Leðurjakkinn bestu kaupin Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2018 08:00 Guðný Ásberg er mikill fagurkeri og hefur gaman af tísku og förðun. Vísir/Anton Brink „Ég hef alltaf fylgst vel með tískunni, ekki síst götutískunni,“ segir Guðný Ásberg, nemi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Meðfram námi vinnur hún hjá Hjallastefnunni, nánar tiltekið á leikskólanum Öskju, en Guðný stefnir á að ljúka stúdentsprófi innan skamms. Um árabil hefur hún einnig starfað hjá Sambíóunum Álfabakka. Áhugamálin eru mörg en Guðný segir að sér finnist einna skemmtilegast að ferðast og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. „Ég hef líka mikinn áhuga á förðun. Sjálf lærði ég förðun við Reykjavík Make Up School og útskrifaðist ég þaðan fyrir rúmum tveimur árum.“Jakkinn er úr H&M og klúturinn, sem setur mikinn svip á heildarútlitið, er úr Zara. Vísir/Anton BrinkRokkbolir í bland við fínni föt Þegar Guðný er spurð hvar hún fylgist helst með nýjum tískutrendum segist hún fylgjast með Instagram og skoði Pinterest af og til. „Af því sem ég hef séð verða sumarlegir kjólar með blómamynstri áberandi á næstunni. Það verður líka vinsælt að blanda saman gömlum rokkbolum og fínni flíkum. Svo er ekki spurning um að glær veski, hlébarðamynstur og rautt og bleikt kombó verður í tísku í sumar,“ segir hún.Bolurinn er úr Zara og buxurnar frá Uniqlo. Veskið er einnig úr Zara.Vísir/Anton BrinkÁ mikið af skóm Þegar Guðný er spurð hvaða flík sé í uppáhaldi hjá henni kemur í ljós að það er pels sem hún keypti á flóamarkaði fyrr í vor. „Ég keypti þennan pels af eldri manni sem var að selja hann fyrir móður sína sem býr í Texas. Um er að ræða kálfapels sem ég fékk á fimmtíu dollara. Ég get líka alltaf bætt við skóm, þótt ég eigi eiginlega of mikið af þeim. Ég hef ekki ákveðið hvort ég kaupi mér eitthvað nýtt í fataskápinn í sumar en það er aldrei að vita.“Guðný fékk þessa fögru tösku í Prada í Los Angeles.Vísir/Anton Brink Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Ég hef alltaf fylgst vel með tískunni, ekki síst götutískunni,“ segir Guðný Ásberg, nemi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Meðfram námi vinnur hún hjá Hjallastefnunni, nánar tiltekið á leikskólanum Öskju, en Guðný stefnir á að ljúka stúdentsprófi innan skamms. Um árabil hefur hún einnig starfað hjá Sambíóunum Álfabakka. Áhugamálin eru mörg en Guðný segir að sér finnist einna skemmtilegast að ferðast og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. „Ég hef líka mikinn áhuga á förðun. Sjálf lærði ég förðun við Reykjavík Make Up School og útskrifaðist ég þaðan fyrir rúmum tveimur árum.“Jakkinn er úr H&M og klúturinn, sem setur mikinn svip á heildarútlitið, er úr Zara. Vísir/Anton BrinkRokkbolir í bland við fínni föt Þegar Guðný er spurð hvar hún fylgist helst með nýjum tískutrendum segist hún fylgjast með Instagram og skoði Pinterest af og til. „Af því sem ég hef séð verða sumarlegir kjólar með blómamynstri áberandi á næstunni. Það verður líka vinsælt að blanda saman gömlum rokkbolum og fínni flíkum. Svo er ekki spurning um að glær veski, hlébarðamynstur og rautt og bleikt kombó verður í tísku í sumar,“ segir hún.Bolurinn er úr Zara og buxurnar frá Uniqlo. Veskið er einnig úr Zara.Vísir/Anton BrinkÁ mikið af skóm Þegar Guðný er spurð hvaða flík sé í uppáhaldi hjá henni kemur í ljós að það er pels sem hún keypti á flóamarkaði fyrr í vor. „Ég keypti þennan pels af eldri manni sem var að selja hann fyrir móður sína sem býr í Texas. Um er að ræða kálfapels sem ég fékk á fimmtíu dollara. Ég get líka alltaf bætt við skóm, þótt ég eigi eiginlega of mikið af þeim. Ég hef ekki ákveðið hvort ég kaupi mér eitthvað nýtt í fataskápinn í sumar en það er aldrei að vita.“Guðný fékk þessa fögru tösku í Prada í Los Angeles.Vísir/Anton Brink
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira