Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2018 06:37 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er ekki hátt skrifaður í Norður-Kóreu. Vísir/Getty Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé „heimskur“ fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. Norður-Kórea muni ekki grátbiðja Bandaríkin um að setjast að samningaborðinu né krefjast þess að fulltrúar Washington mæti á fyrirhugaðan fund í Singapúr um miðjan júní. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa á undanförnum dögum gefið í skyn að ekkert verði af fundinum ef Bandaríkin og Suður-Kórea hætti ekki við sameiginlega heræfingu. Sömuleiðis hafa Norður-Kóreumenn lýst sig verulega andvíga því að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og brugðust þeir reiðir við þeirri tillögu þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem varaforsetinn Pence tók undir, að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu, samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn.Sjá einnig: Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verðiÍ grein sem birtist í ríkisútvarpi Norður-Kóreu segir embættismaðurinn Choe Son-hui að Mike Pence hafi látið ýmis „hispurslaus og ósvífin“ ummæli falla á síðustu dögum, til að mynda um að Norður-Kórea gæti endað eins og Líbýa. Choe, sem hefur átt í margvíslegum diplómatískum samskiptum við Bandaríkjastjórn í gegnum árin, segir að varaforsetinn sé „pólitískur fáráðlingur“ fyrir að bera ríkin saman. Líbýa hafi einfaldlega „sett upp smá búnað og hringlað í honum,“ eins og það er haft eftir henni á vef breska ríkisútvarpsins. „Sem einstaklingur sem fylgist með gangi mála í Bandaríkjunum get ég vart orða bundist þegar ég heyri jafn heimskuleg og fáfróð ummæli frá varaforseta Bandaríkjanna.“ Choe bætti við að stjórnvöld í Pjongjang séu ekki að „grátbiðja“ um viðræðurnar og sagði að boltinn væri hjá Bandaríkjunum. „Hvort að Bandaríkjamenn vilja hitta okkur í fundarherberginu eða takast á við okkur í kjarnorkustríði veltur algjörlega á ákvörðunum og hegðun þeirra.“ Talið er að fundur Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu fari fram þann 12. júní næstkomandi. Bandaríkjaforseti hefur þó ýjað að því að honum kunni að vera seinkað. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Sjá meira
Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé „heimskur“ fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. Norður-Kórea muni ekki grátbiðja Bandaríkin um að setjast að samningaborðinu né krefjast þess að fulltrúar Washington mæti á fyrirhugaðan fund í Singapúr um miðjan júní. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa á undanförnum dögum gefið í skyn að ekkert verði af fundinum ef Bandaríkin og Suður-Kórea hætti ekki við sameiginlega heræfingu. Sömuleiðis hafa Norður-Kóreumenn lýst sig verulega andvíga því að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og brugðust þeir reiðir við þeirri tillögu þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem varaforsetinn Pence tók undir, að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu, samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn.Sjá einnig: Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verðiÍ grein sem birtist í ríkisútvarpi Norður-Kóreu segir embættismaðurinn Choe Son-hui að Mike Pence hafi látið ýmis „hispurslaus og ósvífin“ ummæli falla á síðustu dögum, til að mynda um að Norður-Kórea gæti endað eins og Líbýa. Choe, sem hefur átt í margvíslegum diplómatískum samskiptum við Bandaríkjastjórn í gegnum árin, segir að varaforsetinn sé „pólitískur fáráðlingur“ fyrir að bera ríkin saman. Líbýa hafi einfaldlega „sett upp smá búnað og hringlað í honum,“ eins og það er haft eftir henni á vef breska ríkisútvarpsins. „Sem einstaklingur sem fylgist með gangi mála í Bandaríkjunum get ég vart orða bundist þegar ég heyri jafn heimskuleg og fáfróð ummæli frá varaforseta Bandaríkjanna.“ Choe bætti við að stjórnvöld í Pjongjang séu ekki að „grátbiðja“ um viðræðurnar og sagði að boltinn væri hjá Bandaríkjunum. „Hvort að Bandaríkjamenn vilja hitta okkur í fundarherberginu eða takast á við okkur í kjarnorkustríði veltur algjörlega á ákvörðunum og hegðun þeirra.“ Talið er að fundur Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu fari fram þann 12. júní næstkomandi. Bandaríkjaforseti hefur þó ýjað að því að honum kunni að vera seinkað.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Sjá meira
Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53
Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00