síðasta kjörtímabili, og Sjálfstæðismenn tefldu fram oddvita sínum, Daníel Jakobssyni, sem bæjarstjóraefni. Marzellíus segir Framsóknarflokkinn standa fast á sínu og ekki gefa eftir þá kröfu að starf bæjarstjóra verði auglýst, verði flokkurinn í meirihluta. „Það er bara algjörlega númer 1, 2 og 3. Við getum ekki svikið kjósendur okkar með einhverju öðru miðað við hvað við vorum búin að segja og erum harðir á því að auglýsa,“ segir Marzellíus.Framsókn vænlegri kostur Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans, segist hafa heyrt í fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í dag. „Við erum bara að anda ofan í maga og reyna að ná okkur eftir kosningarnar,“ segir Arna og tekur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar af þeirra hálfu þegar hún er spurð út í meirihlutaviðræður. Hún segir Í-listann ekki hafa útilokað neitt en fljótt á litið sé Framsóknarflokkurinn vænlegri kostur til samstarfs í meirihluta. „Enda unnum við vel með þeim á kjörtímabilinu og síst átök þar á milli. Ekki það að það hefur verið mjög gott samstarf í bæjarstjórninni en línurnar eru frekar skýrar á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins heldur en okkar og Framsókn. Við náum oftar saman við Framsókn, þannig að það er einhvern veginn eðlilegt að byrja þar. En þetta er að sjálfsögðu allt saman gott fólk,“ segir Arna. Ekki náðist í Daníel Jakobsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, við vinnslu þessarar fréttar.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58 Ein af stjörnum kosninganæturinnar skildi ekki af hverju svo margir vildu taka „selfie“ með honum Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara, segir Björn Davíðsson formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar. 27. maí 2018 16:08 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni Sjá meira
Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58
Ein af stjörnum kosninganæturinnar skildi ekki af hverju svo margir vildu taka „selfie“ með honum Ef ég hefði ímyndað mér þessi viðbrögð hefði ég mætt í einhverju skærara, segir Björn Davíðsson formaður kjörstjórnar Ísafjarðarbæjar. 27. maí 2018 16:08