Segir Palestínumenn bera ábyrgð á eigin örlögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. maí 2018 19:41 Sendiherra Ísrael gagnvart Íslandi telur orðspor ríkisins eiga undir högg að sækja á Íslandi. Hann segir Hamas-samtökin notfæra sér dauðsföll Palestínumanna til að öðlast samúð alþjóðasamfélagsins á meðan Ísraelar telji mikilvægara að treysta varnir landsins. Raphael Schults, sendiherra hefur aðsetur í Noregi en hann flýtti fyrirhugaðri ferð sinni hingað til lands sem átti að vera í næsta mánuði. Hann segir nýjustu vendingar við Gaza-ströndina, flutning bandaríska sendiráðsins til Jerúsalem og sigur Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hafa haft í för með sér ósanngjarna umfjöllun gagnvart Ísrael, í vestrænum fjölmiðlum. „Þar sem að Ísrael er sterki aðilinn og Palestína er veikari aðili, þá er mjög yfirborðsleg hugsun sem segir að hinum sterka sé alltaf um að kenna,“ segir Schultz. Hann segir deiluna milli Ísraels og Palestínu annars vegar snúast um baráttuna um varnir landsins og hins baráttu um álit almennings. Hann segir Hamas-samtökin nýta sér dauðsföll Palestínumanna í þeim tilgangi að öðlast samúð fjölmiðla. Ísrael leggi aftur á móti meiri áherslu á varnir landsins, en Palestínumenn séu með yfirhöndina þegar kemur að almenningsáliti á alþjóðavísu. Aðspurður segir hann Ísraela enga ábyrgð bera vegna dauðsfalla Palestínumanna á Gaza-svæðinu að undanförnu. Aðgerðir hersins hafi verið réttmætar en þrátt fyrir það leggjast Ísraelar gegn því að Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag rannsaki meinta glæpi hersins líkt og Palestínumenn hafa farið fram á. Í spilaranum hér fyrir ofan má finna viðtalið við sendiherrann í heild sinni.Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en ítarlegra viðtal við Schults að neðan. Eurovision Tengdar fréttir Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Sendiherra Ísrael gagnvart Íslandi telur orðspor ríkisins eiga undir högg að sækja á Íslandi. Hann segir Hamas-samtökin notfæra sér dauðsföll Palestínumanna til að öðlast samúð alþjóðasamfélagsins á meðan Ísraelar telji mikilvægara að treysta varnir landsins. Raphael Schults, sendiherra hefur aðsetur í Noregi en hann flýtti fyrirhugaðri ferð sinni hingað til lands sem átti að vera í næsta mánuði. Hann segir nýjustu vendingar við Gaza-ströndina, flutning bandaríska sendiráðsins til Jerúsalem og sigur Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hafa haft í för með sér ósanngjarna umfjöllun gagnvart Ísrael, í vestrænum fjölmiðlum. „Þar sem að Ísrael er sterki aðilinn og Palestína er veikari aðili, þá er mjög yfirborðsleg hugsun sem segir að hinum sterka sé alltaf um að kenna,“ segir Schultz. Hann segir deiluna milli Ísraels og Palestínu annars vegar snúast um baráttuna um varnir landsins og hins baráttu um álit almennings. Hann segir Hamas-samtökin nýta sér dauðsföll Palestínumanna í þeim tilgangi að öðlast samúð fjölmiðla. Ísrael leggi aftur á móti meiri áherslu á varnir landsins, en Palestínumenn séu með yfirhöndina þegar kemur að almenningsáliti á alþjóðavísu. Aðspurður segir hann Ísraela enga ábyrgð bera vegna dauðsfalla Palestínumanna á Gaza-svæðinu að undanförnu. Aðgerðir hersins hafi verið réttmætar en þrátt fyrir það leggjast Ísraelar gegn því að Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag rannsaki meinta glæpi hersins líkt og Palestínumenn hafa farið fram á. Í spilaranum hér fyrir ofan má finna viðtalið við sendiherrann í heild sinni.Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en ítarlegra viðtal við Schults að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Páll Óskar hafnaði fundi með sendiherra Ísraels Vildi leyfa Páli að heyra hlið Ísraels í þessu máli. 24. maí 2018 17:39