Feministar handteknir og sakaðir um hryðjuverk í Sádí-Arabíu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. maí 2018 12:53 Bann við akstri kvenna verður afnumið í næsta mánuði en mannréttindasamtök óttast að umbæturnar risti ekki djúpt Að minnsta kosti ellefu konur, sem barist hafa fyrir réttindum kvenna í Sádí-Arabíu, hafa verið handteknar og eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi fyrir hryðjuverk. Mannréttindasamtök segja þetta benda til þess að allt tal um umbætur í Sádí-Arabíu hafi verið orðin tóm. Krónprinsinn, Mohammad bin Salman, hefur kynnt sig sem umbótasinna og boðað breytingar í hinu afar íhaldssama samfélagi. Þá hefur hann varið miklu fé í kynningarstarf erlendis til að skapa sér þessa ímynd. Nýleg mánaðarlöng reisa hans um vesturlönd var liður í því starfi og hitti hann fjölda vestrænna leiðtoga. Konurnar ellefu sem voru handteknar voru allar tengdar baráttu gegn lögum sem svipta konur sjálfræði með því að gera feður þeirra eða eiginmenn að eiginlegum forsjáraðilum þeirra. Konur mega ekki vera á ferð á almannafæri án þess að vera í umsjón karlmanns. Ekki er á dagskrá að afnema þau lög á næstunni. Í næsta mánuði stendur hins vegar til að leyfa konum að keyra. Þegar sú breyting var tilkynnt fengu margir umbótasinnar skilaboð frá yfirvöldum þar sem þeir voru varaðir við því að tala við fjölmiðla á meðan athygli heimsins beindist að landinu vegna þessa. Handtökurnar gætu því tengst þeim skilaboðum. Tengdar fréttir Krónprins Sáda kynnir nýja og hófsamari sýn á íslam Mohammed bin Salman segir að "hófsamt, opið“ íslam skuli ráða ríkjum í konungsríkinu sem er þekkt fyrir íhaldssemi sína í trúmálum. 24. október 2017 14:31 Fyrsta kvikmyndahús Sádí Arabíu í 35 ár Bann við sýningu kvikmynda í Sádí Arabíu fellur formlega úr gildi á morgun þegar bandaríska ofurhetjumyndin Black Panther verður frumsýnd í höfuðborginni Riyadh. 17. apríl 2018 12:06 Konur í Sádi-Arabíu fá að þjóna í hernum Ákvörðunin kemur í kjölfar ýmissa breytinga Salmans konungs á stöðu kvenna þar í landi. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Fleiri fréttir Danmörk og tilheyrandi smurbrauð, „hygge“ og hjólastígar taki yfir Kaliforníu Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjá meira
Að minnsta kosti ellefu konur, sem barist hafa fyrir réttindum kvenna í Sádí-Arabíu, hafa verið handteknar og eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi fyrir hryðjuverk. Mannréttindasamtök segja þetta benda til þess að allt tal um umbætur í Sádí-Arabíu hafi verið orðin tóm. Krónprinsinn, Mohammad bin Salman, hefur kynnt sig sem umbótasinna og boðað breytingar í hinu afar íhaldssama samfélagi. Þá hefur hann varið miklu fé í kynningarstarf erlendis til að skapa sér þessa ímynd. Nýleg mánaðarlöng reisa hans um vesturlönd var liður í því starfi og hitti hann fjölda vestrænna leiðtoga. Konurnar ellefu sem voru handteknar voru allar tengdar baráttu gegn lögum sem svipta konur sjálfræði með því að gera feður þeirra eða eiginmenn að eiginlegum forsjáraðilum þeirra. Konur mega ekki vera á ferð á almannafæri án þess að vera í umsjón karlmanns. Ekki er á dagskrá að afnema þau lög á næstunni. Í næsta mánuði stendur hins vegar til að leyfa konum að keyra. Þegar sú breyting var tilkynnt fengu margir umbótasinnar skilaboð frá yfirvöldum þar sem þeir voru varaðir við því að tala við fjölmiðla á meðan athygli heimsins beindist að landinu vegna þessa. Handtökurnar gætu því tengst þeim skilaboðum.
Tengdar fréttir Krónprins Sáda kynnir nýja og hófsamari sýn á íslam Mohammed bin Salman segir að "hófsamt, opið“ íslam skuli ráða ríkjum í konungsríkinu sem er þekkt fyrir íhaldssemi sína í trúmálum. 24. október 2017 14:31 Fyrsta kvikmyndahús Sádí Arabíu í 35 ár Bann við sýningu kvikmynda í Sádí Arabíu fellur formlega úr gildi á morgun þegar bandaríska ofurhetjumyndin Black Panther verður frumsýnd í höfuðborginni Riyadh. 17. apríl 2018 12:06 Konur í Sádi-Arabíu fá að þjóna í hernum Ákvörðunin kemur í kjölfar ýmissa breytinga Salmans konungs á stöðu kvenna þar í landi. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Fleiri fréttir Danmörk og tilheyrandi smurbrauð, „hygge“ og hjólastígar taki yfir Kaliforníu Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjá meira
Krónprins Sáda kynnir nýja og hófsamari sýn á íslam Mohammed bin Salman segir að "hófsamt, opið“ íslam skuli ráða ríkjum í konungsríkinu sem er þekkt fyrir íhaldssemi sína í trúmálum. 24. október 2017 14:31
Fyrsta kvikmyndahús Sádí Arabíu í 35 ár Bann við sýningu kvikmynda í Sádí Arabíu fellur formlega úr gildi á morgun þegar bandaríska ofurhetjumyndin Black Panther verður frumsýnd í höfuðborginni Riyadh. 17. apríl 2018 12:06
Konur í Sádi-Arabíu fá að þjóna í hernum Ákvörðunin kemur í kjölfar ýmissa breytinga Salmans konungs á stöðu kvenna þar í landi. 27. febrúar 2018 06:00