„Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2018 09:02 Balti á frumsýningu myndarinnar í LA í nótt. vísir/ap Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. Hann var nýkominn úr frumsýningarpartýinu þegar Bítið á Bylgjunni náði tali af honum í morgun og var hljóðið gott í leikstjóranum að lokinni frumsýningu. Spurður út í hvernig viðtökurnar hefðu verið sagði hann að þær hefðu verið svakalegar. „Þetta voru mjög tilfinningaríkar viðtökur þannig að það var mjög ánægjulegt,“ sagði Baltasar. Myndin er byggð á á sönnum atburðum og segir frá þeim Tami og Richard sem ætluðu að sigla 44 feta skútu frá Tahítí til San Diego árið 1983. Á leiðinni lentu þau í fellibylnum Raymond. Eftir að bylurinn gekk yfir vaknaði Tami í afar illa farinni skútunni og fann Richard illa meiddan. Þá tók við það erfiða verkefni að koma þeim til lands.Myndin er að miklu tekin úti á sjó en Baltasar segist elska sjóinn og finnst frábært að vinna þar. „Auðvitað gerir það hlutina smá erfiða. Rafmagnstæki og salt úr sjó fara ekkert rosalega vel saman þannig að það eru ýmis „challenge.“ Við vorum í sex vikur úti á sjói og það voru svona móment þar sem allt „crewið“ var ælandi eins og múkkar. En það var bara áfram með sjóinn.“ Baltasar segir að fólki finnist með ólíkindum hversu mikið af myndinni var tekið úti á sjó. „Það er ekki bara að það virkar raunverulegra heldur líka það sem það gerir fyrir leikarana að vera í þessum aðstæðum, það gerir þá hrárri,“ segir Baltasar. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í júní en spurður út í næstu verkefni getur Baltasar ekki gefið mikið upp annað en að mörg spennandi verkefni séu í pípunum, bæði hér heima og úti. „En ég var að segja nei við 100 milljón dollara mynd hjá Warner Bros um daginn því mig langar ekki inn í þá maskínu. Mig langar að gera myndir sem eru persónulegri en þetta var svona súperhetjudót eitthvað,“ segir Baltasar. Hlusta má á viðtalið við hana úr Bítinu í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Sjáðu síðustu stikluna fyrir næstu Hollywood-mynd Balta Adrift verður frumsýnd þann 1. júní. 7. maí 2018 23:26 Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37 „Ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert“ „Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur. 27. apríl 2018 16:30 Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. Hann var nýkominn úr frumsýningarpartýinu þegar Bítið á Bylgjunni náði tali af honum í morgun og var hljóðið gott í leikstjóranum að lokinni frumsýningu. Spurður út í hvernig viðtökurnar hefðu verið sagði hann að þær hefðu verið svakalegar. „Þetta voru mjög tilfinningaríkar viðtökur þannig að það var mjög ánægjulegt,“ sagði Baltasar. Myndin er byggð á á sönnum atburðum og segir frá þeim Tami og Richard sem ætluðu að sigla 44 feta skútu frá Tahítí til San Diego árið 1983. Á leiðinni lentu þau í fellibylnum Raymond. Eftir að bylurinn gekk yfir vaknaði Tami í afar illa farinni skútunni og fann Richard illa meiddan. Þá tók við það erfiða verkefni að koma þeim til lands.Myndin er að miklu tekin úti á sjó en Baltasar segist elska sjóinn og finnst frábært að vinna þar. „Auðvitað gerir það hlutina smá erfiða. Rafmagnstæki og salt úr sjó fara ekkert rosalega vel saman þannig að það eru ýmis „challenge.“ Við vorum í sex vikur úti á sjói og það voru svona móment þar sem allt „crewið“ var ælandi eins og múkkar. En það var bara áfram með sjóinn.“ Baltasar segir að fólki finnist með ólíkindum hversu mikið af myndinni var tekið úti á sjó. „Það er ekki bara að það virkar raunverulegra heldur líka það sem það gerir fyrir leikarana að vera í þessum aðstæðum, það gerir þá hrárri,“ segir Baltasar. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í júní en spurður út í næstu verkefni getur Baltasar ekki gefið mikið upp annað en að mörg spennandi verkefni séu í pípunum, bæði hér heima og úti. „En ég var að segja nei við 100 milljón dollara mynd hjá Warner Bros um daginn því mig langar ekki inn í þá maskínu. Mig langar að gera myndir sem eru persónulegri en þetta var svona súperhetjudót eitthvað,“ segir Baltasar. Hlusta má á viðtalið við hana úr Bítinu í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Sjáðu síðustu stikluna fyrir næstu Hollywood-mynd Balta Adrift verður frumsýnd þann 1. júní. 7. maí 2018 23:26 Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37 „Ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert“ „Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur. 27. apríl 2018 16:30 Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sjáðu síðustu stikluna fyrir næstu Hollywood-mynd Balta Adrift verður frumsýnd þann 1. júní. 7. maí 2018 23:26
Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37
„Ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert“ „Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur. 27. apríl 2018 16:30